Af hverju skrökvar Jóhanna?

Er það kannski vegna þess að hún sé hrædd við að horfast í augu við raunveruleikann?

Raunveruleikinn er nefnilega sá að það þau vandamál sem Framsóknarflokkurinn skapaði væri þjóðinni afar létt að leysa fram úr, því það voru svo fá hundruð milljarða.

Það var hins vegar fyrst eftir að Samfylkingin kom í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hinn raunverulegi vandi varð til.

Við upphaf samstjórnar þessara flokka, voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 6.000 milljarðar (og þá orðnar allt of miklar). Þessar skuldir hækkuðu hins vegar á 18 mánaða stjórnartíð Samfylkingarinnar upp í rúmar 13.000 milljarða.

Samfylkingin tvöfaldaði því hinar erlendu skuldir þjóðarinnar. Og það var í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem öllum aðvörunum, í hvaða formi sem þær voru, var stungið undir stól, og túrað með útrásarvíkingunum til þess að blekkja  fjármálamenn um víða veröld.

Var það ekki líka í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem IceSave reikningarnir voru heimilaðir, bæði í Bretlandi og Hollandi?

Mér sýnist því Samfylkingin eiga stærstan þáttinn í óförum okkar og stærsti flórinn sé eftir þann flokk.          


mbl.is „Erum að moka þennan framsóknarflór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband