Undarlega lítiđ upplýsandi frétt

Engin leiđ er ađ lesa, út úr ţessari frétt á Mbl.is, heildarmynd hagsmuna ţjóđfélags okkar af framleiđslu málma hér á landi. Ekki kemur fram heildarverđmćti útfluttra málma og ţví síđur ađ fram komi hve mikiđ af ţessu heildarverđmćti skilar sér sem gjaldeyristekjur til ţjóđfélagsins.

Fyrir skömmu kom fram í fjölmiđlum, í sambandi viđ skođun Seđlabanka á gjaldeyrisskilum útflutningsgreina, ađ vegna mikils erlends kostnađar málmframleiđslufyrirtćkjanna, vćru ţau međ undanţágu frá fullum skilum gjaldeyris. Í ţeirri frétt kom fram ađ hinn erlendi kostnađur ţessara fyrirtćkja vćri u.ţ.b. 80% af sölutekjum ţeirra.  Í ljósi ţessa eru ţađ einungis 20% sölutekna ţeirra sem koma til landsins sem gjaldeyristekjur.

Ţegar litiđ er á hinar tilvitnuđu tölur Hagstofunnar um tekjur af útflutningi, kemur í ljós ađ flutt voru út 875 ţúsund tonn af málmum, ađ verđmćti 196,547 milljarđar króna. Sé ţessu skipt í samrćmi viđ ţađ skilahlutfall gjaldeyris sem fram kom í frétt um skođun Seđlabankans, eru gjaldeyristekjur til ţjóđfélagsins ađeins 20% af ţessu söluverđmćti, eđa kr. 39,309 milljarđar.

Í fréttinni er sagt ađ: Heildarverđmćti seldra framleiđsluvara áriđ 2008 var 545 milljarđar króna. Reyndar er talan hjá Hagstofunni 545,464 milljarđar og inn í heildartölu útflutnings vantar verđmćti vegna sölu á 18,8 milljónum lítra af bjór og öđru öli, og 62,160 milljónum lítra af vatni. Hvađa verđmćti er í ţessum útflutningsvörum eru enn ekki ljós, en hćkka vćntanlega nokkuđ tölu útflutningstekna. En á móti kemur ađ inn í uppgefnum útflutningstekjum er 157,238 milljarđar vegna sölu málma; tekjur sem aldrei koma inn í veltutölur ţjóđfélags okkar, ţar sem ţar er um ađ rćđa erlendan kostnađ álfyrirtćkjanna. Rétt fćrđar gjaldeyristekjur ţjóđarinnar á árinu 2008 gćtu ţví veriđ 388,226 milljarđar, plús ţau verđmćti sem koma út úr útflutningi á vatni og bjór.

Ţađ er afar mikilvćgt ađ fjölmiđlar fari ađ átta sig á mikilvćgi ţess ađ setja fram sem gleggstar og réttastar fréttir af efnahagsmálum, ţví viđ erum illa stödd ef almenningur fćr fulla vantrú á upplýsingagildi frétta í fjölmiđlum.                 


mbl.is Mikil aukning í framleiđslu málma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. júlí 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband