Er alþjóðasamfélagið samkvæmt sjálfu sér ???

 Fyrir nokkrum árum vildu íbúar Kósovó héraðs ekki tilheyra Serbíu, heldur stofna sjálfstætt ríki, vegna þess að mikill meirihuti íbúa héraðsins væru kósóvar en ekki serbar. Þegar kósóvskir íbúarnir héraðsins samþykktu í allsherjar atkvæðagreiðslu að svæði þeirra í Serbíu skildi framvegis vera sjálfstætt ríki og heita Kósovó, fannst alþjóðasamfélaginu sjálfsagt að meirihluti íbúana réði því hvaða landi þeir tilheyrðu. Og Serbum var hótað efnahagsþvingunum og hervaldi ef þeir virtu ekki þennan vilja meirhluta íbúa héraðsins.

Síðan gerist það nú fyrir skömmu að íbúar Krímskaga í Úkraínu, sem flestir eru Rússar, ákveða í allsherjar atkvæðagreiðlsu að þeir vilji tilheyra Rússlandi en ekki Úkraínu, eins og þeim var úthlutað við fall Sovétríkjanna.  Þá gerist það hins vegar að alþjóðasamfélagið telur alls ekki rétt að íbúar svæðisins eigi að ráða neinu um það hvaða landi, ríki eða þjóð þeir tilheyri. Og þeir skuli sko gjöra svo vel að vera ánægðir með að vera lokaðir frá heimalandi sínu, Rússlandi. Og fallist Rússland á að tala við þessum löndum sínum, verði það beitt efnahagsþvingunum og útilokað frá samstarfi þjóða.
 
Af því sem að framan er skráð, virðist ekki vera nein vissa fyrir viðbrögðum alþjóðasamfélagsins þó meirihlutavilji íbúa svæðis liggi skýr og greinilegur fyrir. Alþjóðasamfélagið, sem áður hafði tekið afstöðu út frá tilteknum hagsmunum, eins og þeim að meirihuti íbúa afmarkaðs héraðs eigi að ráð hvaða landi, ríki eða þjóð þeir tilhreyri, kúvendir nú alveg í 180 gráður.  Að því er nú virðist ljóst, virðist alþjóðasamfélagið algjörlega andvígt fyrri stefnu sinni, um að meirihlutavilji íbúa skuli ráða.  Af núverandi viðbrögðum virðist það aðallega aðhyllast óskilyrta og ófyrirsjáanlega hentistefnu. Spurnignin er hins vegar hvort slík stefna sé hentum til eflingar heimsfriði?  Ég dreg það svolítið í efa.

Bloggfærslur 23. mars 2014

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband