21.12.2010 | 21:33
Opið bréf til Ólínu Þorvarardóttur
Kæra Ólína!
Vandi fylgir vegsemd hverri, segir gamalt máltæki. Mikill sannleikur er fólginn í þessum orðum. Og þar sem þú ert fyrrverandi Skólameistari Menntaskóla, átti ég von á yfirvegaðri dómgreind og vænum skammti af þroskaðri visku frá þér, er þú tækir sæti þingmanns á Alþingi okkar.
Mér hefur stundum fundist vanta á, í framgöngu þinni sem þingmaður, að þú bærir virðuleika fyrra embætti þíns sem Skólameistari Menntaskóla, inn í þingliðið. Finnst mér bréf þitt, með ókurteisum og órökstuddum aðdróttunum að Lilju Mósesdóttur, með þvílíkum ólíkindum að ætla megi að þú sért gengin af vegi visku og dómgreindar. Rökvillur, rugl, sleggjudóma og persónuárásir, taldi ég fyrirmunað að birtast mundu í bréfi fyrrverandi Skólameistara Menntaskóla. En, líklega eru engin takmörk fyrir því hvað fólk getur látið teyma sig langt niður, til að þóknast ímynduðum hagsmunum.
Í bréfi þínu segir þú, og talar um Lilju:
"En þingmaður sem ekki er sammála meginmarkmiðum og stefnu þess stjórnarmeirihluta sem hann starfar fyrir hlýtur að þurfa að gera það uppvið sig með hverjum hann ætlar að starfa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lilja lýsir sig ósammála stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og síns eigin flokks."
Lilja hefur bæði sýnt það með framgöngu sinni á Alþingi, í ræðum á þinginu, í viðtölum og greinum í fjölmiðlum, að hún er ekki ósammála meginmarkmiðum og stefnu þess stjórnarmeirihluta sem hún starfar fyrir. Hún fylgir einna best eftir markmiðum stjórnarsáttmálans. Er það aðfinnsluvert frá hendi fv. Skólameistarans, að fylgja fram skráðum markmiðum, eftir sinni bestu sannfæringu, eins og eiðstafur þingmannsins hljóðar?
Þú segir: "Lilja lýsir sig ósammála stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og síns eigin flokks." Þarna fer fv. Skólameistarinn með fleipur. Lilja hefur aldrei lýst sig ósammála stefnu VG. Hún hefur lýst sig ósammála ýmsum aðgerðum, sem að hennar mati eru í andstöðu við eðlilega og lýðræðislega ákvarðanatöku. Sem betur fer hefur hún gert það, því þið hin, með fv. Skólameistara, hagfræðinga og lögfræðinga til ráðgjafar, hafið ítrekað gert ykkar ítrasta til að steypa þjóðarbúinu í glötun og áratuga eða ævarandi skuldafjötra. Er það dómgreindin ykkar, sem við kjósendur þessa lands eigum að hneigja okkur auðmjúk fyrir?
Og áfram heldur þú og talar um Lilju: "Sú staðreynd kallar að sjálfsögðu fram spurningar um það hvers vegna hún sé enn um borð í þessu skipi, fyrst hún er ósátt við stefnuna og aðferðirnar um borð."
Ljóst er, eins og alltaf er að koma fram, að Lilja er EKKI ósátt við þá STEFNU sem kortlögð var, er ríkisstjórnin var mynduð. Hún er hins vegar ósátt við AÐGERÐIR sem leiða til allt annarar stefnu en kortlögð var, er siglt var af stað. Það hefur ítrekað sýnt sig, að hún sér hætturnar á þeirri leið sem forsætis- og fjármálaráðherrar vilja sigla, fjarri fyrirhugaðri stefnu. Það að hún skuli enn vera um borð, og þegar búin að bjarga fjárhag þjóðarinnar að hluta (að vísu með hjálp fleiri), sýnir kannski best sérstaka ábyrgðartilfinningu hennar fyrir þjóðarbúinu, sem því miður virðist vanta hjá ykkur hinum.
Og enn ræðst þú að Lilju: "Það er ekki verið að banna henni að hafa skoðanir eða fylgja þeim eftir - það er einfaldlega verið að spyrja manneskjuna samviskuspurningar varðandi heilindi hennar við þann flokk sem hún bauð sig fram fyrir í síðustu kosningum og því samstarfi sem flokkur hennar gekk inn í við myndun ríkisstjórnarinnar, en hún virðist svo gjörsamlega ósátt við í hverju málinu af öðru."
Með þeirri virðingu sem mér er unnt, get ég ekki séð annað en þú misskiljir alvarlega hugtakið heilindi. Ég fæ ekki betur séð en þú teljir að leggja eigi eiðstaf gagnvart stjórnarskránni til hliðar, til að fylgja málum eða aðgerðum "sem hennar eigin formaður leggur til og/eða stendur fyrir." Þarna er greinilega orðið mikilvægara að elta hugdettur formannsins, en að fylgja hinni mörkuðu stefnu. Ekki verður betur séð en þú teljir að Íslandi sé stjórnað eftir Ráðstjórnar fyrirkomulagi, en ekki lýðræði.
Í næst síðustu málsgrein bréfs þíns ítrekar þú enn að Lilja megi hafa "hverja þá skoðun sem samviskan býður henni - þetta mál snýst ekkert um það. Hún greiðir að sjálfsögðu atkvæði eftir samvisku sinni í þingsal. Þó það nú væri. En hún á ekki að sigla undir fölsku flaggi ef hún er í hjarta sínu ósátt við að vera hluti af stjórnarliðinu."
Fyrrverandi Skólameistarinn á að vita það, að saka fólk um að sigla undir fölsku flaggi, er lágkúrulegur sleggjudómur, ef enginn rökstuðningur fylgir. Svo er ekki í þessu tilfelli, svo þessi framsetning er fyrst og fremst þér til minnkunar.
Síðasta málsgreinin í bréfi þínu slær þó af allan vafa um að þú skilur ekki mismuninn á lýðræðisstjórnun eða Ráðstjórnun flokks og foringjahollustu. Málsgreinin er svohljóðandi:
"Sé hún í hjarta sínu hins vegar sammála markmiðum og stefnu, þá á hún að sitja sem fastast, og aðstoða félaga sína sem vinna nú hörðum höndum, styðja þá og leggja gott til verksins. Þannig vinna góðir liðsmenn, og þannig verða liðsheildir til."
Ég verð að segja að ég er nánast orðlaus og finn til óhugnaðar, að manneskja með þína menntun og þinn bakgrunn, skulir sýna svona litla þekkingu á skyldum og ábyrgð þingmanns í okkar lýðræðissamfélagi. Af síðustu málsgrein bréfs þíns má skilja að þér finnist FYRSTA SKYLDA vera að aðstoða félaga sína, væntanlega flokksfélaga (Ráðstjórnarhugsun), því Þannig vinna góðir liðsmenn, og þannig verða liðsheildir til. (Og enn er það Ráðstjórnarahugsun).
Í ráðstjórnarhugsun, leitast einstaklingurinn við að þóknast Flokksvaldinu, í von um að hljóta umbun fyrir fylgispektina. Hann upplifir sig ekki frjálsan hugsana sinna eða orða, og þarf stöðugt að láta opinberlega í ljós að hann sé sammála formanni eða forystusveit Flokksins.
Í lýðræðishugsun er það hlutverk forystunnar að finna samhljóm allra þeirra sem þörf er á að styðji mál (meirihluta atkvæða) svo málið verði lýðræðislega samþykkt. Slík sátt verður til með viðræðum, rökræðum, tilslökunum og breytingum, þar til öllum finnist þeir eiga hlut í málinu. Þannig verður liðsheildin heilbrigð og orkan samstillt.
Oft hefur komið fram í fjölmiðlum að stjórnunarmál þjóðfélagsins séu lítið sem ekkert rædd í þingflokkum. Frumvörp þar að lútandi komi frágengin frá ráðherra og nánast til málamynda lögð fram í þingflokki sem samþykki að styðja málið. Eins og þú segir sjálf, þá leggja menn sig fram við að aðstoða félaga sína, því þannig verða liðsheildir til. Liðsheild stjórnmálaflokksins, virðist því vera mikilvægasta markmið þingmansins. Sú hugsun er Ráðstjórnarhugsun.
Það virðist greinilegt að dökk skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, enn dekkri skýrsla siðferðisnefndar Samfylkingarinnar og heitstrengingar á flokksráðfundi um stórátak í að siðvæða stjórnmálin, eigi langt í land, fyrst kona með þinn bakgrunn og þína menntun, er svo langt frá eðlilegri virðingu og kurteisi gagnvart þeim er hafa aðra skoðun en þú.
Þetta bréf er þér því fyrst og fremst til minnkunnar, en ég vil leyfa mér að vona að þú lærir af mistökunum og biðjir Lilju opinberlega afsökunar á þeim órökstuddu ávirðingum og dylgjum sem fram koma í bréfi þínu.
Með kveðju, Guðbjörn Jónsson
Bloggfærslur 21. desember 2010
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur