Gagnrýni þarf að vera heiðarleg

Líkt og Jón Gnarr hoppaði ekki inn í starf borgarstjóra með rekstrar- eða pólitíska- reynslu í farteskinu, sýnir Hanna Birna að, þrátt fyrir góðan vilja hennar, hoppar hún ekki út úr pólitísku þrasumhverfi, án þjálfunar.

Engin leið er að ásaka Hönnu Birnu fyrir þessi viðbrögð, því hún er það ung að hún þekkir ekki öðruvísi stjórnmálaumræður. Slíkar umræður hafa fyrst og fremst snúist um að hamra á andstæðingnum, jafnvel þó þeir erfiðleikar sem hann er að fást við, séu afleiðingar stjórnunar þess sem nú er að gagnrýna.

Þetta einkenni sést afar vel í ummælum Hönnu Birnu, í þeirri frétt sem hér er til umfjöllunar.  Hún er ósammála og hafnar þeirri leið að hækka gjaldskrár og skatta, sem nauðsynlegt er að gera þar sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leiðréttu ekki rekstrarstöðuna áður en þeir yfirgáfu stjórnunarstöðuna.

Þannig upplýsir hún þarna, að þau séu að berja á Besta flokknum með þeim vanefndum á rekstrarjafnvægi, sem þau sjálf skildu eftir sig.  Er það svona stjórnmála-umræður og viðhorf sem við viljum sjá í heiðarelgri stjórnun borgarinnar?  

Ef Sjálfstæðismenn hefðu komið heiðarlega fram og viðurkennt yfirsjón sýna varðandi viðskilnað á rekstri borgarinnar, og bent á aðrar leiðir til tekjuaukningar, svo ekki þyrfti að hækka gjaldskrár og skatta, hefði fréttin litið betur út. Þá hefði verið hægt að tala um ný pólitísk viðhorf hjá Sjálfstæðismönnum.

Við þekkjum það öll, að allir stjórnmálaflokkar beita þeirri aðferðarfræði við gagnrýni sína, að tala um málefnin sem persónuleg mistök viðkomandi andstæðings, en ekki að hagstæðara og betra hefði verið, fyrir heildina, að fara þessa eða hina leiðina, sem útskýrð væri í grófum dráttum.

Ef stjórnmálamenn breyttum vinnubrögðum sínum í slíka átt, yrði umræðan opnari, heiðarlegri og málefnalegri en við eigum að venjast í dag.                         


mbl.is Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðbrögð

Mér finnst athyglisvert að lesa viðbrögð fólks, hér á blogginu, við þeirri einlægni sem birtist í færslu borgarstjóra.  Að vísu er fólk óvant svona einlægni, því pólitískt hanaat hefur viðgengist hér svo lengi að einungis elsta fólkið man eftir einlægni og hreinskilni í opinberri umræðu.

Rétt er, sem fram kemur hjá sumum bloggurum, að Hanna Birna sýndi af sér aðra mynd en Sjálfstæðisflokkurinn er vanur að birta. Það fór vafalaust ekki fram hjá fólki hve mikil ró færðist yfir borgarmálefnin eftir að hún tók við. Auk þess virtist hún nokkuð sönn þeim hugsjónum sem hún birti í orðum. Mikilvægt er þó að átta sig á að aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins birtu ekki í orðum sínum sömu einlægni og samvinnuvilja.

Ég býst við að flestir gagnrýnendur Jóns Gnarr yrðu hikandi og jafnvel með óöryggissvip, við þær aðstæður sem Jón er að takast á við. Fólk virðist gleyma því að borgarsamfélagið er rekið eftir fyrirfram gerðri áætlun, sem samþykkt er ári fyrr. Jón og félagar eru því enn að keyra rekstrarplan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem samþykkt var í fyrra haust.

Einn bloggari gat þess að fólk lýsti sjálfu sér í skrifum sínum. Mikill sannleikur virðist fólginn í þessu, því engir bloggara við þessa frétt gátu þeirra góðu verka sem unnin hafa verið í borginni, síðan Jón og félagar tóku við. Þeir sem hafa þekkingu til gagnrýni á svona rekstrarmál, vita hve erfitt er að breyta á miðju rekstrarári. Svo eru aðrir sem gelta, án þess að vita til hvers þeir eru að því, einungis til þess að vera í hópi "mótmælenda", vegna þess að það sé svo mikið INN núna.

Mér sýnist þjóð mín vera verr á vegi stödd en ég vonaði, þegar hún ræðst á heiðarleika og hreinskilni, að því er virðist til að ekkert breytist frá þeirri spilltu framgöngur og orðræðu, sem stjórnmálamenn hafa viðhaft undanfarna áratug, með vaxandi spillingu og óheiðarleika.

Vill fólk að borgarfulltrúar Besta flokksins birti síg í sömu frösum, yfirlæti óheiðarleika, og stjórnmálamenn undanfarinna ára hafa viðhafat????                  


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband