Væri ekki gott að leiðrétta verðtrygginguna í leiðinni ??

Frá upphafi hafa útreikniforsendur svokallaðrar verðtryggingar (fyrst lánskjaravísitölu) verið vitlausar, með þeim hætti að þær margfalda endurgreiðslu lánsfjár, langt umfram eðlilegar vísitölubreytingar. Á þetta hefur oft verið bent, en þar sem þessi "vitleysa" í útfærslum, skilar lánastofnunum umtalsvert hærri endurgreiðslu en eðlilegur útreikningur mundi gera, hefur verið slegin öflug skjaldfborg um þessar "vitleysur".

Ég á allar þessar vitleysur skýrt útfærðar og bauð t.d. kastljósi þær í lok síðasta árs, en eitthvað stöðvaði þá á síðustu stundu að kynna sér málið.

Í áranna rás hef ég iðulega vakið máls á þessum vitleysum, en aldrei hefur skapast áhugi fjölmiðla eða félagshópa á að kynna sér þessa þætti rækilega. Ég hef þó marglýst því yfir að ég sé tilbúinn að mæta á fundi hjá hópum til að kynna þessar vitlausu forsendur, en til slíks þurfi ég annað hvort skjávarpa eða glæruvarpa.

Ef þjóðin gæti sameinast um að leiðrétta núverandi lög (vitleysan var sett inn í lögin þegar sást hve vel hún gaf af sér fyrir lánastofnanir) og einnig útreikniforsendur skuldabréfakerfis lánastofnana, þannig að útreikningar verðbóta væru í samræmi við hina upphaflegu hugmynd, myndu ALLAR höfuðstólsupphæðir verðtryggða lána lækka verulega og framtíðar-afborganir vera í fullu samræmi við eðlilegar verðbreytingar í landinu.

Hvort ætli sé betra, fyrir farsæla framtíðarþróun lánaviðskpta, að leiðrétta vitleysur í verðbótaútreikningum, eða afskrifa hluta af höfuðstól núverandi skulda?             


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband