30.1.2011 | 13:19
Er hræðslu að verða vart hjá LÍÚ ???
Af þeirri frétt sem hér er til grundvallar verður vart annað séð en ótta sé farið að gæta hjá forystu LÍÚ. Allt í einu virðast þeir eins og auðsveipir þjónar, sem nánast engar kröfur geri aðrar en fá að veiða. Þykjast nú aldrei hafa efast um forræði íslenska ríkisins á fiskveiðiauðlindinni og rétt ríkisins til að setja reglur um stjórn fiskveiða. Hins vegar sé það náttúrlega ljóst frá þeirra hendi að: Á sama hátt eiga íslenskar útgerðir stjórnarskrárvarinn rétt til afnota að aflahlutdeild sinni. Hvernig réttur sem hvergi er tilgreindur í lögum, getur verið stjórnarskrárvarinn, hafa þeir aldrei geta skýrt.
Enn fremur segja þeir að: "LÍÚ bendir á að stjórn fiskveiða skipti þá sem byggi afkomu sína á sjávarútvegi með beinum og óbeinum hætti og íslenskt samfélag allt miklu." Ekki tók LÍÚ það nærri sér, þegar þeir sjálfir voru að ná veiðiheimildunum undir sig, þó þeir rústuðu afkomu fleiri þúsund heimila. Þá voru útvegsmanna ekki að hugsa um afkomu þeirra sem eingöngu, eða að miklu leiti, höfðu byggt afkomu sína af veiðum og vinnslu sjávarafurða.
Augljósasta dæmið um undirgefni og sáttavilja LÍÚ má greina á eftirfarandi: "LÍÚ hefur nú beðið í rúma 4 mánuði eftir fundi með forsætis-, fjármála- og sjávarútvegs-ráðherra til að vinna að útfærslu samningaleiðarinnar." Ölum er ljóst að svonefnd "samningaleið" er runnin undar rifjum LÍÚ. Afar mikil amndstaða er meðal þjóðarinnar með þá leið, líkt og með núverandi fyrirkomulag. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi enga ákvörðun tekið um að fara þá leið við fiskveiðistjórnun, segjast þeir nú hafa "beðið í rúma 4 mánuði eftir fundi með forsætis-, fjármála- og sjávarútvegs-ráðherra til að vinna að útfærslu samningaleiðarinnar."
Þegar grant er skoðað, má glögglega sjá að enginn sáttatónn er í forystu LÍÚ varðandi fiskveiðistjórnun. Þeir virðast hins vegar nokkuð hissa á að fyrirmælum þeirra sé ekki hlýtt án óþarfa tafa, að þeirra mati. Augljóst er að jábræðraher þeirra er kominn af stað, því úr mörgum áttum er nú vegið að sjávarútvegsráðherranum, sem gegnir ekki fyrirmælum þeirra. Og það sem verra er, það virðist eins og einhver óþekktarlýður sé að reyna að koma í veg fyrir sameiginlegt atvinnuvegaráðneyti verði að verileika, og losi þá þannig við óhlýðinn ráðherra.
En hvernig væri að LÍÚ stæði nú fyrir því að þeir útvegsmenn sem selt hafa aflaheimildir á undanförnum árum, skili nú virðisaukaskattinum af þeirri sölu til ríkisins, svo létta megi á niðurskurði í heilbrigðis-, mennta-, og velferðarmálum. Þarna á ríkissjóður umtalsverðar útistandandi skattgreiðslur, sem full þörf er á að innheimta. Ekki liggur lengur neinn vafi á að virðisaukaskatt á að greiða af seldum aflaheimildum. Fyrir því er nú til staðfest uppgjör þar sem virðisaukaskattur af keyptum aflaheimildum var endurgreiddur.
![]() |
Forsætisráðherra og ASÍ fara með rangt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. janúar 2011
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur