Hættulegt þjóðinni að hafa eina megin pökkunarstöð mjólkur

Einræðisstefna MS, eins og hún hefur verið rekin á undanförnum árum, er í raun afar hættuleg þjóðinni, eins og lítið sýnishorn verður af þarna.

Hvar væri mjólkurvinnsla og pökkun á vegi stödd ef t. d. mjólkurvinnslan í Reykjavík eyðilegðist í eldi, eða af öðrum ástæðum?

Það er búið að leggja niður flestar mjólkurstöðvar á landinu. Með skömmum fyrirvara væri líklega hægt að standsetja MBF á Selfossi, en mjólkurstöðin í Borgarnesi verður ekki gangsett á skömmum tíma. Líkega ekki heldur, aðrar mjólkurstöðvar á landsbyggðinni.

Ég held að græðgisherrarnir í MS ættu að hugsa svolítið vitrænt, meðan tími er til slíks, því mjólk er ekki munaðarvara sem fólk getur hæglega verið án.

Mjólk er einn af grunnþáttum nauðsynlegrar daglegrar fæðu, sem nauðsynlega þarf að vera framleidd af fleirum en einum aðila.

Ef við þurfum fleiri en einn banka, einn bensínsala, einn kjötsala, einn fisksala og einn grænmetissala, þá þurfum við líka fleiri en einn heildsöluaðila að mjólk.

Þetta er bara heilbrigð skynsemi, en það er kannski lítið af henni í græðgishópi MS?             


mbl.is Bilun í mjólkurframleiðslu MS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband