Þegar æsingur tekur völdin, víkur skynsemin

Þó ég eigi þá ósk heitasta, að fjölmiðlafólk laði fram það réttasta í hverju máli, verð ég æ oftar fyrir verulegum vonbrigðum með þann æsing og virðingarleysi fyrir rökrænni framgöngu mála, sem birtist í orðum og gjörðum fjölmiðlafólks.

Enn eitt birtingarform þess sem hér er viðrað, má sjá í æsingnum sem nú tröllríður þjóðfélaginu vegna ráðningar Runólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Þar gengur hver fjölmiðillinn af öðrum fram með fullyrðingar sem ekki virðast eiga sér rökrænar forsendur.

Um hvað snýst málið í raun.  Ég tek það fram að ég veit ekkert um þetta mál annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum; og fjölmiðlafólk á því einnig að vita.

Málið virðist snúast um að í upphafi ársins 2008 átti nefndur Runólfur fyrirtæki, sem fékk lánafyrirgreiðslu til fjárfestinga í hlutabréfum; líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki. Lán þessi munu hafa verið tryggð með veði í hlutabréfunum sem keyt voru, líkt og algengt var á þessum tíma.

Á sama árinu 2008 (áður en bankahrunið varð), seldi nefndur Runólfur þetta fyrirtæki sitt (með lánunum og hlutabréfunum) og sneri að öðrum störfum. Gott er í þessu sambandi að minnast þess að allir helstu fræðimenn hagfræði, viðskipta og stjórnsýslu, lýstu því hátíðlega yfir er bankahrunið varð haustið 2008, að þetta hrun hefði komið þeim algjörlega í opna skjöldu.

Hvaða rök eða heimildir hefur fjölmiðlafólk fyrir því að nefndur Runólfur hafi verið að skjóta sér undan fjármálalegri ábyrgð, með því að selja fyrirtæki sitt nokkru áður en flestir fræðimenn þjóðarinnar voru farnir að búast við hruni?  Ég hef engar slíkar röksemdir heyrt; einungis æsing og órökstuddar ásakanir.

Það er nauðsynlegt að halda vöku sinni gagnvart óheiðarleika. Það hefur hins vegar lengi verið ljóst að þeir sem stýrast af spennu æsifrétta, í stað rökrænni framsetningu sannleika, gera meira en að eyðilegga möguleika þjóðarinnar til skilvirkra varna gegn óheiðarleika; þeir stórskaða andlega og líkamlega heilsu fólks sem er á ytri þolmörkum álags vegna þeirra erfiðleika sem hrunið hefur valdið.

Ef við ætlum að ná valdi á vandamálum okkar, verður fjölmiðlafólk að ganga á undan og sýna heilbrigða skynsemi og rökræna leit að sannleikanum, svo þjóðin komist út úr þeim vítahring tryllings og æsifréttaþrá, sem virðist orðið stýra verulegum hluta þjóðarinnar.

Fólk þarf að átta sig á að það, að beita ofbeldi í orðum, með ósönnum aðdróttunum, er afleiðing fíkniáhrifa andlegrar minnimáttakenndar. Slíku ástandi fylgir einatt afar lítil virðing fyrir töluðum orðum þess sjálfs, eða þeim afleiðingum sem orð þeirra geta haft á líf þeirra sem vegið er að, barna þeirra eða nákominna ættingja. Slíkir fíklar eru ekki síður hættulegir siðuðu og rökrænu samfélagi, en aðrir sem skemma andlegt úrlausnarjafnvægi sitt með inntöku ýmissa eyturefna.

Við viljum heilbrigt, réttlátt og heiðarlegt Ísland, er það ekki??              


mbl.is Vissi að Runólfur tapaði fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband