Hefur Landsdómur lögsögu gegn almennum borgurum ???

Í 1. gr. laga um Landsdóm segir svo:  "Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra."

Í því tilfelli sem hér er um rætt, fyrirhugar Alþingi að höfða má gegn fyrrverandi ráðherrum, sem nú eru almennir borgarar utan þings.  Eins og 1. gr. laga um Landsdóm hljóðar, er augljóst að lögsaga hans nær einungis til að dæma í málshöfðun Alþingis gegn starfandi ráðherrum. Ef ætlað hefði verið að lögin næðu einnig til fyrrverandi ráðherra, hefði það áreiðanlega verið tekið fram í 1. gr. laganna. 

Ljóst er að Ríkissaksóknari getur ekki höfðað mál gegn starfandi ráherrum, vegna friðhelgi þeirra. Einungis Alþingi getur höfðað slíkt mál, sem þá verði dæmt fyrir Landsdómi.

Allir þeir einstaklingar sem talað er um að Alþingi ákæri, eru nú almennir borgarar og hafa því réttindi sem slíkir.  Meðal þeirra réttinda er að mál gegn þeim verði höfðað fyrir almennum dómstól (héraðsdómi). Þar njóta þeir þeirra réttinda að geta áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar og jafnvel áfrýja þeim dómi til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Öll þessi réttindi væru tekin af þessum núverandi almennu borgurum, þó þeir hafi áður gengt tímabundnu starfi ráðherra og lokið því starfi án ákæru Alþingis.

Eftir að hafa lesið lögin um Landsdóm, get ég ekki séð að Alþingi sé fært að höfða mál gegn þessum almennu borgurum, fyrir þeim Landsdómi. Í 13. gr. laga um Landsdóm segir að: 

"Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau."

Þarna er hvergi minnst á heimild Alþingis til málshöfðunar gegn "fyrrverandi ráðherrum".  Ég get því ekki betur séð en Alþingi sé á hreinum villigötum með allt þetta upphlaup, sem virðist byggt á takmarkaðri dómgreind. 

Þegar litið er til 14. gr. laga um ráðherraábyrgð kemur glögglega í ljós að Landsdómi er einungis ætlað að fjalla um ákærur gegn starfandi ráðherrum. Í 14. greininni segir svo:

Málshöfðun eftir lögum þessum getur eigi átt sér stað, ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina. Sök fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram. 

Þarna stendur það svart á hvítu. Alþingi hefði orðið að birta ákæru gegn þessum fyrrverandi ráðherrum áður en 6 mánuðir voru liðnir frá næstu kosningum eftir að afbrotið var framið.

Segja má að fráfarandi ráðherra beri, í 6 mánuði eftir lok embættistíma, refsiábyrgð á gjörðum sínum gagnvart Alþingi, en eftir það taki hið almenna dómskerfi við, líkt og segir í 2. málsgrein 1. greinar laganna um Ráðherraábyrgð, en þar segir svo:

Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt. 

Er virkilega svona mikill skortur á lagaþekkingu meðal allra lögfræðinganna á Alþingi ??????????  

 


mbl.is „Pólitískt ákæruvald mjög varhugavert"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru gerð mistök við frágang niðurfellingar ????

Álíka tilfelli og þarna er fjallað um, komu upp í upphafi greiðsluaðlögunar og óformlegra nauðasamninga, þegar ég byrjaði þetta ferli fyrir um 20 árum síðan. Mér sýnist að sá sem stýrði greiðsluaðlögum skuuldara, í þessu dæmi, hafi ekki gengið eftir því hjá SPRON að fá staðfestingu þeirra á að skuldabréfið væri að fullu uppgreitt.

Slík staðfesting gerist ekki að sjálfu sér. Það þarf að ganga eftir að kröfueigandi gefi svona yfirlýsingu út. Fyrr hefur hann ekki viðurkennt lögformlega að krafan sé að fullu greidd. Og, einungis með því að geta framvísað slíkum pappír hjá sýslumani, er embættinu heimilt að fella niður veðbandaskráningu.

Ég hef óljósan grun um að þó nokkuð sé af ófrágengnum niðurfellingum; hvað varðar að kröfueigandi gefi út pappír um fullnaðaruppgjör kröfunnar. Hafi slíkur pappír ekki verið gefinn út, er engin trygging fyrir því að krafan verði ekki endurvakin, sjái kröfueigandi sér möguleika á að rukka hana inn.

Vönduð vinnubrögð í skuldauppgjörsmálum eru afar mikilvæg ef málin eiga til frambúðar að vera út úr heiminum.             


mbl.is Ekki í anda laganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband