Fallinn engill

Ósköp er þetta aumkunnarverður málflutningur af fyrrverandi átrúnaðargoði þeirra sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi. Augljóslega hefur hún afar slæma ráðgjafa, sem virðist vera skítsama um helsta fylgisfólk Jóhönnu.

Það er afar sérstakt að telja það framlag af hálfu ríksistjórnar að leyfa fólki að taka út sinn eigin séreignarsparnað, svo ríkið geti fengið skatttekjurnar af því fjármagni til að lappa uppá auma stöðu ríkissjóðs.

Hinn þátturinn er að bjóða fólki upp á ævilagnga skuldafjötra við lágmarks lífsgæði, í skiptum fyrir 7 - 10 ára þrengingar sem fylgja mundu gjaldþroti.

Það er greinilega ekki til að hjálpa fólkinu sem slíkar aðgerðir eru sviðsettar. Þar er verið að bjarga lánastofnunum, sem tvímælalaust myndu fara á hausinn aftur, ef fjöldi ofurskuldsettra heimila tækju þann valkost að fara frekar í gjaldþrot en velja ævilanga skuldafjötra.

Það er sárt fyrir jafnaðarmann til margra áratuga að horfa upp á þvílíkt úrræðaleysi og lítilsvirðingu gagnvart alþýðufólki, eins og birtist af hálfu þessarar ríkisstjórnar.

Hafi þeir skömm að sem slíku stjórna.                   


mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband