17.12.2011 | 11:19
Málshöfðunin á hendur Geir Haarde
Frá upphafi hef ég verið dálítið hissa á því þekkingarleysi á stjórnarráði Íslands, sem fram kom í störfum Alþingi í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis varðandi bankahrunið.
Þegar lögin um stjórnarráð Íslands eru skoðuð, má þar sjá að HVERGI er gert ráð fyrir að forsætisráðherra taki fram fyrir hendur annarra ráðherra í sínum málaflokkum. Og eins og segir í fyrstu grein laganna um stjórnarráð Íslands: "Ráðherrar fara með og bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, hver á sínu málefnasviði." Eins og þarna kemur fram er það ófrávíkjanlegt að ráðherrar bera ábyrgð á sínu sviði.
Það svið efnahagslífs þjóðarinnar sem hrundi haustið 2008, var fjármálakerfið, þ. e. bankakerfið og Seðlabanki landsins. Fagráðherra fjármálakerfisins er viðskiptaráðherra og lögin um stjórnarráð Íslands gera ekki ráð fyrir öðrum heimildum til að taka fram fyrir hendur hans, en frá þeim aðila sem hann sækir umboð sitt til, þ. e. Alþingis. Hafi Alþingi einhverjar athugasemdir við fagstjórnun ráðherra, verður það að koma fram í þingsal svo það verði bókað.
Sá ráðherra sem augljóslega átti mestan þátt í hruninu, var því viðskiptaráðherra. Síðustu 18 mánuði fyrir hrun, skipaði Samfylkingin mann í embætti viðskiptaráðherra. Á þessum 18 mánuðum nánast tvöfölduðust erlendar skuldir þjóðarinnar. Segja má að það einstaka tímabil hafi verið ein samfelld helreið til glötunar, sem gat á engan hátt endað öðru vísi en með hruni fjármálakerfis þjóðarinnar.
Eins og að framan er getið, átti Geir Haarde enga stjórnskipaða leið til að takast á við ranga fagstjórnun viðskiptaráðherra, fyrst Alþingi gerði engar athugasemdir. Menn virðast auðveldlega gleyma því að ráðherrar starfa í umboði Alþingis svo það er Alþingi sjálft sem hefur eftirlitsskylduna.
Þó ekki sé kafað dýpra í þessi mál en hér hefur verið gert, vekur það umtalsverða furðu að Alþingi, sem sjálft bar skyldu eftirlitsaðila, skuli ásaka Geir Haarde fyrir brot á embættisskyldum, en ekki ásaka þann fagráðherra sem beinlínis er ábyrgur gagnvart Alþingi fyrir þeirri skuldasöfnun sem varð á síðustu 18 mánuðum fyrir hrun, sem beinlínis olli hruni fjármálakerfisins okkar.
Það er meira en sorglegt að sá stjórnmálaflokkur sem ber pólitíska ábyrgð, gagnvart Alþingi, á viðskiptaráðherra síðustu 18 mánuðina fyrir hrun, leggja höfuðáherslu á að koma ábyrgðinni af herðum eigin flokksmanns og Samfylkingarinnar sjálfrar, yfir á herðar aðila sem ekki hafði stjórnskipulega heimild til beinna afskipta af ákvörðunum viðskiptaráðherra, fyrst Alþingi gerði engar athugasemdir við störf hans.
Það lítur því þannig út að Samfylkingin beiti þingstyrk sínum og aðstöðu, til þess að sakfella mann sem ekki hafði lagaheimild til afskipta af viðskiptaráðherra, fyrst Alþingi gerði engar athugasemdir. Það er því í raun fyrrverandi meirihluti Alþingis, þ. e. Sjálfstæðismenn og Samfylking, sem bera höfuðábyrgð á að ekki var gripið til aðgerða í tíma, en einnig ber stjórnarandstaðan mikla ábyrgð, því hún lét ekki bóka harða gagnrýni á störf viðskiptaráðherrans á síðustu 18 mánuðum fyrir hrun.
Það er dálítið merkilegt að ætlast til þess að Geir Haarde gengi fram með gagnrýni á samráðherra sinn, þegar enginn þingmaður og ekkert stjórnmálaafl á Alþingi hafði sett fram neina gagnrýni á störf viðskiptaráðherrans. Til að geta vikið ráðherranum frá völdum, með atbeina Frseta, hefði Geir orðið að hafa alvarlegar ásakanir á stöf viðskiptaráðherra úr ræðustól Alþingis. Engu slíku er til að dreifa. Niðurstaðan er því sú að Samfylkngin kýs að bjarga æru mannsins sem hún ber ábyrgð á, en fórna í hans stað manni sem Alþingi hafði ekki fært neinn rétt til að skipta sér af störfum viðskiptaráðherra.
Mikið drengskaparbragð, eða þannig.
Bloggfærslur 17. desember 2011
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur