21.7.2010 | 14:26
Undarlegur ertu Ross Beaty
Ekki er mér ljóst hvort um siðblindu er að ræða hjá Ross Beaty, eða hvort þarna er á ferðinni óvenju ósvífinn fjárglæfrastarfsemi.
Ég skal strax taka fram að ég hef ekki lesið samningana sjálfa, heldur byggi álit mitt á fréttum úr fjölmiðlum, af starfsemi Magma Energy hér á landi.
Ég man ekki betur en kaup Magma á hlut í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið með þeim hætti að verulegur hluti kaupverðsins var greiddur með kúluláni, frá Orkuveitunni sjálfri, sem tryggt var með veði í hlutabréfum Magma. Ekki var bann við endursölu hlutarins í Orkuveitunni til annarra fyrirtækja og engin ákvæði um að trygging Orkuveitunnar, vegna upphaflegu sölunnar, fylgdi með yfir til hins nýja kaupanda. Staðan gæti því hæglega orðið sú að Magma seldi dótturfyrirtæki sínu hlutinn í Orkuveitunni, gegn staðgreiðslu, eða örðum tryggum greiðslum. Kannski væri hluturinn í Orkuveitunni seldur milli nokkurra aðila, áður en kúlulán Magma, vegna upphaflegu kaupanna, væri komið á gjalddaga.
Þegar kúlulán Orkuveitunnar, á hendur Magma, félli í gjalddaga, væri Magma eignalaust skúffufyrirtæki, vegna þess að löngu væri búið að selja einu verðmætu eign fyrirtækisins (hlutinn í Orkuveitunni) til annarra fyrirtækja.
Niðurstaðan yrði því sú að engin greiðsla fengist upp í kúlulán Orkuveitunnar, en hið eignalausa Magma yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Orkuveitan fengi því ekkert greitt fyrir þann eignarhlut sem þeir seldu Magma. Önnur dótturfyrirtæki Magma væru hins vegar búin að selja eignarhlutinn fram og til baka, sín á milli, og auka verðmætamat hans, og þar með arðgreiðslur og veðhæfi, um verulegar fjárhæði.
Augljóslega er verið að leika sama leikinn varðandi HS orku, ef rétt er að þar hafi verulegur hluti kaupverðs einnig verið greiddur með kúluláni, tryggðu með veði í hlutabréfum Magma.
Ég fæ ekki betur séð en við höfum safnað saman umtalsverðum fjölda óvita í fjármálum, til að taka ákvarðanir um þessar mikilvægu sölur á orkuauðlindum þjóðarinnar.
Uppskriftin er nákvæmlega sú sama og útrásarvíkingar notuðu við að sölsa til sín eignir, og forða þeim síðan frá væntanlegum kröfum seljenda (fyrri eigenda) með margföldu söluferli milli skúffufyrirtækja.
Skildi heimska stjórnmálamanna okkar ekki eiga sér nein takmörk???
![]() |
Beaty svarar Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. júlí 2010
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur