Hótanir - líkt og óþroskuð dekurbörn

Ég horfði á Kastljósið í gærkvöldi og var nokkuð skemmt yfir vanþroskaðri framgöngu framkvæmdastjóra LÍÚ. Ekki kemur mér heldur á óvart að Verðandi, í Eyjum, taki undir með hótanir LÍÚ forystunnar; þar virðist vera traust bakland heimtufrekjunnar sem LÍÚ forystan drífur áfram.

Það er raunar ekkert nýtt að hlusta á svona ferkju frá forystu LÍÚ.  Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef óskað eftir, meðal annars við framkvæmdastjóra LÍÚ, að hann sendi mér afrit af þeim lögum sem heimila svonefndum "rétthöfum aflaheimilda" ótvíræðan forgang við úthlutun aflaheimilda. Enn hefur enginn geta framvísað þessum lögum, því þau eru ekki til.

Af þessu leiðir að aldrei hafa verið til neinar lagaheimildir fyrir því sem kallað hefur verið "varanlegar aflaheimildir", sem menn hafa verið að selja sín á milli, án allra lagaheimilda. Réttarstaða kaupenda aflaheimilda er því hin sama og þeirra sem kaupa þýfi eða annað sem seljandinn hafði ekki lögformlegan eignarrétt yfir. Því er hægt að svipta þá verðmætinu án fyrirvara eða bótaskyldu. Kaupendur aflaheimilda eiga hins vegar bótarétt á hendur þeim er seldu þeim aflaheimildir, því engar lagaheimildir eru fyrir því að "selja" megi þessar heimildir, þó heimilt sé að "framselja" (afhenda án gjalds), frá úthlutunaraðila til annars skips.

Sem fyrrum umsjónamaður afurða- og rekstrarlána hjá banka, finnst mér nokkuð broslegt að hlusta á hótanir LÍÚ forystunnar um að sigla flotanum í land, ef hreyft verði við úthlutunarreglum aflaheimilda. Þessu ráða þeir að sjálfsögðu ekki; ekki frekar en þeim sé heimilt að selja aflaheimildir frá skipi, hafi það verið veðsett fyrir hærri fjárhæð en tryggingaverð þess er. (Það sem í daglegu tali er kallað að kvótinn hafi verið veðsettur). Í þeim tilvikum sem hér er vikið að, er það hinn raunverulegi eigandi skipsins (lánastofnunin), sem hefur endanlegt vald um það hvort skipið heldur áfram veiðum eða siglir til lands.

Hinn þátturinn er sá, sem við höfum að undanförnu orðið vitni að, því að Alþingi getur brugðist hratt við, sé þjóðarahgsmunum ógnað. Það þyrfti því ekki að taka marga daga að samþykkja lög á Alþingi sem heimiluðu ríkissjóði eignaupptöku á einhverjum af skipum þeirra útgerða sem í land silgdu, á verðgrunni tryggingaverðs skipanna.

Yrði niðurstaðan sú, væru miklar líkur á að bankarnir riðuðu aftur til falls, því enn er ekki komið á jafnvægi vegna uppgjörs og afskrifta erlendra lána gömlu bankanna. Í ljósi þessarar áhættu, myndi líklega engin lánastofnun ljá máls á því að styðja áform forystu LÍÚ um að sigla flotanum í land.

Fyrirsjáanlegt er að skuldsettustu útgerðirnar muni ekki ráða við afborgnir lána sinna, þegar "kvótaleigutekjurnar" hafa verið teknar af þeim. Þessum mönnum er því alveg óhætt að fara að losa sig við hrokann og yfirganginn, því það er líka komið að skuldadögum hjá þeim, líkt og útrásarvíkingunum.                


mbl.is Sammála að sigla flotanum í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband