Kannski ekki sérhæfð, EN mikilvæg

Ég er kannski ekki endilega sammála því að starfið hennar Jussnam sé sérhæft, í skilningi laganna. En ég er ekki heldur á því að þarna sé nýr aðili að sækja um nýtt atvinnuleyfi hér á landi.

Atvinnuveitandinn er sá sami og verið hefur; virðist vilja hafa hana áfram í starfi og börnum á frístundaheimilinu virðist þykja vænt um hnana. Einu forsendubreytingarnar varðandi starfsleyfi hennar virðast vera þær, að Jussnam er að slíta hjónabandi við Íslending sem hún var gift.

Spurningin er því sú. Var atvinnuleyfið veitt manninum sem hún var gift, fyrir eiginkonu sína?? Einhvern veginn virðist eins og Jusnam sé ekki sjálfstæð og ábyrg persóna í því atvinnuleyfi sem hún hafði.  Er þá kannski hægt að líta svo á, að með giftingunni hafi hún verið svipt sjálfstæði og sjálfsforræði og verið seld undir þrælkunarvald eignmannsins?  Er hugsanlegt að svona mannréttindabrot séu framin á grundvelli íslenskra laga? Sem beinínis kveði á um svona vinnubrögð?

Kveði Íslensk lög á um þrælkunarvald eiginmanna á eiginkonum sínum af erlendum uppruna, eins og hér virðist vera, ætti það beinlínis að vera skylda þingmanna að bregðast hratt við og afnema svona vanvirðu úr lagasafni okkar.               


mbl.is Starf Jussanam er sérhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband