Fyrning veiðiheimilda er vitlaus hugmynd

Það er ekki hægt að fyrna það sem ekki er til. Það sem kallað hefur verið "varanleg aflahlutdeild" hefur aldrei verið lögformlega til. Alþingi hefur ALDREI samþykkt neitt sem heitir föst aflahlutdeild til ákveðinna skipa. Þess vegna er EKKERT skip með RÉTT á hlutdeild umfram það magn sem skipið hefur veitt að meðaltali á síðastliðnum þremur árum.

Það er forkastanleg þrjóska, sem jaðrar við heimsku, að halda því fram að varanleg aflahlutdeild sé til, en hafa samt ekki geta framvísað lagaheimildum er styðji þá fullyrðingu. Ég hef í meira en áratug, svo tugum skiptir, óskað eftir að þessar lagaheimildir verði lagðar fram, en enginn hefur enn treyst sér til að opinbera þær.

Ég er svo sem vanur þessari þrjósku, því þau öfl sem knýja áfram þetta svífyrðilega ranglæti við framkvæmd fiskveiðistjórnunar, hafa á annan áratug verið á flótta undan rökfræði minni og fjöldamargar breytinga gert á framkvæmdinni þegar yfir vofði kæra frá mér. Þar má nefna fyrstu ábendingu mína um heimildarleysi til hárrar gjaldtöku fyrir veiðiheimildir, en þá var 18. gr. laga um fiskveiðistjórnun felld niður, en þar var gjaldtakan skilgreind.

Næst má nefna margar breytingar á lögunum um nytjastofna sjávar, þar sem hvert mannréttindabrotið tók við af öðru. Rokið var til að breyta þeim lögum eftir að ég hafði óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að fá að höfða mál til ógildingar á lögunum sem heild.

Þá var Kvótaþing lagt niður á einni viku, þegar ég sendi inn kæru vagna ólögmætrar starfsemi. Þá var að ljúka deilunni um að greiða bæri virðisaukaskatt af ALLRI sölu (þar með talið svokallaðri leigu) veiðiheimilda. Sú deila hefur staðið í átta ár, en útkljáðist loks núna í upphafi ársins, þegar skattayfirvöld gáfust upp á þeirri vitleysu að ekki þyrfti að greiða virðisaukaskatt af kvótasölu, eftir 1. janúar 1994, þegar virðisaukaskattur var lagður á fisk. Frá þeim tíma BER að greiða VSK af ÖLLUM kvótaviðskiptum.

Það er í raun undravert, það afl sem kemur í veg fyrir að alþingismenn virði hagsmuni samfélagsins meira en einhvert afl sem heldur þeim í viðjum heimskulegs fáránleika í sambandi við framkvæmd fiskveiðistjórnunar.

Það þarf ekkert útgerðarfélag að fara á hausinn vegna breytinga í fiksveiðistjórnun; eða að sú breyting muni þýða að skip fái minni heimildir til veiða en þau hafi veitt fram til þessa. Að menn skuli halda slíku fram, sýnir fyrst og fremst þekkingarleysi þeirra á heildarmynd núverandi framkvæmdar og hvernig sú mynd passar inn í það lagaumhverfi sem stjórnunin á að fara eftir.

Það er meira en áratugur síðan ég lagði fram raunhæft plan um hvernig þjóðfélagið verði keyrt út úr þessari vitleysu, sem sjávarútvegurinn er kominn í. Það plan hefur sýnt sig að geta gengið upp, með tiltölulega litlum óþægindum, sé miðað við það sem við blasir með núverandi tillögum um fyrningu.                 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband