13.4.2012 | 17:27
Frjálst flæði! Óraunhæft og gengur ekki upp.
Það er ljóst að hið svokallaða fjórfrelsi ESB er ekki raunhæft og getur engan veginn gengið upp í raunveruleikanum. Ekki þarf annað en horfa á það sem gerst hefur hér á undanförnum árum, til að átta sig á að í það minnsta tvö af fjórum þáttum fjórfrelsinsins eiga sér ekki raunveruleikagrunn í neinu sjálfstæðu landi. Er ég þar að tala um frjálst flæði vinnuafls og fjármagns
Lítum fyrst á frjálst flæði vinnuafls. Við vitum að í löndum ESB er umtalsvert atvinnuleysi. Vaxandi samdráttur í efnahag margra landa mun óhjákvæmilega draga úr lifskjörum þeirra atvinnulausu, ekki síður en annarra þegna þessara landa. Svo gæti farið að einhver lítill hluti þess atvinnulausa fólks í þessum löndum, segjum 200 manns, ákvæði að fara til Íslands að leita sér vinnu. Ekki væri hægt að meina þessum hópi að koma til landsins og honum væri einnig heimilt að leita sér að vinnu. Segjum að 40 fengju vinnu en hinir ættu rétt á að vera hér í atvinnuleit í 3 mánuði, að mig minnir.
Þeir sem fengu vinnu, myndu skrifa um það á Facebook hvað launin væru góð hér og hve auðvelt væri að fá vinnu hérna. Þessar færslu læsu c.a. ein milljón atvinnulauss fólks í ESB löndunum. Sumir hugsa sér til hreyfings en aðrir ekki. Niðurstaðan yrði sú að á stuttum tíma kæmu frá c.a. 10 ESB löndum u.þ.b. 50.000 manns í atvinnuleit. Ekki hátt hlutfall af atvinnulausu fólki í þessum löndum. Við gætum ekki neitað þessu fólki um landvist vegna þess að í EES samningnum er ákvæði um frjálst flæði vinnuafls og fólkið er allt að leita sér að vinnu. Fólkið á þann rétt að dvelja hér í tiltekinn tíma í leit að atvinnu.
Fólk sem kemur úr atvinnuleysi í ESB löndum er tæplega með mikið fjármagn meðferðis. Mestar líkur væru því á að umtalsverður hutli hópsins væri innan skamms tíma kominn á félagslegt framfæri hér á landi. Við hefðum enga möguleika á að taka við félagslegum skyldum gagnvart svona stórum hópi. Jafnvel 5.000 manns væri of mikið fyrir okkar samfélag. Við hefðum ekkert húsrými fyrir þann fjölda, auk þess sem kostnaður vegna 5.000 manns yrði c.a. 1.000 milljónir mánuði.
Dæmið sem hér var tekið er dálítið ýkt en þó alls ekki óraunhæft. Ef fréttir bærust út um að hér væri gott að lifa af atvinnuleysisbótum, gæti fólk streymt hingað í þúsundatali. Af þessu sést að frjálst flæði vinnuafls er alls ekki byggt á raunveruleika, heldur fallegt hugtak á pappír; hugtak sem engin leið væri að framfylgja miðað við þær aðstæður sem nú eru í Evrópu.
Frjálst flæði fjármagns:
Sama lögmál er einnig í sambandi við frjálst flæði fjármagns. Við höfum afar áþreifanlegt dæmi í fjármálum okkar lands. Fyrir hrun var mikið fjármagn flutt úr landi. Eftir sat svo þjóðin með alltof lítið fjármagn til að reka samfélagið. Ef ekki hefði verið lokað fyrir fjárstreymið úr landi, væri nánast ekkert fjármagn eftir í landinu til greiðslu launa og annars rekstrarkostnaðar. Samkvæmt reglum ESB á ekki að vera hægt að stöðva svona fjárstreymi en greinilega hafa hugsuðir fjórfrelsisins ekki hugsað þessi mál af neinni þekkingu á mögulegum afleiðingum svona reglna.
Kannski er enn athyglisverðara hve meðvirknin með vitleysunum í grunnreglum ESB er mikil, að enginn skuli nefna þessi stórhættulegu frelsisákvæði. Gildir það fyrir nánast hvaða ríki sem ætti í hlut. Ekkert ríki þolir að tapa miklu af heildarveltu þjóðarinnar án alvarlegra afleiðinga.
Við höfum áþreifanlegustu dæmin úr fjármálalífi þjóðar okkar. Síðustu sjö árin fyrir hrun, voru tekin erlend lán fyrir c.a. 10 þúsund milljarða í skammtímalánum. Þar af c.a. 7 þúsund milljarðar síðustu tvö árin fyrir hrun. Nánast ekkert af þessu fjármagni var notað til tekjuskapandi fjárfestinga. Meginhlutinn fór til húsbygginga sem engin þörf var fyrir. Einnig voru keypt hlutabréf í óraunhæfum þjónustufyrirtækjum og eignalausum eignarhaldsfélögum, og einnig til beinar neyslu.
Fjármagn sem notað er til að byggja hús, getur með engu móti skilað sér til baka á skemmri tíma en 25 40 árum. Það er því vitlausasta fjármálastjórnun sem hugsast getur, að endurlána til slíkra framkvæmda, 3 7 ára erlend skammtímalán. Greiða þarf hin erlendu skammtímalán með gjaldeyri, en á svo skömmum tíma 3-7 árum, verður engin aukning á gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er því hámark ábyrgðarleysis gagnvart efnahagsjafnvægi þjóðarinnar að nota gjaldeyrislán til að byggja hús sem ekki eru til gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem einnig eróvíst var að kaupendur fáist að áður en greiða þarf hið erlenda lán.
Að sjálfsögðu voru það íslensku peningarnir okkar sem notaðir voru til að byggja öll þessi hús. Lítil gagnrýni var á þetta fyrirkomulag vegna þess að fólk virtist líta á erlnda lánsféð eins og það væri hrein eign okkar, sem við þyrftum aldrei að endurgreiða. Engum datt því í hug að þörf væri á fjárfestingu í tekjuskapandi atvinnugreinum. Á fáeinum árum tvöfaldaðist þjónustuvelta þjóðfélagsins. Gjaldeyristekjur jukust þó afar lítið, en verslunar- og þjónustugeirinn óx gríðarlega.
Á þessum árum gætti enginn að því hvort þjóðin hefði í sínum fórum nægilegt fjármagn til að reka það samfélag sem við höfðum verið að byggja upp og auka um leið stöðugt við útgjaldaþætti þjóðfélagsins. Enginn hafði eftirlit með því að fjármagn þjóðarinnar væri tiltækt hér innanlands, til að greiða t. d. fyrir velferðar- og menntakerfin. Nokkrir óprúttnir aðilar notuðu sér FJÓRFRELSIÐ, og fóru með mikið magn fjármuna úr landi án þess að nokkrar heimildir væru til sem gætu stoppað þá.
Með EES samningnum gengumst við inn á frjálst flæði fjármagns. Líklega hefur enginn sem smþykkti EES samninginn hugsað út í áhrif þess ef fáeinir aðilar söfnuðu að sér veltufjármunum þjóðarinnar og flyttu þá svo úr landi til varðveislu í erlendum bönkum. Ef þeir aðilar sem fyrir þessu stóðu, hefðu ekki á sama tíma dælt inn í landið erlendu lánsfé, hefði þjóðin orðið áþreiganlega vör við þegar peningarnir fóru úr landi. Það sem eftir varð, var þegar orðið fast í óþörfum húsbyggingum sem ekki tókst að selja og munu ekki seljast á næsta áratug eða meira.
Eins og hér hefur verið sýnt fram á er afar alvarleg grundvallarskekkja í þeim meginreglum sem ESB er byggt á. Innan tíðar munu mörg ESB-lönd vakna upp við þann vonda draum að veltufjárstaða þjóðanna er ekki lengur í ríkiseign, því megnið af fjármunum álfunnar eru komið á hendur tiltölulega fárra einstaklinga, sem fyrst og fremst hugsa um að fjármagnið skili þeim sjálfum arði. Þeir hafa engan sérstakan metnað gagnvart einhverju einstöku ríki. Þeir koma fjármagni sínu fyrir í bönkum sem þeir meta trausta. Í hvaða landi þeir bankar eru, skiptir þá engu máli. Og bankastofnunum verður ekki frjálst að nota þetta fjármagn til almennra útlána, en krafist verður hárra innlánsvaxta, sem munu þýða enn hærri útlanavextir.
Þessir aðilar eru engir aular í peningamálum, þess vegna hefur þeim tekist þessi samansöfnun peninganna. Þeir vita að allir helstu bankar innan ESB eru búnir að leggja of mikið af útlánagetu sinni til að bjarga ESB frá falli. Ef einhver ESB þjóð fer í greiðsluþrot, verður ekki komist hjá Dóminó-áhrifum víða um heim. Af þessum ástæðum er ljóst að sífellt stækkandi hluti evrusjóða lenda í bankastofnunum utan evrusvæðis, því ef þeir væru innan svæðisins þegar hrunskriðan fer af stað, munu þeir sjóðir þurrkast út á svipstundu, líkt og gerðist með fjármagn þjóðar okkar þegar hrunið varð. Alvöru fjármálamenn lenda ekki í slíkum krísum. Þeir verða og eru löngu farnir með sína sjóði áður en til hruns kemur og þeir vita að það er alveg á næsta leiti.
Líklega eru það ekki margir sem leitt hafa hugann að þeim fréttum sem nokkuð hefur verið um síðustu mánuði, að mikil ásókn væri í að kaupa gull. Ásókn þessi er ekki eingöngu bundin við málminn sem slíkann. Ástæðan er einnig fólgin í því að það eru hömlur á flutningi peninga út úr ESB löndunum.
Það eru hins vegar engar álíka hindranir í sambandi við að flytja gull út úr ESB lögsögunni. Með þessu móti hefur umtalsvert magn af veltufé Evrópu verið flutt í skjól utan hættusvæðis. Máltækið segir að rotturnar forði sér frá skipum sem muni sökkva. Sama á við um peningamennina. Þeir forða sér þegar þeir finna þefinn af samdrætti og greiðsluvandræðum. Það er því ekki langt þangað til mörg lönd standa frammi fyrir sömu afleiðingum FJÓRFRELSISINS og þeim sem við erum að fást við, eftir að fjármagni þjóðarinnar var bísað úr landi, rétt fyrir hrun.
Af því sem hér hefur verið rakið má glögglega sjá að ENGINN RAUNVERULEGUR GRUNNUR ER UNDIR FJÓRFRELSINU. Með allmikilli sannfæringu má einnig segja að einn af stærstu áhrifaþáttum alþjóðahruns fjármálakerfa, eigi rót sína að rekja til fjórfrelsinsins, þ. e. einkanlega frjálsu flæði fjármagns. Það er vart til meira ábyrgðarleysi valdamanna, en að vera ekki þegar horfnir frá grundvallarþáttum í allsherjarhruni peningakerfa heimsins, sem er hið frjálsa flæði fjármagns. Það er hugtal sem ALDREI mun geta gengið upp, ekki einu sinni innan eins þjóðríkis, hvað þá ríkjasambandi tuga ólíkra efnahags hagkerfa.
13.4.2012 | 11:17
Út úr fjötrum fjármagnsins.
Nú á tímum virðast stjórnmálamenn verða ráðþrota ef þeir geta ekki fengið PENINGA til allra hluta. Það hefur verið vandlega gróðursett í hugum þessa fólks að lykillinn að allri verðmætasköpun séu peningar. Athyglisvert í ljósi þess að peningar eru AFRAKSTUR verðmætasköpunar en ekki grundvöllur hennar.
Á örfáum áratugum hefur fjármagnseigendum, með einstaklega lúmskum hætti, tekist að ná þeim tökum á alþjóðasamfélaginu að stjórnendur þjóða virðast magnþrota ef þeir geta ekki talað út frá peningum. Með einstaklega lúmskum hætti hefur stjórnmálamönnum verið talin trú um að nauðsynlegt sé að meta hverja minnst hreyfingu fólks til ákveðins peningaverðmætis, svo mögulegt sé að tekju- eða kostnaðarmeta, í ljósi hugsanlegrar skattgreiðslna. Peningaleg verðmæti sem þannig verða til úr því sem áður var ekki verðmætaskráð, færa peningaöflunum aukið vald yfir samfélaginu. En það var að sjálfsögðu alltaf þeirra markmið og ásetningur.
Með þessum hætti hefur samfélag okkar hægt en markvisst verið fjötrað í hlekki peningavaldsins. Frjó hugsun verður sjaldan til við slíkar aðstæður, því hún strandar strax á þeim vegg AÐ ÞAÐ VANTI PENINGA til að þróa hugsunina áfram til raunveruleikans. Ef menn sjá ekki fyrir sér að þeir græði peninga á hugmyndinni, er hugmyndin EINSKIS VIRÐI. Skiptir þá engu máli þó hugmyndin væri mikilvæg fyrir samfélagið, eða sérstaklega þann hluta þjóðarinnar sem ekki á peninga til að kaupa það sem af hugmyndinni skapaðist. Hugmynd er EINSKIS VIRÐI, fyrst ekki fást fyrir hana peningar.
Allar hugsanlegar krókaleiðir eru farnar til að ná peningum af fólkinu. Reynt er að hafa beina skatta sem lægsta, því undan þeim kvartar fólkið. En hins vegar eru farnar ótúlegar krókaleiðir til að ná peningum af fólkinu; jafnvel leiðir sem opinberir aðilar ættu ekki að eiga neinn aðgang að. Lítum á dæmi.
Ef ég kaupi mér íbúð sem byggð var fyrir 40 árum á lóð sem bæjarfélagið átti. Af byggingunni voru greidd lóðarleiga og gatnagerðargjöld. Árlega síðan hafa verið greidd gjöld fyrir lóðaleigu og frárennslisgjald. EN, bæjarfélagið vill líka fá FASTEIGNAGJALD. Hvers vegna? Ekki lagði bæjarfélagið annað til byggingarinnar en lóðina og frárennslið og fyrir það var greitt í upphafi og árleg leiga alla tíð. Fjármögnun byggingarinnar var að öllu leiti á höndum eigenda og skilyrðum byggingasamþykkta um útlit og ummál á lóðinni. Byggingin var að öllu leiti eign þess sem byggði. Hvernig getur bæjarfélag með eðlilegum hætti heimtað gjald af rúmmáli eignar sem það á engan eignarhlut í?
Hver er hugsunin á bak við fasteignagjaldið? Vafalaust verður strax fyrir svarið, til að borga fyrir þjónustu sem húsið fær frá bæjarfélaginu. Já, en húsið fær enga þjónustu aðra en að standa á lóðinni sem það greiðir lóðarleigu fyrir og nýtir frárennslið, sem einnig er borgað fyrir. Annað er þjónusta við íbúa hússins og fyrir þá þjónustu borga þeir með útsvarinu sínu. Enn er ekki komið í ljós fyrir hvað er verið að greiða með fasteignagjaldinu. Svar óskast.
13.4.2012 | 00:35
Formaður Lögmannafélags ámynntur um sannsögli og heiðarleika
Leturbreytingar gerði Guðbjörn. Svart letur er grein Brynjars. Blátt letur er athugasemd GJ. Þessi litur er textinn sem GJ skrifar.
11. apr. 2012 - 15:53 Brynjar Nielsson
Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og fleira skringilegt í henni veröld
Í pólitískri dægurbaráttu og umræðu vitna sumir til Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna eða nefndarmanna þeirrar stofnunar í því skyni að afla máli sínu stuðnings eða renna stoðum undir réttmæti skoðana sinna. Eru það einna helst þeir sem telja kvótakerfi í íslenskum sjávarútvegi brot á mannréttindum sínum og þeir sem telja það til mannréttindabrota hversu fáir eru sakfelldir fyrir kynferðisbrot og refsingar vægar í þeim brotaflokki. Einnig heyrist einstaka stjórnlagaráðsmaður vitna til Mannréttindanefndar SÞ í baráttu sinni fyrir því að koma pólitískum skoðunum sínum í stjórnarskrá.
En hvers konar fyrirbæri er Mannréttindanefnd SÞ? Nefndin er ekki dómstóll, sem dæmir um gildandi rétt eins og sumir virðast halda. Nei, hún er nefnd skipuð fólki sem pólitísk stjórnvöld aðildarríkjanna tilnefnir. Nefndin gefur álit á málum sem lögð eru fyrir hana og klofnar gjarnan í niðurstöðu sinni eftir stjórnmálaviðhorfum nefndarmanna eða hagsmunum þeirra stjórnvalda sem tilnefnir þá.
Þegar þess er gætt að þarna talar formaður Lögmannafélags Íslands (LÍ), fer varla á milli mála að maður spái í orð hans út frá því hver virðing formannsins er gagnvart félagi sínu og félagsmönnum. Á sínum tíma voru settar reglur hjá Sameinuðu þjóðunum um stofnun Mannréttindanefndar SÞ. Þing SÞ setti reglur um hvernig valið skildi fólk til setu í nefndinni og allir nefndarmenn hafa verið tilnefndir eftir þeirri reglu. Þessa nefnd, sem kosin er eftir fyrirmælum þings SÞ, kallar formaður LÍ fyrirbæri... hún er nefnd skipuð fólki sem pólitísk stjórnvöld aðildarríkjanna tilnefnir. Þetta lætur formaður LÍ á prent þó hann viti væntanlega mjög vel að þessi nefnd er sett saman eftir fyrirmælum frá þingi SÞ. Greinilega ekki mikil virðing fyrirsannleikanum. Og áfram heldur grein formannsins:
Álit Mannréttindanefndar SÞ hefur því ekki réttaráhrif eins og dómar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Rétt er að Álit Mannréttindanefndar SÞ er ekki dómur, það er úrskurður sem Ísland hefur undirgengist að virða og breyta í samræmi við úrskurð M-SÞ. Og áfram heldur greinin:
Við getum því alveg eins leitað til mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar til að leiðbeina okkur um mannréttindi. Og þó, því sennilega er nú um stundir hvergi minni skilningur og þekking á mannréttindum en þar á bæ.
Enn opinberar formaður LÍ virðingu sína og LÍ fyrir heiðarleikanum í málflutningi og samjöfnuði, auk þess sem hann opinberar að hann, og væntanlega LÍ líka, bera ekki mikla virðingu fyrir mannréttindaráði Reykjavíurborgar. Og enn heldur greinin áfram.
Það hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu seinni ára, að margir telja að pólitískar skoðanir sínar endurspegli mannréttindi og jafnvel vilja þjóðarinnar. Dæmi um þetta er sú krafa að allir fái að veiða fisk við strendur landsins. Sú krafa hefur auðvitað ekkert með mannréttindi að gera - ekkert frekar en að allir fái að bora eftir olíu sem það vilja.
Ef maður gengur út frá því að formaður LÍ kunni nokkur skil á stjórnarskrá landsins, getur maður ekki komist að annarri niðurstöðu en að hann segi AF ÁSETNINGI ósatt í setningunni hér á undan. Hann veit væntanlega að það heyrir undir mannréttindi að geta stundað vinnu. Og að í stjórnarskrá okkar 75. gr. er ákvæði þess efnis að öllum skuli heimilt að stunda þá vinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Það eru ekki almannahagsmunir sem krefjast þess að fólki sé meinað að draga fisk á færi á grunnslóð kringum landið. Það eru hagsmunir afar þröngs hóps stórútgerðarmanna sem eru orðnir fastir í offjárfestingu í rándýrum fiskiskipum. Þeir eru því ekki samkeppnishæfir við mini báta strandveiðiflotans, sem sannanlega gætu veitt allan þorsk sem heimilt er að veiða á Íslandsmiðum, með umtalsvert minni útgerðarkostnaði. En höldum áfram með greinina:
Það þurfa hins vegar málefnaleg sjónarmið að liggja að baki við ráðstöfun og úthlutun úr takmarkaðri auðlind.
Það liggja engar raunhæfar sannanir fyrir um að helstu nytjastofnar okkar sé takmörkuð auðlind. Til fjölda ára hefur Hafrannsóknarstofnun einungis rannsakað langt innan við 1% af gönguslóðum fisks í fiksveiðilögsögu okkar. Hafró skoðar eingöngu á svæðum sem eru undir stöðugu álagi togveiðarfæra. Hafró hefur einnig sýnt fram á að þorskurinn er ekki heimskari en svo að hann kann að forða sér, en hann getur líka mætt í mat á réttum tíma og á réttum stað. Það skýrir að mestu hve lítið Hafró fær af þorski í togararallinu, þó allt í kring og upp undir fjöru í flestum fjörðum, sé allt fullt af þorski; mikið meira en menn hafa séð áður. Það er því algjörlega orökstutt að auðlindin sé takmörkuð. En höldum áfram með greinina:
Veiðireynsla var að sjálfsögðu málefnalegt sjónarmið við úthlutun í kvótakerfinu, þegar því var komið á fót upphaflega.
Hægt er síðan að deila um hvort leggja hefði átt önnur málefnaleg sjónarmið til grundvallar. Þá má vissulega deila um réttlæti og sanngirni í þessum málaflokki sem öðrum og hvaða fyrirkomulag eigi að hafa við nýtingu auðlindarinnar yfirleitt. Það sem skiptir mestu máli við mat á fyrirkomulagi fiskveiða eru hagsmunir (hagnaður) samfélagsins en ekki réttur allra til veiða eða önnur heimatilbúin sanngirnisrök sem reynt er að klæða í búning mannréttinda.
Þarna er afar sérkennileg röksemdafærsla hjá formanni LÍ. Það sem honum finnst skipta máli, við stjórn fiskveiða, er fyrirkomulag fiskveiða, að hagsmunir felist í hagnaði samfélagsins en ekki réttur allra til veiða. Það er nú svo augljóst að mestu hagsmunir samfélagsins felast í því að sem flestir fái að róa til fiskjar. Það skapar fleiri aðilum störf fyrir minni kostnað og fjárfestingu og skilar fullt eins góðum afurðum, og jafnvel stundum betri en frá togurunum. Einhverjir segja áreiðanlega að formaður LÍ hafa skotið sjálfan sig í fótinn með þessari framsetningu. En áfram með greinina:
Það er eins og að menn hafi alveg gleymt því, að þegar kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á, lauk tíma frjálsrar sóknar á Íslandsmiðum.
Þetta er ekki rétt. Fyrstu árin var hluti flotans á sóknarmarki og var því frjálst að koma með allan fisk að landi sem þeir gátu veitt.
Allar þessar tilvísanir í pólitískar mannréttindanefndir og ráð í hugmyndafræðilegri baráttu eru til þess fallnar að rugla almenning í ríminu. Svo mikið að hinar eiginlegu og klassísku mannréttindareglur stjórnarskrárinnar um eignarréttinn, friðhelgi einkalífsins, tjáningarfrelsið, atvinnufrelsið og að sakaðir menn skulu taldir saklausir uns sekt er sönnuð eru að verða merkingarlausar og látnar víkja fyrir óskýrum og illa skilgreindum almannahagsmunum, sem eru í raun ekki annað en mat hins pólitíska meirihluta hverju sinni.
Þarna hoppar formaður LÍ úr vanaðri lögfræðilegri umfjöllun, niður á plan slúðurberans, sem rökstyður með engu staðhæfingar sínar. Hann nefnir engin dæmi um eignarréttinn, friðhelgi einkalífsins, tjáningarfrelsið, atvinnufrelsið og að sakaðir menn skulu taldir saklausir uns sekt er sönnuð. Svona sleggjudómar eru ekki sæmandi formanni LÍ, eða neinum sómakærum manni. En höldum áfram með greinina:
Af því leiðir að mörgum finnst í lagi að svipta menn eignum sínum eða þá að setja þak á eignarréttinn til að búa til réttlátara samfélag,
Þarna er eins og fyrr. Engin útskýring á hvað vísað er til. Mwenn búa ekki til réttlátara samfélag, með órökstuddum fullyrðingum eða sleggjudómum. En áfram með greinina:
skerða friðhelgi einkalífsins til að koma í veg fyrir að einhverjir óyndismenn geti verið saman á mótorhjólum íklæddir leðurjökkum, skerða atvinnufrelsi fólks sem vill vinna við að hátta sig eða sofa hjá og loka saklausa menn í fangelsi til að tryggja að einhverjir sekir gangi ekki lausir. Og það skrítnasta við allan þennan furðulega pólitíska málatilbúnað er að fjölmargir talsmenn hans telja hann bæði fagleganË® og fræðileganË®.
Ég er orðinn svo undrandi á þessari grein formanns LÍ, að ég ætla að nota sama niðurlagið og hann, einungis með örlítilli breytingu og segja:
Og það skrítnasta við allan þennan furðulega ruglingslega málatilbúnað er ef stjórn og félagsfólk LÍ telja hann bæði fagleganË® og fræðileganË® og samboðinn forystumanni þeirra. Þá bera þeir ekki mikla virðingu fyrir sjálfum sér og félagi þeirra, Lögmannafélagi Íslands.
Bloggfærslur 13. apríl 2012
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur