Þjóðin í átökum við eigin ríkisstjórn

Það hefur vakið athygli mína hve þjóðkjörnir fulltrúar okkar (þjóðarinnar), er ófúsir að hlusta á sterkan vilja þeirra sem hinir kjörnu fulltrúar eiga að vera að vinna fyrir. Á örfáum árum hafa tveir af stærstu stjórnmaálflokkum landsins reynt að keyra, með ógnarvaldi, í gegnum Alþingi lagasetningu sem andstæð reyndist vilja meirihluta þjóðarinnar.

Við þessa staðreynd er ekki óeðlilegt að leiða hugann að virku sjálfstæði hinna kjörnu >fulltrúa< þjóðarinnar, sem sæti taka á Alþingi, til að móta samstöðu meðal þjóðarinnar um lög og reglur sem þjóðin muni lifa eftir.

Stöðugildið >fulltrúi< felst í því að viðkomandi er talsmaður þeirra er fá honum titilinn í hendur. Þannig er kjörinn þingmaður >fulltrúi< einhvers tiltekins hóps kjósenda, sem kusu hann til þingsetu. Út frá hinu lýðræðislega hlutverki >fulltrúa<, ber honum fyrst og fremst að hlusta eftir vilja þeirra sem hann er fulltrúi fyrir, og minnast þess ætíð að hann er ekki í þessari stöðu og starfi sem sjálfstæður einyrki, heldur >fulltrúi< tiltekins hóps þjóðarinnar.

Þessari einföldu grundvallarstaðreynd virðast flestir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar vera búnir að gleyma. Reyndin virðist orðin sú að stjórnmálaflokkar telja sig hærra setta í valdapíramíta lýðveldisins en þjóðina (lýðinn), sem í raun er æðsta vald lýðveldisins samkvæmt stjórnarskrá þess, sem staðfest er af u. þ. b. 90% kosningabærra manna, á þeim tíma sem hún var staðfest.

Þetta er alvarleg afvegaleiðing lýðstjórnunar, sem í raun er grunnþáttur stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins. Í því plaggi er stjórnmálaflokka, stöðu þeirra eða valds, hvergi getið. Þignmenn hafa því enga stjórnskipulega skyldu gagnvart stjórnmálaflokki, sem slíkum, en bera skyldu til að lúta skírum vilja yfirboðara sinna, sem eru kjósendur þess kjördæmis sem kaups þá sem fulltrúa sína á Alþingi Íslendinga.

Þegar við (þjóðin) stöndum nú í annað skipti á einum áratug í þeim sporum að hafa þurft að virkja neyðarvald stjórnarakrár okkar, til að stöðva framgöngu >fulltrúa< okkar, í málum sem okkur fannst sérlega óásættanleg, teldi ég vert að endurvekja þá grundvallarskyldu hins þjóðkjörna þingfulltrúa, ef það mætti verða til þess að við þyrftum ekki innan fárra ára að lenda í álíka átökum við eigin þingfulltrúa og gerst hafa í tvígang á einum áratug.

Í því fjármálahruni sem yfir þjóðina gekk á síðasta ársfjórðungi ársins 2008, hlýtur það að líta undarlega út, gagnvart öðrum siðuðum þjóðum, að æðsta vald lýðveldisins skuli þurfa að standa í hörðum deilum við þingfulltrúa sína, um aðferðir og leiðir til lausnar þeim vanda sem þingfulltrúar skópu sjálfir, með andvara- eða þekkingarleysi sínu, í fulltrúastörfum sínum við stjórn þjóðfélagsins.

Þetta finnst mér vera djúpstæðustu vandmál okkar tíma. Túlkunardeiluna við Breta og Hollendinga um það hver greiðsluskylda þjóðarinnar er, verður ekki leyst annars staðar en fyrir til þess bærum dómstólum, fyrst svo mikill meiningarmunur er á túlkun þeirra laga sem þar að lúta. Engin leið er fyrir þjóð okkar, sem sjálfstæða og siðmenntaða þjóð, að lúta í auðmýkt einhliða túlkun Breta og Hollendinga á réttarstöðu okkar, sem þeir hvorki geta fært lagaheimildir fyrir, eða þora að leggja í úrskurðarvald til þess bærs dómstóls.  

Framganga þeirra sýnir einungis yfirgangsfrekju og valdhroka, líkum þeim sem Hitler beitti þá sjálfa í síðari heimsstyrjöldinni. Þá vildi þeir ekki lúta þeim vinnubrögðum sem þeir beita nú sjáfir. Hví skildum við þá ferkar lúta slíkri hrokabrjálsemi frá þeim?       

 

                


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu. Góð grein.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.1.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er hvergi veila í þessari hvössu skilgreiningu þinni Guðbjörn.

Manni kemur ekkert annað í hug en það sem gömlu og lífsreyndu konurnar sögði á minum æskuárum þegar ógæfufólk bar á góma.

"Þessu aumingja fólki er auðvitað ekki sjálfrátt!"

Og það var hluttekning í rómnum.

Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Árni og gleðilegt ár.  Takk fyrir þessi ummæli. Það hefur verið sagt að oft sé það gott sem gamlir kveða.  Þeir hafa líka yfirleitt næmni til að geta látið hluttekningu í ljós með hljómi raddar.

Guðbjörn Jónsson, 5.1.2010 kl. 16:46

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð grein Guðbjörn, flokksræðið er ekki að virka þegar ég var á þingpöllum þann 30 des allan tíman meðan hroðin gekk yfir varð ég fyrir áhrifum og reyndist mér erfitt að halda hægri hönd í réttri stöðu hún reis líkt og Hitler sjálfur væri þarna á ferð. Valdhroki er rétta orðið yfir þessari fjórflokksstefnu sem hér hefur verið rekin, nú er tími breytinga og uppstokkunar niður með flokksræðið þjóðstjórn fyrst svo við getum endurskipulagt stjórnkerfið.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband