5.1.2010 | 20:56
Hverra er ábyrgðin á stöðunni ???
Núverandi stjórnvöld voru í fylkingarbrjósti fyrir kröfunni um að forsetinn vísaði Fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar. Núverandi stjórnvöld vissu að þáverandi u. þ. b. 10% atkvæðisbærra manna sendu áskorun til forseta, um að hafna staðfestingu laganna. Forsetinn varð við þessari áskorun og virkjaði í fyrsta skipti ákvæði 26. gr. stjórnarskrár, um vald forseta til að vísa umdeildu lagafrumvarpi til staðfestignar þjóðarinnar.
Alla þessa þætti vissu núverandi stjórnvöld. Þau vissu einnig að þjóðin var mjög andvíg einhliða túlkun Breta og Hollendinga á hver sú upphæð væri sem íslenska þjóðinni bæri greiðsluskyldu á. Krafa þjóðarinnar var allan tímann að íslensk stjórnvöld héldu stíft fram kröfunni um að viðurkenndur dómstóll eða fjölþjóðlegur gerðadómur, felldu úrskurð um hver greiðsluskylda íslensku þjóðarinnar væri.
Þrátt fyrir alla þessa vissu og þrátt fyrir að vita að forsetinn gæti ekki annað en hafnað þessum nýju lögum staðfestingar, hélt ríkisstjórnin áfram keyrslu málsins í gegnum Alþingi, gegn vilja meirihluta þjóðarinnar, eins og fram kom í endurteknum skoðanakönnunum.
Allar þessar forsendur hefðu átt að segja heilbrigt hugsandi fólki, að það væri á villigötu, sem væri lokaður botnlangi, án útgönguleiðar. Í ljósi allra þessara forsendna kemur ríkisstjórnin fyrir líkt og óþekkur krakki, sem stöðvaður er í ótugtarskap sem búið er að segja honum að geti ekki endað á annan veg en illa.
Er það þá forsetanum að kenna þó meira en tvöfallt stærra hlutfalla kosningabærra manna skori á hann nú, um að vísa þessum lögum til þjóðarinnar?
Er ríkisstjórnin alveg saklaus, þrátt fyrir að hafa í marga mánuði vitað að hún væri að vinna gagnstætt meirihlutavilja þjóðarinnar?
Er virkilega enginn vilji hjá stjórnvöldum að halda uppi réttlátum málstað þjóðarinnar? Við hvað er fólkið eiginlega hrætt?
Íslendingar í vondum málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
1.Ég kaus núverandi stjórn til að koma skútunni af strandstað.
=Núverandi ríkisstjórn hefur meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.
(Er þjóðin búin að gleyma hamaganginum sem þurfti, til að koma fyrrv.ríkisstjórn frá??????)
2.Er synjun forsetans ekki vantrausts-yfirlýsing á sitjandi ríkisstjórn????????
3.Skildi forsetinn treysta sér til að setja saman aðra ríkisstjórn???????
4.Hvaða fólk vil hann sjá fara til Bretlands til að semja upp á nýtt?
Jón Þórhalls (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.