22.5.2009 | 21:01
Óráðshjal framkvæmdastjóra LÍÚ í Fréttablaðinu 22. maí 2009.
Ég hef ekki tölu á því hve oft ég er búinn að leiðrétta Friðrik J. Arngrímsson með það óráðsrugl sem hann heldur fram í Fréttablaðinu í dag. Það er afar sorglegt að ekki skuli vera vilji hjá þessum manni til að hafa sannleikann að leiðarljósi, í stað þess að vaða svona sífellt uppi með hreint þvaður, sem einungis upplýsir um slæma dómgreind, eða ásetning um að segja þjóðinni ósatt.
Ég hef margítrekað beðið Friðrik um að senda mér ljósrit af þeim lögum sem hann byggir málflutning sinn á, en fram til þessa hefur hann ekki geta orðið við því, enda varla von, því engin lög eru til sem styðja málflutning hans.
Ekki er samt öll ósannindavellan úr honum beinlínis lögleysa, því margt segir hann sem er bara hreint óráðsbull. Þannig segir hann t. d. í greininni í dag um stýringu fiskveiðanna: (áhersluletur er mitt)
Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka aflann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi.
Athyglisvert er að Friðrik nefnir ekki hverjum þetta fyrirkomulag skili hámarks arðsemi. Það er náttúrlega öllum ljóst, sem skoða þessi mál af vandvirkni, að sjávarútvegurinn hefur stöðugt verið að auka skuldir sínar, allan þann tíma sem kvótakerfið hefur verið við lýði. Meginhluti þessa lánsfjár er erlend lántaka og vexti og kostnað vegna þeirrar lántöku hefur þurft að greiða af verðmætum sjávaráfurða.
Þessi skuldaaukning hefur valdið því að sífellt hærra hlutfall af heildarverðmætum sjávarafurða fer til greiðslu fjármagnskostnaðar, sem aftur leiðir af sér, þar sem þetta er erlent lánsfé, að minna verður eftir til ráðstöfunar í samfélagi okkar.
Þegar kvótakerfið var sett á, var skipting heildarverðmæta sjávarafla með þeim hætti að rúm 52% komu í hlut útgerða fiskiskipa en 48% komu í hlut fiskvinnslu og sjávarbyggða. Nú eru útgerðirnar að mestu búnar að ná öllum tekjum af sjávarafla undir sinn efnahagsreikning og meginhluti sjávarbyggða búin að tapa tekjugrundvelli sínum til örfárra útgerðarfélaga.
Hvernig hægt er að halda því fram að kvótakerfið hafi skilað þjóðinni hámarks arðsemi, er líklega hámark heimskunnar, sé það sagt í óvitaskap, en líklega hámark illviilja gagnvart samlöndum sínum, sé svona lagað gert af yfirlögðu ráði.
Í grein sinni segir Friðrik:
Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugsun í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtímahagsmuni að leiðarljósi.
Stjórnvöld úthluta öllum aflaheimildum án endurgjalds og hafa aldrei gefið heimild fyrir að þær væru seldar. Alþingi gaf heimild til að FRAMSELJA mætti aflaheimildir milli skipa, en eins og allir vita sem kunna ÍSLENSKU, þýðir orðið "framsal" - að afhenda eða að láta af hendi. Alþingi heimilaði sem sagt þeim sem fengu úthlutað aflaheimild, sem þeir gætu ekki hagnýtt sér, að afhenda hana til annars skips sem gæti hagnýtt sér hana, en í lögunum er hvergi minnst á heimildir til að taka gjald fyrir slíka afahendingu.
Hið rétta í þessu sambandi er, að aflaheimildir eru mikilvægasta rekstrartrygging skips eða útgerðar, en FJÁRFESTING í aflaheimildum er NÚLL KRÓNUR, samkvæmt íslenskum lögum um framkvæmd fiskveiðistjórnunar.
Og enn heldur áfram bullið hjá Friðrik:
Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindarinnar.
Hér að framan er vikið að því hvernig stöðugt vaxandi skuldasöfnun sjávarútvegsins (nú líklega 15 - 20 ára tekjur að frádregnum kostnaði við veiðar), hefur minnkað þann hluta af heildarverðmæti sjávarafurða sem dreifist til samfélagsins. Þessu til viðbótar má benda á að heildarafli botnfisktegunda er líklega sóttur með langt til helmingi meiri tilkostnaði en þörf er á. Bæði er þar átt við gífurlega offjárfestingu í togskipum, sem og þess að útgerðarkostnaður þeirra, reiknaður á hvert veitt aflakíló, er mun hærri en þörf er á til að ná leyfðum heildarafla..
Það eru margir fleiri fletir á þessu málefni, svo sem sviksamleg fölsun útgerðarfélaga á efnahagsreikningum sínum, með óheimilum skráningum aflaheimilda - sem eru ótvíræð eign þjóðarinnar - í efnahagsreiknigna sína; reiknaðar á glórulausu verðlagi, sem virðist eingöngu haldið til streytu til að falsa eiginfjárstöðu og skapa sér hærri tryggingastöðu, til stöðugt aukinnar lántök hjá lánastofnunum.
Margt fleira mætti tína til, en hér verður látið staðar numið í bili, að minnsta kosti.
Bloggfærslur 22. maí 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur