26.9.2009 | 17:39
Hvers vegna er ekki talað um aulahátt þeirra sem létu blekkjast af Icesave reikningunum ???
Hvers vegna er ævinlega talað um Icesave reikningana sem venjulega innlánsreikninga? Er fólk enn hrætt við að tala um hin raunverulegu markmið með þessum reikningum, sem eru hin sömu og hjá fjölda annarra fjárglæfraaðila sem senda frá sér gilliboð um góða ávöxtun, án þess að baki slíkum gilliboðum séu neinar tryggingar eða von um endurgreiðslu.
Icesave reikningarnir áttu að bera nokkuð hærri innlánsvexti en í boði voru hjá traustum bankastofnunum. Það hefði fyrst og fremst átt að vekja varúð hjá Breksum og Hollenskum fjármagnseigendum.
Eðlilegt hefði verið að þeir könnuðu sjálfir tryggingastöðu þess fyrirtækis sem þeir voru að treysta fyrir miklum fjárhæðum af sparifé sínu. Er ekki eðlilegra að þeir sjálfir gæti varúðar gagnvart sínu fé, en ætlist ekki til þess að blásaklaust fólk á lítilli eyju úti í miðu Atlandshafi, verði vogunarsjóður fyrir það, svo það geti varúðarlaust tefla á djarfasta vað í fégræðgi, til að ná í örlítið hærri vexti á sparifé sínu.
Af hverju er EKKERT talað um ábyrgð þess fólks sem svona varúðarlaust kastaði sparifé sínu í fang bankastofnunar sem nýlega var komin inn á markaðinn hjá þeim, mjög eignalítil og án allra ábyrgða frá tryggingasjóðum þeirra sjálfra.
Hver var það sem var ábyrgur fyrir þeirra eigin ráðstöfun á sínu fé?
Hvatti íslenska þjóðin þetta fólk til að ávaxta fé sitt á þessum Icesave reikningum?
Hafði íslenska þjóðin vald eða heimildir til að banna fólkinu sjálfstæða ráðstöfun þess á sínu eigin fé?
Gat íslenska þjóðin með einhverju móti verið meðvituð um þá miklu fjármuni sem þessir Bresku og Hollensku fégræðgishópar mokuðu inn á þessa reikninga?
Það þarf ekki flóknar reikniformúlur til að sýna með óhrekjandi hætti að Icesave reikningarnir voru ALLS EKKI vengjubundnir innlánsreikningar. Ávöxtunarprósentan sýndi það mjög glögglega.
Hvers vegna haga íslenskir stjórnmálamenn sér eins og taugaveiklaðir ofsóknarsjúklingar, hræddir við haldlausa skuggamynd um afleiðingar þess að standa traustan vörð um hagsmuni þjóðfélagsins, af álíka festu og þeir sem að okkur sækja, standa vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga.
Íslenska þjóðin hefur ekkert til saka unnið. Fáið þessum aðilum það fólk til saksóknar gegn, sem stóð fyrir fjárglæfrastarfseminni, en fyrir alla muni hættið að ausa þessum aur og drullu yfir þjóðarheildina. Hún á ekkert í þessum fjárglæfrum og ber ALLS enga ábyrgð á afleiðingum óábyrgrar meðferðar þegna anarra þjóða, á því fé sem það á, eða ber sjálft ábyrgð á.
![]() |
Icesave-málið þungt í skauti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 26. september 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166178
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur