20.8.2011 | 17:50
Er NÚVIRÐING raunsæ nálgun??
Eitt af leikföngum reiknimeistara nútímans, er að "núvirða" alla skapaða hluti. Ef áætlanir um framtíðina eru ekki "núvirtar", er bara hreint ekkert að marka þær, að mati þessara reiknimeistara.
En hver er hugsunin á bakvið núvirðingu. Undirstaða allrar núvirðingar gengur út frá því að ekki sé hægt að reka þjóðfélagið á þeim tekjum sem þjóðin muni hafa úr að spila hverju sinni á komandi árum. Því sé óhjákvæmilegt að kostnaður verði meiri en tekjur, sem þýðir að um tap er að ræða á rekstri samfélagsins. Þetta tap verður að brúa með lækkun gengis krónunnar, eða erlendri lántöku. Báðar leiðir ávísun á ófarir, líkt og við þekkjum nú.
Það einkennilega við núvirðingu er að þar er ákveðið að kostnaður fylgi ekki sama ferli lækkunar og gerist með rýrnun krónunnar. Er það nokkuð skrítið, þar sem kostnaðurinn er væntanlega greiddur með krónunum.
Það einkennilega við hugsanagang þeirra sem aðhyllast núvirðingu, er að þeir tala t. d. um "pattaralegar" nútímakrónur og "pínulitlar" krónur eftir 40 ár. Þessi hugsunarháttur einblínir á afgerandi tap á rekstri þjóðfélags okkar. Menn gefa sér þá forsendu að öðrum þjóðum gangi betur en okkur og þær vörur sem við þurfum að flytja inn muni hækka í verði. Þess vegna munum við þurfa mikið fleiri "pínulitar" krónur til að borga fyrir þessar vörur. Þeir gefa sér sem sagt að þær hækkanir sem við munum fá fyrir okkar afurðir, dugi ekki til að halda uppi verðgildi krónunnar. Því muni hún í tímans rás minnka og verða pínu lítil.
Mig undrar mest þá hugarfarslegu uppgjöf sem greinilega skín út úr þráhyggju þeirra reiknimeistara sem stöðugt búa til líkön um núvirðingu allra mögulegra hluta. Þessi árátta hefur einkennt þjóðfélag okkar undanfarinn áratug og mikill fjöldi núvirðinga litið dagsins ljós. Bæði sem spá um framtíðarhagnað fyrirtækja og fjármálastofnana, sem og framkvæmdakostnað sem, sem þurfi að greiða á næstu árum.
Skemmst er frá að segja, að ENGIN þessara núvirðinga hefur staðist samanburð við raunveruleikann, að því sem ég best veit. Það er því ósköp skiljanlegt, þegar einn helsti kennari núvirðingar, Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, segist hafa kennt núvirðingu í 12 ár, með ótrúlega litlum árangri.
Ég hefði haldið að það þyrfti ekki svona langan tíma og ekki svona almennt hrakfarir þeirra núvirðinga sem gerðar hafa verið, til þess að menn áttuðu sig á því að engin leið er að spá um framvindu tekju- eða kostnaðarliða, eða atburðarás sem ekki er innan áhrifasvæðis þess sem spána gerir. Sá sem sífellt lemur hausnum við þann stein, að núvirðing sé vagga réttrar niðurstöðu, er annað hvort óvenju þrjóskur, eða hefur hagsmuni að verja, sem hann vill ekki gera opinbera.
Þeir einu sem fram til þessa hafa notið hagnaðar af núvirðingu, eru braskarar, fjárhættuspilarar og fjármagnseigendur. Þeir hafa tekið sér eitt mesta vald sjálftöku hagnaðar með reiknikúnstum sem hingað til hafa enga samleið átt með raunveruleikanum. Ég ætla ekki að segja hvað mér finnst um að ENN skuli þessir aðilar halda því fram að eina RÉTTA niðurstaðan um líklegar framtíðargreiðslur komi í ljós með "núvirðingu" þeirrar.
Ég velti fyrir mér hvort ástæða þess að þessir menn berja stöðugt höfðinu við þá reikniaðferð sem fram til þessa hefur reynst ófullnægjandi og röng, sé löskuð dómgreind af völdum gallaðs menntakerfis, eða áhrifaöflin séu komin frá þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta, af því að slíkum reikniaðferðum sé stöðugt haldið áfram.
Engin leið er að horfa framhjá því að einn af stærstu áhrifaþáttum að hruninu hérna, er einmitt alvarleg oftrú á raunveruleikafyrta núvirðingu.
Bloggfærslur 20. ágúst 2011
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur