18.1.2010 | 18:07
Þá þurfa þeir greinilega að skera niður útgjöldin
Ég hélt að flestum væri orðið ljóst hin mikla útþensla þjóðfélagsins var fjármögnuð með erlendum lánum, en ekki með okkar eigin fé. Ég hélt einnig að flestum væri orðið ljóst að erlendar skuldir okkar eru, nú þegar, orðnar það miklar að við fáu ekki meira lánsfé, til að halda við þeirri útþennslu sem orðið hafði undanfarinn áratug, eða svo.
Af þessum ástæðum kemur einkennilega flatt uppá mig að heyra svona kvartanir úr þessari átt. Ég hélt að margir væru í erfiðari fjárhagsstöðu en vélstjórar og málmtæknimenn.
Hvað ætli við, eldri borgarar, og öryrkjar megum segja? Við megum ekki einu sinni fá smá lottóvinning, án þess að það skerði hundrað þúsund kallinn sem við þurfum að lifa af.
Ég fékk t. d. 802 þúsund króna uppsafnaða greiðslu frá lífeyrissjóðum á síðasta ári. Vegna þeirrar greiðslu vill Tryggingastofnun fá endurgreitt frá mér, vegna ofgreidds lífeyris, kr. 825 þúsund. Ég þarf því að borga með greiðslunni frá lífeyrissjóðunum.
Kannski þið (vélstjóra og málmtæknimenn) viljið kaupa námskeið af eldri borgurum, um hvernig á að lifa spart??????
Ef reiknað er með að við, eldri borgarar og öryrkjar, framfleitum okkur á þeim greiðslum sem við fáum, hljótið þig að geta fundið leið til þess að lifa af ykkar greiðslum.
Gangi ykkur vel.
Telja launin ekki duga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
GDP per capita 1990 til 2007 samkvæmt USA tölfræði stofnun heimild Wikipedia, var um 5,4% ári á Íslandi, 5,8% í UK. Mat IMF byggir m.a. á fullvissu um afleiðingar "endurreisnar" gerir ráð fyrir að 2014 verði það 50% í Danmörku. Það segir líka að fasteignverð verði 50% lægra. Goodwilli [nútíma höfuðstóll] enginn.
Þetta virðast Íslenskir alls ekki skilja hvað merkir. 50 minnst niðurskurður á velferðakerfinu.
Almennur innanlands laun og tekjukostnaður er mjög góður í ljósi auðlindagnægta.Óþarfi að halda áfram að eyða honum í eintóman útflutnings vaxtakostnað sem sannanlega hefur átt sér stað meira og meir allan tíma sem þjóðartekjur á haus stóðu í stað miðað við EU.
Það segir líka að gengið var falsað og er nú rétt.
Júlíus Björnsson, 18.1.2010 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.