27.1.2011 | 18:02
Opið bréf til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþings
Ég er afskaplega undrandi yfir ákvörðun Hæstaréttar varðandi kosningar til stjórnlagaþings. Í ákvörðun réttarins er sagt að niðurstaðan komi vegna kæru þriggja manna til Hæstaréttar, vegna framangreindra kosninga. Sagt er að kærur þessar byggist á 15. gr. laga nr. 90/2010, um stjórnlagaþing.
Í þriðju málsgrein á 1. bls. Ákvörðunar Hæstaréttar, er eftirfarandi niðurstaða réttarins: (Leturbreyting G.J.)
"Mál kærenda voru sameinuð með ákvörðun Hæstaréttar 6. janúar 2011 þar sem þau lúta öll að almennri framkvæmd kosninganna og varða ekki sérstaka hagsmuni þeirra að lögum."
Í 15. gr. laga um stjórnlagaþing, er hvergi nefnd heimild til beinnar kæru til Hæstaréttar, út af öðru en því er varði kjörgengisskilyrði tiltekins frambjóðanda. Orðrétt segir um þetta í 15. gr. laga um stjórnlagaþing:
"Ef kjósandi telur fulltrúa á stjórnlagaþingi skorta kjörgengisskilyrði, framboð hans hafi ekki uppfyllt skilyrði laga eða kjör hans sé af öðrum ástæðum ólögmætt, getur hann kært kosningu hans til Hæstaréttar sem sker úr um gildi hennar. "
Eins og þarna kemur fram, er Hæstarétti einungis falið að fjalla um kjörgengi tiltekinna fulltrúa á stjórnlagaþingi. Engar heimildir eru til þess í lögunum, að Hæstiréttur fjalli beint, án undangengis dóms eða úrskurðar héraðsdóms, um sjálf lögin um stjórnlagaþing, eða framkvæmdina að öðru leiti en varðar framangreint kjörgengi.
Á nokkrum stöðum í lögunum um stjórnlagaþing, er vísað til laga um kosningar til Alþingis, eftir því sem við geti átt. Í 2. málsgrein 15. gr. laga um stjórnlagaþing, er vísað til tiltekinna greina og lagakafla, í lögum um kosningar til Alþingis, sem gildi hafi í lögum um stjórnlagaþing. Þar er vísað til eftirfarandi lagagreina og lagakafla í lögum um Kosningar til Alþingis.
114 gr. í kaflanum - Kosningum frestað og uppkosningar.
XIX. kafli, sem ber heitið - Skýrslur Hagstofu.
XX. kafli, sem ber heitið - Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll.
XXIV. kafli, sem ber heitið - Kostnaður.
XXV. kafli, sem ber heitið - Refsiákvæði.
Rétt er að geta þess að í lögum nr. 90/2010 um stjórnlagaþing, í lagakaflanum Kærur og fleira, eru einungis 15. gr. og 15.gr. a. Í hvorugri þessara greina eru nefnd frekari ákvæði, en að framan greinir, sem kæra megi beint til Hæstaréttar.
Í lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, er kaflinn Kosningakærur, nr. XXI, með lagagreinunum 118. og 119. Þessi kafli eða þessar greinar, eru ekki nefndar á nafn í kaflanum um Kærur og fleira í lögum um stjórnlagaþing.
Í 118. grein er fjallað um kjörgengi. Sá sem kæra vill vegna kjörgengis, beini kæru sinni til Dómsmálaráðherra (nú Innanríkisráðherra), sem láti hinum kærða aðila í té afrit af kæru, auk þess sem ráðherrann leggi kæruna fyrir Alþingi, þegar í þingbyrjun. Þessi grein kemur ekki til álita í lögum um stjórnlagaþing, þar sem kjörgengi er það eina sem heimilt er að kæra beint til Hæstaréttar, samkvæmt þeim lögum.
Í 119. grein laga um kosningar til Alþingis, er fjallað um brot á lögunum. Þar er sagt að slíkar kærur skuli fara til hlutaðeigandi lögreglustjóra, sem fari með þau að hætti sakamála.
Eins og hér hefur verið rakið, er hvergi að finna lagaheimild fyrir Hæstarétt til að taka Ákvörðun um að kosningar til stjórnlagaþings hafi verið ógildar.
Sem kjósandi í þessum kosningum, beini ég þeim tilmælum til Hæstaréttar, að hann sýni lögum landsins þá sjálfsögðu virðingu, að draga þegar í stað til baka Ákvörðun réttarins frá 25. janúar 2011, um að kosningar til stjórnlagaþings séu ógildar.
Virðingarfyllst
Reykjavík 27. janúar 2011
Guðbjörn Jónsson
![]() |
Útsend kjörbréf teljast ógild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. janúar 2011
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur