Sjá menn bara gruggið og loftbólurnar á yfirborðinu

Það er athyglisvert að lesa viðbrögð manna við þessari frétt. Enginn virðist átta sig á hver ástæðan er fyrir þeim miklu skuldafjötrum sem OR er komið í. Skuldirnar eru ekki vegna virkjana til nota á almennum markaði. Mestu skuldirnar er til komnar vegna stóriðjudraum og stórvirkjana til sölu rafmagns til stóriðju, auk fjárfestingaævintýar og útrásardraum.

Það er afskaplega hættulegt fyrir stjórnendur OR, að ætla að keyra fram hækkanir á almennri rafmagnsnotkun til að greiða þá vitleysu sem fyrri stjórnendur fyrirtækisins settu það í.

Fyrsta skref hlýtur að vera að taka upp alla raforkusölusamninga til stórnotenda, vegna forsendubrests af völdum fjármálahruns í veröldinni. Upphaflegir samningar voru greinilega með of lágt raforkuverð, miðað við þann tilkostnað sem varð við stækkun virkjana.

Stöndum saman. Látum ekki enn einu sinni færa okkur skuldaklafana sem óábyrgir og óvandaðir stjórnendur og stjórnmaálmenn létu elítuna komast upp með að búa til. Gerum eðlilegar kröfur.  Krefjumst fyrst hækkunar á öllum raforkusölu samningum til stóriðju, áður en ljáð verður máls á því að hækka verð til almennra notenda.       


mbl.is Orkuveitan ekki greiðsluhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband