2.8.2009 | 11:47
Færðist barna- og óvitaskapurinn frá bönkunum inn í ráðuneytin ??
Athygisvert að forsætisráðherra skuli velja sér aðstoðarmann sem AUGLJÓSLEGA hefur EKKERT vit á efnahagsmálum, heldur hlýðir í blindni að gelta, þegar honum er sigað.
Ef forysta Samfylkingarinnar leggur blessun sína, afskiptaleysi eða þögn, yfir það óráðshjal sem aðstoðarmaður forsætisráðherra fjallar um á einkasíðu sinni, virðist augljóst að mat Evu Joly á þeim vanda sem þjóðin er stödd í, sé síst of svartsýnt.
Við skulum minnast þess að á þeim fáu mánuðum sem Samfylkingin var í ríkissjórn með Sjálfstæðisflokknum, u. þ. b. TVÖFÖLDUÐUST erlendar skuldir þjóðarinnar, úr 6.500, í 13.000 milljarða króna. Þegar Samfylkingin tók við stjórnarsetunni af Framsóknarflokknum, voru erlendar skuldir þjóðarinnar ÞEGAR orðnar all nokkuð hærri en þjóðin gæti ráðið við, án skerðingar á lífsgæðum.
Vit Samfylkingarfólks á þjóðfélagslegum efnahag, var því miður ekki meiri en svo, að ENGRAR varúðar var gætt. Meira að segja var óvitaskapur í þjóðfélagslegum efnahagsmálum svo mikill að forysta Samfylkingarinnar, gerðist leiguþí banka og útrásarvíkinganna, og ferðaðist til annarra landa til að reyna að draga meiri fjármuni út úr erlendum þjóðum.
Á þeim tíma vissu flestir, sem hafa einhvern snefil af þekkingu á efnahagsmálum, að ALLIR stóru bankarnir voru búnir að fjötra sig svo illilega í erlendum skammtímalánum, sem lánuð höfðu verið út til fjármálabrasks, að þeir ættu ekki nokkurn möguleika á að endurgreiða þegar fengið lánsfé.
Í þessari stöðu fór forysta Samfylkingarinnar, um lönd og álfur, til að dásama styrkleika þessara sömu banka.
Ef þetta er það efnahagsvit sem Hrannar telur þjóðinni til framdráttar, tel ég hann eiga sér fáa fylgendur. Maður var svo sem orðinn vanur barnaskap og hreinum óvitaskap starfsmanna fjármálastofnana. Einhvern veginn finnst manni skjóta skökku við nú, tæpu ári eftir bankahrun, að sami óvitaskapurinn hafi verið færður frá fjármálageiranum inn í stjórnarráðið.
Var ekki markmiðið að endurreisa gömlu góðu lífsgildin, endurvekja heiðarleika, opna umræðu og efla lýðræðisvitund?
Varla flokkast skrif Hrannars í þann flokk, því þau er beinlínis sniðin eftir handriti frjálshyggjunnar að þeir sem ekki hafa FENGIÐ LEYFI til að tjá sig um málefni. Þeir eigi bara að þegja og sinna sínu.
![]() |
Hrannar sendir Joly tóninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 2. ágúst 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur