Undarleg viðbrögð Árna og Sævars

Aukning skötuselskvóta þýðir auknar tekjur fyrir skipstjórnarmenn og almenna sjómenn.  Ég skil því ekki þau viðbrögð sem Árni og Sævar láta í ljós, vegna aukins kvóta í skötusel.  Það á ekki að skipta neinu máli fyrir þá, hver veiðir hinn umrædda kvóta, heldur einungis að kvótinn verði sem mestur, til tekjuauka fyrir félagsmenn þeirra.

Það er merkilegt að fylgjast með þessari Revíu útvegsmanna, vegna skötuselsins. Þeir láta eins og himin og jörð séu að farast vegna 2.000 tonna af skötusel á tveimur árum. Það muni rústa trúverðugleika þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum. Þeir höfðu hins vegar engar áhyggjur af þesum sama trúverðugleika þegar margir tugir þúsunda tonna af kolmunna og makríl voru veidd af íslenskum skipum, utan kvóta, og umfram það sem fiksifræðingar höfðu ráðlagt að veitt væri úr stofnunum.

Andstaða LÍÚ snýst heldur ekki um skötuselinn sem slíkan. Andstaðan snýst um aðferðina við að úthluta honum.  Með því að stjórnvöld leigi sjálf út aflaheimildirnar, kemur um leið ákveðið verðgildi á leigt þorskígildiskíló.  Verðið sem sagt er að verði leiguverð skötuselsins virðist verða u.þ.b. 25% af söluverði á fiskmarkaði. Verði sú rauni á, verður LÍÚ klíkan að lækka leiguverð á þeim aflaheimildum sem þeir leigja frá sér, að sambærilegu marki, því annað mundi kalla á málaferli og jafnvel sviptingu á úthlutunkvóta til þeirra.

Hinn þátturinn sem LÍÚ klíkan hræðist, er að þessi regla með skötuselinn, að stjórnvöld leigi sjálf út allar viðbótarheimildir rjúfi ólöglega einokun þeirra á aflaheimildunum. Þar sem þeir hafa engar lagaheimildir fyrir því að þeir einir eigi að njóta úthlutunar aflaheimilda, hafa þeir heldur engin haldbær rök til að verjast því að stjórnvöld fari þá leið.

Eina færa leið þeirra er röksemdalaus frekja og yfirgangur. Í þeim ham er þeim alveg sama hvernig afleiðingar slíks koma niður á þjóðarheildinni. Stærstu útgerðirnar hafa haft nokkra milljarða í hreinar tekjur á ári, bara af leigu aflaheimilda. Ef þessar tekjur verða teknar af þeim hrynur spilaborg þeirra. Það gæti verið nauðsynlegur lokaáfangi hreinsunar eftir fjárglæfraævintýri undangengis áratugar, þannig að auðlindir þjóðarinnar færu aftur að nýtast þjóðinni sjálfri til uppbyggingar velferðar og efnahagslegs sjálfstæðis.

Í ljósi alls þessa er það Árna Bjarnasyni, formanni Farmanna- og fiksimannasambandsins og Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómannasambandsins, til alvarlegrar smánar, hvernig þeir bregðast við opnun fyrir aukningu aflaheimilda. Hagsmunir félagsmanna þeirra snúast ekki um það hver fái peninga fyrir aflaheimildirnar, heldur að aflaheimildirnar séu nýttar.                


mbl.is „Nefndarmenn eru hafðir að fíflum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Algjörlega sammála,  þetta er nákvæmlega svona.

Bjarni Kjartansson, 24.3.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá þér - þótt þessi nefnd sé að vinna að heildarsamræmingu og í "samvinnu" við stjórnvöld þá er enginn kominn til með að segja að stjórnvöld geti ekki sett hinar og þessar reglur og hin og þessi lög án samráðs við "samstarfsaðilana" í nefndinni.

Ef það sem stjórnin gerir stangast á við heildarsamræminguna þá er það í lagi - stjórnin sagði það -

Ef skyndiákvarðanir stangast á við vinnureglur sem í gildi eru - þá er það í lagi - stjórnin sagði það.

Einhverjir nefndarmenn eiga ekkert að tjá sig - hagsmunaaðilar eiga að þegja -stjórnin sagði það.

Husgsandi skynsamt fólk sem kann skipulega vinnu á að halda sér saman -             stjórnin sagði það.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.3.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband