19.8.2010 | 14:43
Að hemja náttúruafl krefst skynsemi og sjálfsaga
Það er erfitt að rökræða viðkvæm mál líkt og þau sem Björgvin Björgvinsson kom inná í DV-viðtalinu. Greinilega gerði blaðamaðurinn sér ekki grein fyrir hve viðkvæmt mál hann var að meðhöndla; líklega ekki sett málið í samhengi við þróun undangenginna áratuga.
Flestir viðurkenna líklega að kynhvötin sé eitt af frumöflum mannskepnunnar. Undanfarna áratugi hafa ákveðin græðgisöfl markaðssett þessa frumhvöt mannsins með yfirgengilegri dýrkun á kynlífi, sem birt er í sögum, kvikmyndum og tímaritum í nokkuð afbrigðilegri mynd.
Samhliða þessu hefur mannskepnan látið hjá líða að rækta virðingu einstaklinganna fyrir öðru fólki; persónum þeirra og eignum, þannig að rótgróin gildi "samfélaga" hafa fjarlægst í móðu áranna, en eftir sitja misstórir hópar einstaklinga sem fyrst og fremst hugsa bara um sig sjálfa og möguleika þeirra, hvers fyrir sig, að ná til sín því sem þá langar í, þá stundina, óháð aðferðum eða afleiðingum þess fyrir þá sem á vegi þeirra verða.
Við höfum mátt horfa á mannvirðingu, bræðralag, samfélagsvitund og kærleika vera á hröðu undanhaldi hjá þjóð okkar, vegna misskilinnar hugsunar um að það sem hafi verið að gerast sé fylgifiskar og afleiðingar frelsisins. Slík viðhorf bera þess afar glögg merki hve skynsemi og ábyrgð hafa verið hér á hröðu undanhaldi.
Þegar við horfum yfir þetta svið undanfarinna áratuga, getum við spurt ýmissa spurninga. Náttúruhvöt mannsins verður ætíð hin sama, hvernig sem fólk hvers tímaskeiðs ræktar mannkostina í lífi sínu. Þeirri ræktun ræður skynsemi hvers og eins, sem getur svo að einhverju leiti stjórnast af hrósi eða fordæmingu samfélagsins, sé það fyrir hendi.
Kynhvöt karlsins byggist á veiðihvötinni. Sé mannvirðing einstaklingsins og kærleikur á lágu stigi, getur sá einstaklingur breyst í rándýr, sjái hann feng sem hann langar í þá stundina.
Konan hins vegar gengst upp í því að gera sig kvenlega;vekja eftirtekt og verða einskonar "beita" fyrir athygli frá öðrum. Ekki síst karlmönnum. Þessum áhrifum nær konan einkum fram með klæðaburði, snyrtingu og látbragði, því mannkostir virka lítið á kynlífshugsunum.
Þegar allir þessir þættir eru skoðaðir í samhengi þróunar liðinna áratuga, vekur það nokkra furðu að Stígamót, Feministar og aðrir sem vilja veg konunnar sem mestan, skuli ekki bregðast við og hvetja konur til að ganga um skemtana- og samkvæmislífið eins og jarðsprengjusvæði, meðan siðferðisvitund, mannvirðing og samfélagsvitund er á svo lágu plani sem nú er orðið hjá okkur.
Ég fyrirlít ofbeldi gagnvart konum og börnum, í hvaða mynd sem það birtist. Ég bendi hins vegar á að eðlileg umræða um þessi viðkvæmu málefni hefur ævinlega verið kæfð með upphrópunum, svo engin rökræn umræða hefur farið fram. Þrátt fyrir allar þessar umræðulausu upphrópanir, hefur ástandið stöðugt versnað; virðing fyrir konum og börnum virðist fara þverrandi, samhliða minnkandi mannvirðingu, samfélagsvitund og kærleika.
Er ekki kominn tími til að ráðast að grunni þess samfélagsvanda sem þarna er tvímælalaust stöðugt að vaxa, í stað þess að láta æsing og öfgaviðbrögð beinast að þeim sem vekja athygli á vandamálinu.
Erum við enn svo vanþroskuð að við skjótum sendiboðann, svo skúrkurinn verði ekki skaðaður?
![]() |
Segir ofstæki ráða ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 19. ágúst 2010
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur