Hvert fara þá hækkanirnar sem verið hafa á lambakjötinu ???

Sé horft til þeirra miklu verðhækkana sem verið hafa á lambakjöti í verðslunum á þessu ári, sætir það nokkurri furðu að sláturleyfishafar skuli ekki geta greitt bændum neinar verðhækkanir, frá síðasta ári.  Hvert fara þá allar þessar verðhækkanir sem við neytendur höfum verið að borga, á þessu ári, fyrir blessað lambakjötið ???

Sé það svo að milliliðirnir séu að gleipa sjálfir allar þessar hækkanir, er greinilega komin þörf á að endurskoða söluferli lambakjötsins, með það að markmiði að bændur geti sjálfir selt sem mest af afurðum sínum, beint til neytenda. 

Ekki geta söluaðilar afsakað verðhækkanir með auknum kostnaði við markaðssetningu, því engin tilraun er af þeirra hálfu gerð til að gera lambakjötið að freistandi vöru, með framsetningu í verslunum. Má þar t. d. nefna að ævinlega er útilokað að fá smáseik, gúllas eða lambahakk í verðslunum.

Þá er einnig afar sérstakt að horfa á verslanir selja sama kjötbitann úr skrokki lambsins, á tveimur afar mismunandi verðum. Á ég þar við svonefndar "framhryggssneiðar", sem er sá hluti af lambaskrokknum, sem í verðlagsgrunni mun vera verðlagður sem "súpukjöt", sem er á umtalsvert lægra verði en framhryggssneiðarnar eru seldar.

Að lokum vil ég hér einnig leggja fram áskorun til framleiðenda unninnar kjötvöru, að hætta þessum austri eytur- og rotvarnarefna í vörurnar, því flestar unnar kjötvörur eru orðnar ókaupandi, vegna hins mikla magns aukaefna sem framleiðendur hlaða í þessar vörur.  Ég hef sniðgengið eytur- og rotvarnarefni í matvörum í áraraðir og að sama skapi hefur meltingarstarfsemi líkama míns farið batnandi, og þar með líkamleg og andleg heilsa.

Er kannski besta leiðin að snúa aftur til einfaldleikans og hreinleikans í efnasamsetningu matvæla?                 


mbl.is Lægra verð en bændur óskuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband