6.3.2010 | 11:09
Það ER mikilvægt að kjósa
Ef litið er til sögunnar, teljast þetta líklega mikilvægustu kosningar sem fram hafa farið frá lýðveldisstofnun. Af hverju skildi ég segja þetta.
Þátttakan í þessum kosningum færa stjórnvöldum skilaboð um vilja þjóðarinnar til virkara lýðræðis og vakandi aðhalds að störfum stjórnmálamanna; að þau séu ævinlega sem best í samhljómi við vilja meirihluta þjóðarinnar.
Aðalefni þessara kosninga er hvort þjóðin vilji gangast í ábyrgð fyrir ótilteknum upphæðum af skuldum einkafyrirtækis í gjaldþrotastöðu, og greiða þær samkvæmt gerðum samningi (Svavarssamning) og þeim ákvæðum sem tiltekin eru í lögunum sem kosið er um.
Ef lítil þátttaka verður í kosningunum, má reikna með að Bretar og Hollendingar túlki það sér í hag og verði lítt sveigjanlegir í endurskoðun þegar gerðra samninga.
Verði þátttakan lítil, lítill munur á milli JÁ og NEi atkvæða og óvenjulega margir sem skila auðu, mun það verða túlkað sem lítil andstaða þjóðarinnar við fyrirliggjandi samning og þau lög sem kosið er um. Það mun draga verulega úr áhuga Br. og Holl. við að endurskoða þegar gerða samninga.
Fari svo að meirihluti kjósenda segi JÁ, kemst á bindnandi ríkisábyrgð á skuld einkafyrirtækis, sem engar lagaskuldbindingar voru um að ríkissjóður bæri ábyrgð á. Í slíkri stöðu væri engin ástæða fyrir Br. og Holl. að breyta þegar gerðum samningum, þar sem lagastaðfesting er þá komin fyrir ríkisábyrgð og algjöru réttleysi okkar til að bera hönd fyrir höfuð okkar, vegna endanlegra kröfuupphæðar. Áskrift að áratuga fátæktarbasli, þar sem flestar auðlindir þjóðarinnar mundu líklega lenda í höndum erlendra aðila.
Ef kosningaþátttaka verður meiri en samanlagður atkvæðafjöldi stjórnarflokkanna, í síðustu alþingiskosninum, og umtalsverður meirihluti kjósenda svöruðu með NEI, er fram komin skýr afstaða stórs hluta þjóðarinnar, fyrir andstöðu við þá samninga (Svavarssamninginn), sem er undirstaða laganna sem kosið er um staðfestingu á.
Verði þátttakan mikil og mikill meirihluti segi NEI, er ekki kominn á neinn bindandi samningur, þar sem Br. og Holl. hafa ekki samþykkt lögin frá síðasta sumri (með öllum fyrirvörunum). Það mun einnig færa Br. og Holl. heim þau skilaboð að þjóðin láti ekki viðgangast að stjórnmálamenn hennar séu blekktir til skuldbindinga sem enginn lagagrundvöllur sé fyrir.
Slík ákveðni þjóðarinnar gæti skilað álíka árangri og landhelgisstríðið gerði.
ALLIR ÚT AÐ KJÓSA
Bloggfærslur 6. mars 2010
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur