Hugsunarháttur LÍÚ er hvorki nýr né óþekktur.

Sá hugsunarháttur sem birtist í framgöngu framkvæmdastjóra LÍÚ hefur í aldanna rás verið talinn mann-fjandsamlegur, því hann byggir á því að sölsa undir sig auðlindir annarra, til þess að geta sjálfir drotnað yfir í umhverfi sínu.

Þannig pískuðu landeigiendur þræla sína til forna. Síðan tóku við óðalseigendur, sem arðrændu landseta sína. Þá tók við tími kaupmanna, sem seldu vörur dýru verði en keyptu afurðir bænda á lágu verði.

Nútíminn býður upp á stórtækari arðrán.  Þar fara fremstir í flokki hópar sem sölsa undir sig auðlindir þjóða, sem þeir nýta fyrst og fremst í eigin þágu í stað þess að auðlindin efli efnahagslíf og velsæld meðal þjóðarinnar.

Í þennan flokk falla hugsuðir og forystusveit LÍÚ, með einræðisherrum afríkuríkja. Ásamt öðrum þeim aðilum sem stunda arðrán af samlöndum sínum, sem og öðrum þjóðum, þegar þeim gefst tækifæri til.

Hugsunarháttur LÍÚ leynir sér ekki. Í hjarta sínu finnur maður þessa siðblindu þeirra, en þar fyrir utan er hún áþreifanlega tölulega staðfest, svo ekki verður um deilt.

Er það ekki partur af NÝJA ÍSLANDI að losa þjóðina úr hlekkjum þessara hugarfarslega skemmdu hokagikkja ????????                 


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig stendur á því að ráðamenn taka undir að kvótin komist í erlenda eigu í gegnum veðheimildir í bönkum, neita eignarhaldi á kvóta en leyfa veðsetningu.

Finnbjörn Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Finnbjörn.  Takk fyrir innlitið.   Í raunveruleikanum er það nú ekki þannig að kvótinn sé veðsettur.  Lánastofnanir hafa hins vegar lánað hærri fjárhæðir, gegn veði í skipum, en sem nemur tryggingaverðmæti þeirra. Á móti svona láni, umfram tryggingaverð skipa, hafa lánastofnanir látið útgerðir skrifa undir yfirlýsingu, þess efnis að aflaheimildir hinna veðsettu skipa, verði ekki seldar frá skipinu án þeirra samþykkis. Þessari yfirlýsingu er svo þinglýst á viðkomandi skip, sem veldur m. a. þeim misskilningi að kvótinn sé veðsettur.  Markmiðið með þessari yfirlýsingu er, að verði aflaheimildir þessara skipa seldar, með samþykki lánastofnunar, geti lánastofnunin tekið greiðsluna til lækkunar lánsins.

Ég hef hins vegar nokkuð sterkar grunsemdir um að einhverjar lánastofnair okkar hafi sett þessa lánasamninga sína, sem eru hærri en tryggingaverð skipa, til tryggingar erlendra lána. Í einu tilfelli hef ég fengið það skriflega staðfest. Þess er hins vegar að gæta, að leysi þessir erlendu bankar til sín slíka lánasamninga, fá þeir einungis skipið, en ekki aflaheimildirnar. Engir erlendir aðilar mega vera eigendur skipa sem fá úthlutað aflaheimildum í landhelgi okkar.

Lánastofgnanir hafa hins vegar haldið því stíft að fjölmiðlum að "kvótinn" sé veðsettur. Þetta er rangt, því til þess að hægt væri að veðsetja kvóta, þyrfti Alþingi að gefa út varanlegt afsal, en slíkt hefur aldrei verið gert.  Þetta tal um veðsetningu kvóta er því kænskubragð, til að forða lánastofnunum frá gagnrýni vegna lána til útgerða, langt umfram eiginfjárstöðu þeirra.  Aflaheimildirnar eru ekki í neinni hættu vegna þessara viðskipta.   

Guðbjörn Jónsson, 17.1.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband