Undarlegt viðhorf Samfylkingar- stjórnmálafræðings

Undarlegt er að lesa þetta viðtal við Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðing. Hann segir að hér sé þingræði, en segir í sama viðtali að ríkistjórnin eigi að fá fram sinn vilja hjá þinginu. Hann segir að "Ögmundur virðist draga upp mynd af stjórnarstarfi sem er ekki hér, hér er þingræði,“  

Gunnar Helgi hlýtu að vita að í áratugi hefur ekki verið þingræði í framkvæmd hér á landi. Hér hefur verið viðhaft hið kommoníska fyrirkomulag að framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin) segi þinginu fyrir verkum og afhendi þinginu málin fullfrágengin, til samþykktar, með hraði. Minniháttar breytingar eru þinginu heimilar, ef það raskar ekki áformum ráðstjórnarinnar.

Ef Gunnar Helgi sér ekki hve þetta fyrirkomulag er langt frá grundvallar skipulagi stjórnskipunar í lýðveldi okkar, er áreiðanlega eitthvað skrítið við skynjun hans og skilning. Í viðtalinu er eftirfarandi haft eftir honum:

„Ögmundur virðist ætlast til þess að hlutur af fólki geti orðið hluti að ríkisstjórnarsamstarfi eins og hann væri sérstakur flokkur, en það er ekki hægt, þannig gerast hlutirnir ekki. Það er spurning hvort þá þyrfti ekki bara nýjan stjórnarsáttmála, til að taka á slíkum aðstæðum,“  

Þarna er líklega um afgerandi HEIMSKULEGAN útúrsnúning að ræða hjá Gunnar Helga, því ætla má að gáfnafar hans sé á hærra plani en svo að hann hafi ekki skilið hvað Ögmundur var að segja.

Ögmundur lýsti í afar skýru máli eðlilegri framgöngu lýðræðislegra skoðanaskipta á hinum "þingræðislega" vettvangi, sem Alþingi er. Hann lýsti einnig afar skýrlega, að hann hefði alla tíð gert skýran greinarmun á stjórnun þjóðfélagsins annars vegar, en hins vegar hinu svokallaða Icesave máli. Kannski Gunnar Helgi hafi ekki andlega burði til að skilja slík lýðræðisviðhorf, og ber þá að sjálfsögðu að virða það.

Hvað sem allri "gráglettni" líður, er óhætt að segja að með þessu viðtali hafi Gunnar Helgi stimplað sig rækilega út úr samfélagi heiðarlegra fræðimanna og gerst óheiðarlegur pólitíkus, sem vegur í ódrengskap að persónum þeirra sem þeir telja vera á annarri skoðun en þeim sjálfum hentar.

Ég vorkenni svona aumri sál.              


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gamla fjárhættuspilaveldið að ná yfirhöndinni aftur ?????

Undanfarnar vikur hefur verið athyglisverð þróun í hinum pólitíska hluta þjóðarinnar. Indriði skrifar trúnaðarskal, fyrir allra augum, um höfnun breta og hollendinga á þeirri ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti. Greinilega pressar ESB blokkin Jóhönnu, sem því miður hefur lengi skort forystueðli. Þeir greinilega  ógna henni með því að þjóðinni verði útskúfað frá þröngum hópi ráðandi ríkja í ESB.

Utaríkisráðherrar Bretlands og Hollands, sýndu utanríkisráðherra okkar greinilega ókurteisi á nýlegum fundi þeirra í Bandaríkjunum. Þó utanríkisráðherra okkar fjalli um málið hjá Sameinuðu þjóðunum, minnkar ekkert hrokinn og yfirgangurinn frá kjarnaþjóðum ESB, sem verða að halda  svikamyllu verðmætalausra verðbréfa gangandi, svo spilaborg þeirra hrynji ekki líka.

Allir sem eitthvert skyn bera á þær Evrópureglur sem þjóð okkar er skuldbundin af, vita að þjóðin er ALLS EKKI skuldbundin til að taka á sig greiðslur vegna Icesave. Þeir Seðlabankastjórar í Evrópu, sem eitthvað hafa látið hafa eftir sér, eru allir á sama máli um að enginn tryggingasjóður í einu eistöku landi, myndi ráða við hlutfallslegt fjármálahrun, á við það sem varð á Íslandi. Seðlabankastjóri Hollands sagði að tryggingasjóður þeirra réði ekki við að einungis einn stærsti banki þeirra myndi hrynja jafn snögglega og bankarnir á Íslandi.

Öll rök í þessu máli hafa því legið í eina átt. Að þarna hafi orðið skelfilegt hrun verðmætalausra viðksiptapappíra, sem fyrst og fremst stafaði af fullkomlega ónothæfum reglum um frelsi á fjármagnsflæði milli landa. Einnig ræður þarna miklu fullkomið andvaraleysi ESB og ríkisstjórna einstakra ríkja, um þá breyttu fjármálastarfsemi innan lögsögu hverrar þjóðar, sem varð með tilkomu fjórfrelsisins.

Bretar hrópa hátt og benda á að við hefðum átt að hafa stjórn á fjármálastarfsemi bankastofnunar, sem þeir veittu sjálfir starfsleyfi innan sinnar lögsögu.  Geta menn ímyndað sér viðbrögð Breta ef  Íslenska fjármálaeftirlitið hefði farið að gagnrýna Breska fjármálaeftirlitið, og bent á að Breska eftirlitið hefði ekki nægilegt eftirlit með óhóflegri áhættutöku breskra sparifjáreigenda, þar sem þeir hrúguðu peningum inn á ávöxtunarreikninga sem engar tryggingar væru fyrir.

Ég er ansi hræddur um að Gordon okkar Brown hefði orðið ansi hvefsinn, og lítið kært sig um svona íhlutun í innanríkismál þeirra. Litið á þetta sem fullkomið vantraust á eftirlitsstjórnun ríkisstjórnar sinnar, frá utanað komandi aðila.

Hvernig getur í raun staðið á því að íslenska þjóðin á sér svona afar fáa verjendur innan stjórnmálastéttar landsins?  Er það vegna þekkingarleysis á  réttlæti, ábyrgðarþætti geranda í svona málum, eða er andlegur hæfileiki þeirra til viðamikilla stjórnunarstarfa ekki meiri en raun ber vitni?

Hver sem ástæðan er, finnst mér fullkomlega kominn tími til að þjóðin segi skýrum orðum við Breta og Hollendinga. - Við höfum reynt allt sem okkur er fært, og töluvert meira en það, til að hjálpa ykkur út úr ógætilegri meðferð ykkar á ykkar eigin fjármunum. Þið hafið haft þennan vilja okkar að engu. Þess vegna skuluð þið bara fara hina hefðbundnu innheimtuleið, að stefna innheimtukröfum ykkar fyrir dómstóla og láta þá um að hveða upp úr um réttarstöðu ykkar til þeirra krafna sem þið berið fram. Við munum una endanlegum niðurstöðu slíks úrskurðar.                    


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166178

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband