11.10.2010 | 17:54
Hvernig er verðtryggingin vitlaust reiknuð?
Ýmsir hafa skorða á mig að gera betur grein fyrir því hvers vegna ég telji verðtryggingu lánsfjár rangt útreiknaða hjá lánastofnunum. Líklega er erfitt að skýra þessa þætti í ritmáli, þar sem ekki er hægt að sýna, nema í grófum dráttum, þær villur sem þarna eru á ferðinni. En ég ætla að reyna, og sjá til hvað fólk nær að grípa af því sem hér verður sagt.
Verðtryggingu er fyrst komið á með svonefndum "Ólafslögum", sem var einskonar "bandormur", lagabálkur um ýmis efnahagsmál. Engin afgerandi ákvörðun var þar tekin um verðtryggingu, en sagt að "stefnt skildi að" verðtryggingu lánsfjár. Ein lítil lagagrein fjallaði um ætlaða framkvæmd verðtryggingar. Var þar sagt að verðbæta skildi "greiðslu" lánsfjár. Var þar miðað við að afborganir lánsins hverju sinni, væru verðbættar, en það skýrist nánar hér á eftir.
Þegar verðtryggingahluti skuldabréfakerfis lánastofnana var forritaður, varð hins vegar meinleg villa í þeirri vinnu. Í stað þess að verbætur yrðu reiknaðar á hverja greiðslu afborgunar, kom reiknilíkanið þannig út að á heildarlánið voru reiknaðar verðbætur hvers mánaðar. Þetta hafði gífurlega villandi áhrif á marga þætti lánsins, svo sem vexti, verðbætur, heildarfjárhæð og endurgreiðslunnar.
Lítum á tvö dæmi, þar sem reiknað er út 10 milljóna kr. lán til 25 ára, með 5% vöxtum og jafnaðarveðbólgu á lánstímanum 12%. Annars vegar eru greiðslur reiknaðar út samkvæmt reiknivél Landsbankans, fyrir svona lán, en hins vegar farið eftir reiknilíkani, byggðu á grundvallarþætti Ólafslaga um verðtryggingu. Lítum á dæmin.
Í reiknivél Landsbankans lítur dæmið svona út. Við fyrstu afborgun, mánuði eftir að lánið var tekið, er byrja á að reikna verðbætur á allt lánið, sem var 10 milljónir. Verðbæturnar reiknast 94.888. Heildarlánið, til útreiknings afborgana, verður því kr. 10.094.888. Afborgunin reiknast kr. 33.650. vextir reiknast kr. 42.062. Mánaðargreiðslan verður því kr. 75.712.
Önnur greiðsla lítur þannig út, að þegar þú hefur dregið afborgun fyrsta mánaðar frá uppreiknaða höfuðstólnum, 10.094.888 - 33.650 = verða eftirstöðvar kr. 10.061.238. Við þá upphæð bætist verðtrygging annars lánsmánaðar, þannig að heildareftirstöðvar verða 10.156.707. Verðbætur þessa mánaðar reiknast þá kr. 95.469. Afborgun reiknast kr. 33.969. Vextir reiknast kr. 42.320. Mánaðargreiðslan verður því kr. 76.289.
Lítum nú á það sem ég kalla "réttan" útreikning, í samræmi við það sem lagt var upp með í Ólafslögum.
Fyrsta greiðsla: Heildarlán kr. 10.000.000. Afborgun kr. 33.333. Verðbætur fyrsta mánaðar kr. 333. Vextir kr. 42.000. Mánaðargreiðsla kr. 75.666.
Eftirstöðvar láns kr. 9.966.667. Afborgun annars mánaðar eru kr. 33.333. Verðbætur annars mánaðar kr. 667. Vextir kr. 41.860. Mánaðargreiðsla kr. 75.860. Eftirstöðvar kr. 9.933.334.
Lítum nú á afborgun númer 100.
Í lánakerfi bankanna reiknast afborgun 100 með þessum hætti. heildareftirstöðvar lánsins, eftir uppreiknun verðbóta mánaðarins, eru kr. 17.227.611. Verðbætur reiknast kr. 161.933. Afborgun reiknast kr. 85.710. Vextir reiknast kr. 72.102. Mánaðargreiðsla samtals kr. 157.492.
Í reiknilíkani eftir Ólafslögum reiknast afborgun nr. 100 með þessum hætti. heildareftirstöðvar láns eru kr. 6.700.033. Afborgun er kr. 33.333. Verðbætur í 100 mánuði eru kr. 33.333. Vextir eru kr. 28.140. Mánaðargreiðsla samtals kr. 94.806.
Lítum þá á greiðslu nr. 200.
Í lánakerfi bankanna reiknast afborgun 200 með þessum hætti. heildareftirstöðvar lánsins, eftir uppreiknun verðbóta mánaðarins, eru kr. 22.258.741. Verðbætur reiknast kr. 209.223. Afborgun reiknast kr. 220.384. Vextir reiknast kr. 92.745. Mánaðargreiðsla samtals kr. 313.129.
Í reiknilíkani eftir Ólafslögum reiknast afborgun nr. 200 með þessum hætti. heildareftirstöðvar láns eru kr.3.366.733. Afborgun er kr. 33.333. Verðbætur í 200 mánuði eru kr. 66.666. Vextir eru kr. 14.140. Mánaðargreiðsla samtals kr.114.139.
Lítum á á hvernig gjalddagi nr. 300 lítur út. Síðasti gjalddagi
Í lánakerfi bankanna reiknast afborgun 300 með þessum hætti. heildareftirstöðvar lánsins, eftir uppreiknun verðbóta mánaðarins, eru kr. 566.669. Verðbætur reiknast kr. 5.326. Afborgun reiknast kr. 566.669. Vextir reiknast kr. 2.361. Mánaðargreiðsla samtals kr. 569.030.
Í reiknilíkani eftir Ólafslögum reiknast afborgun nr. 300 með þessum hætti. heildareftirstöðvar láns eru kr.33.433. Afborgun er kr. 33.433. Verðbætur í 300 mánuði eru kr. 100.299. Vextir eru kr. 140. Mánaðargreiðsla samtals kr.133.872.
Heildargreiðsla samkvæmt útreikningi lánakerfis lánastofnana, vegna þessa 10 milljóna króna láns, er kr. 77.459.307. Þar af verðbætur kr. 46.740.234 og vextir kr. 20.719.073.
heildargreiðsla samkvæmt reiknilíkani eftir Ólafslögum er kr. 31.371.212. Þar af verðbætur kr. 15.050.150 og vextir kr. 6.321.063.
Eins og vonandi má sjá af þessum samanburði, skiptir það gríðarlegu máli þau mergfeldiáhrif sem það hefur að reikna verðtryggingu mánaðarlega inn í heildar höfuðstólinn. Það margfaldar bæði verðbætur og vexti, á þann hæátt sem engin rök ná yfir.
Vona að þetta skýri eitthvað það furðuverk sem verðbætur eru í lánakerfinu okkar.
Bloggfærslur 11. október 2010
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur