27.5.2009 | 21:51
Heimskulegt og vitlaust að tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
Það vekur stöðugt hjá mér spurningar um raunverulega þekkingu á þjóðfélagslegri hagstjórn, þegar ég heyri svokallaða "fræðimenn" (t. d. hagfræðinga) tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins sem ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ég velti fyrir mér hvort þessir aðilar geri ekki greinarmun hutakinu "landsframleiðsla" og hutakinu "gjaldeyristekjur þjóðfélagsins).
Það er útilokað að greiða erlendar skuldir þjóðarbúsins með landsframleiðslunni, því hún (landsframleiðslan) sýnir fyrst og fremst heildar veltu allrar starfsemi í þjóðfélaginu; sama hvort þar er um að ræða menntun, heilsugæslu, opinbera stjórnsýslu, verslun, eða jafnvel kostnað vegna skemmda af völdum jarskjálfta eða annarra hörmunga sem valda kostnaði í þjóðfélaginu.
Flestir ættu að sjá, að þess er tæplega að vænta að við greiðum erlendar skuldir með þeirri veltu sem fer í kostnaðar vegna hamfara eða slysa. Slíkt á þó að auðvelda okkur greiðslugetuna, að mati þeirra svokölluðu "sérfræðinga" sem stöðugt klifa á því að erlendar skuldir sé einhvert hlutfall af landsframleiðslu.
Við greiðum engar skuldir með öðru en tekjum. Þannig greiðsum við engar erlendar skuldir með öðru en gjaldeyristekjum. Af þeirri einföldu ástæðu á ALDREI að tala um erlendar skuldir á annan hátt en sem hlutfall af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Uppgjörshugtakið "Verg landsframleiðsla" er komið frá Sameinuðu þjóðunum, til þess ætlað að fá samtóna upplýsingar frá öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, um dreifingu fjármagns um hinar ýmsu greinar þjóðlífs hverrar þjóðar. Með þessari aðferarfræði greina SÞ mismunandi áherslur ríkisstjórna á hina ýmsu þjónustuþætti sem þær veita þegnum sínum og einnig með hve frjálsum og óheftum hætti hið almenna viðskiptalíf þrífst og dafnar. Með því að fá sama uppgjörsformið frá öllum aðildarríkjum, fá SÞ fullkomlega sambærilegar upplýsingar um hlutfall menntunar heilsugæslu, velferðar og fleiri þátta, í öllum sínum aðildarríkjum.
Af þessari ástæðu er hugtakið "verg landsframleiðsla" ekki mælikvarði á efnahagslega eða viðskiptalega hagsmuni þjóðar, í viðskipum við aðrar þjóðir, hvort sem þar er mælt í vöru- eða þjónustuskiptum. Landsframleiðsla mælir ekki heldur með gagnlegum hætti bein eða óbeina áhrif gjaldeyrisskapandi atvinnu- eða þjónustustarfsemi á einstök atvinnusvæði, sem er grundvöllu þess að geta haldið jafnvægi í byggðum landsins.
Þetta hljóta þessir svokölluðu "fræðingar" að vita. Hins vegar virðast hagfræðingar víða í veröldinni, hafa sameinast um að forðast samanburð á erlendum skuldum og gjaldeyristekjum, eftir að skuldabréfa og og önnur verðbréfavelta í heiminum fór það langt út fyrir raunhæf greiðslumörk, að til verulegrar gangrýni horfði.
Ef hagfræðingar okkar, ætla að vinna með NÝJA ÍSLANDI í því að útrýma spillingu, opna og gera skiljanlegt opinbert upplýsingakerfi, verða þeir að þora að tala eðlilegt mannamál (alþýðumál) þegar þeir tala um eðlilega þætti er varða tekjur og útgjöld þjóðfélagsins. Annað gengur ekki til lengdar.
27.5.2009 | 14:02
Markaðslegt "frelsi" er löngu hrofið vegna glórulausrar skuldsetningar
Það er athyglisvert að sjá og heyra menn tala um "markaðslegt frelsi" í sambandi við verðlagningu á gjaldeyri okkar. Augljóslega horfa menn einungis á hugtakið "frelsi" út frá hugsuninni "mig langar til".
Hugtakið "frelsi" á sér ævinlega tvær hliðar. Annars vegar frelsið til að gera það sem maður vill. Hins vegar frelsi til að skapa sér þær aðstæður að maður geti gert það sem maður vill.
Mikill meirihluti Íslendinga hefur látið af hendi frelsi sitt, með því að skuldsetja sig svo mikið að frelsi þeirra til ráðstöfunar á tekjuöflun sinni er afar lítið; og sumstaðar ekki neitt. Þeir hafa því ekkert frelsi um það með hvaða hætti ráðstafa tekjum sínum. Þeir hafa ekki einu sinni frelsi til þess að ákveða sjálfir hvort þeir afli sér tekna eða ekki. Þeir hafa skuldbundið sig til að afla nægra tekna til að greiða vexti og afborganir af lánum sínum. Þeir eru í raun í ánauð, líkt og þrælarnir forðum.
Frelsi til eyðslu gjadleyris, getur þjóð einungis skapað sér með því að afla sér gjareyrisforða, sem hægt er að eyða. Hægt er að skapa sér svigrúm frá beinni gjaldeyriseign, með því að fá lánaðan gjaldeyri, sem þá þarf að greiða með tekjum sem síðar verður aflað. Með slíku er að vísu búið að skerða frelsið til ráðstöfunar þeirra tekna sem aflað verður á næstunni, því áður en frelsið skapast, þarf að draga frá þann gjaldeyri sem greiða þarf, vegna fyrri eyðslu.
Ég tel að frekar fáir Íslendingar séu það úr takti við það sem hér hefur gerst á undanförnum árum, að þeir álíti okkur hafa einhvert frelsi í gjaldeyrismálum á næstu árum. Þó skera sig þar úr fáeinir hagfræðingar, sem að mesti leiti virðast hafa tengsl við Háskóla Íslands. Hvort það er vísbending um kennslu þessara fagþátta í þeim skóla skal ósagt látið, en óneitanlega vekur athygli venþekking þeirra á hugtakinu "frelsi".
Með algjöru andvaraleysi okkar sjálfra, gagnvart framgöngu stjórnmálamanna okkar og stjórnenda lánastofnana á undanförnum árum, létum við af hendi frelsi okkar til að taka samtímaákvarðanir um ráðstöfun þeirra tekna sem þjóðfélagið aflar. Við leyfðum þessum aðilum, í skjóli þeirra tekna sem þjóðfélagið aflar sér, að skuldsetja fyrirtæki sín og þjóðfélagið allt svo rækilega, að það munu líða mörg ár þangað til við getum talað - af raunveruleika - um að við höfum frelsi til ráðstöfunar á tekjum þjóðarinnar.
![]() |
Ekki raunhæft að festa gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. maí 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur