Á ekki atvinnulífið á Ísalndi að vera sjálfbært ???

Ég hélt að það væri mikilvægast að atvinnulíf þjóðarinnar væri sjálfbært, þyrft ekki erlenda fjármögnun, nema til afmarkaðra stórra framkvæmda.

Eins og staðan er núna, og verður óhjákvæmilega næstu misserin, mun ekki fást meira rekstrar- eða framkvæmdafjármagn, sem lánsfé til Íslendinga. Það eigum við að þakka langtíma fjármálaóstjórn, í boði Sjálfstæðisflokksins.

Reyndar  naut hann aðstoðar Samfylkingarinnar, undir lokin. Hún aðstoðaði við að tvöfalda erlendar skuldir þjóðarinnar, sem voru um 7.000 milljarðar þegar Samfylkingin kom á landsstjórninni en voru um 14.000 milljarðar, rúmu ári síðar, er hrunið varð.

Við verðum að sýna erlendum fjármagnseigendum skilning, þó þeir séu tortryggnir út í stjórnmálaflokk sem bar stjórnmálalega ábyrgð á tvöföldun erlendra skulda þjóðarinnar. Skulda sem fyrir voru þó orðnar of miklar, þegar sami flokkur situr nú í forsæti ríkisstjórnar landsins.

Heldur fólk virkilega að það séu tómir kjánar sem eiga peningana í útlöndum ???                        


mbl.is „Gríðarleg óvissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hluti af skuldunum er vegna samþættingar ákvæða regluverksins. Mér datt í hug að Utanríkisþjónustan ætti að vera gervi kostnaður til skera niður í aðildarviðræðum við EU.

Júlíus Björnsson, 6.1.2010 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband