Afar athyglisverð frétt

Athyglisvert, ef rétt er: - að norrænu ríkin séu ekki lengur fjárráða, heldur hafi fært Bretum og Hollendingu forræðisvald yfir meðferð þeirra á fjármunum sínum. Hvaða ógnarvald hafa Bretar og Hollendingar á norrænu ríkjunum? En slíkt vald má lesa út úr þessum ummælum  Iikka Kajaste, yfirmanns í finnska fjármálaráðuneytinu.  Ber okkur þá að líta svo á að norrænu ríkin séu ekki lengur fjár síns ráðandi?  Hvaða ákvarðanir eru þá norrænu ríkistjórninrar færar um að taka, án samráðs við Breta og Hollendinga?

Þýðir þetta þá að hið norræna samstarf sé ekki lengur fyrir hendi?

Þetta þarf greinilega frekari útskýringa við og kemur verulega á óvart ef rétt reynist.                     


mbl.is Mun væntanlega fresta norrænum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er aumt að vera upp á aðra komin - nú kemur í ljós hverjir eru vinir okkar og hverjir ekki í raun - svo er líka álitamál hvort gáfulegt sé að fá endalaust lánað og hafa jafnvel milljarða á neikvæðum vöxtum í New York undir því yfirskini að styðja þurfi við krónuna. Enginn gjaldþrota maður hefur grætt á að fá endalaus lán. Það væri forvitnilegt hvort ekki væri hægt að skera töluvert meira niður í stjórnkerfinu og ráðast þá ekki fyrst á sjúkrahús og menntakerfi. Ég er bjartsýnni í dag en í gær  Svo getur vel verið að Breta og Hollendingar samþykki fyrirvarana okkar til að komast hjá milliríkjadeilu.

Eva Sól (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Benedikta E

Mjög athyglisvert sjónarhorn hjá þér Guðbjörn - sem ber að halda á lofti og ræða frekar - það virkar eins og Skandinavísku löndin séu ekki fjárráða - hvað er það sem veldur ?

Benedikta E, 5.1.2010 kl. 15:29

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru til ákvæði í Stjórnarskrá EU að meðan Meðlima-Ríki á í útistöðum við þriðja-aðila þá styðji önnur ríki þvingunaraðgerðir eða í versta falli haldi að sér höndum. Þetta má finna m.a. í kaflanum um efnahagshryðjuverka ógn. Allt er þetta leynilegt meðan meintur ógnvaldur er að bæta ráð sitt.

Þarna er nú gert ráð fyrir að þriðji aðili sé fremur einkaframtak innan Ríkis og eiga þvingunaraðgerðir ekki að bitna á íbúum þess ríkis, það er takmarkast við ógnvaldinn umrædda.

Norðurlöndin eru öll beinir eða óbeinir Meðlimir EU. Norðmenn geta ekki stutt ríkistjórnir sem vernda efnahagshryðjuverkamenn, skil ég það vel. 

Þessi andi EU laganna skýrir hlutina fyrir mér.

Júlíus Björnsson, 5.1.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Júlíus og gleðilegt ár.  Ef þessi skilgreining þín er rétt, þá er ansi lítið eftir af jákvæðri stöðu EES samningsins.

Sé það svo, er eins gott fyrir okkur að fá það sem fyrst á hreint. Við höfum alveg getu til sjálfstæðis, bæði efnahagslega og stjórnmálalega, sé raunveruleikinn sá að Evrópa sameinist í fjárkúgun sem Bretar og Hollendingar treysta sér ekki til að láta dómstóla úrskurða um.

Ég hef aldrei vitað til þess að nokkur aðili sigri í átökum sem skelfur af hræðslu vegna fjarlægrar hótunar þeirra sem ekki vilja fara að alþjóðalögum um lausn ágreiningsmála.  Ég sé ekki heldur fyrir mér að íslenska þjóðin verði undirgefin við kúgara sína nú, frekar en áður var. 

Guðbjörn Jónsson, 5.1.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband