Athyglisvert þegar fólk krefst þeirra mannréttinda sem það fótum treður sjálf

Manni finnst hálf kynlegt þegar árásarliðið, sem réðst inn á Alþingi með ofbeldi og líkamsmeiðingum á starfsfólki þingsins, kvartar yfir að það njóti ekki FULLRA  mannréttinda. Slíkt getur vart flokkast undir annað en verulegan dómgreindsrbrest og  veruleikafyrringu.

Ég fylltist verulegri sorg þegar ég sá  þann fjölda fólks, sem tilbúinn var að ógna réttarríki okkar með yfirgangi, hrópum og kjánalegum yfirlýsingum, þegar taka átti fyrir málið gegn hinu ákærða innrásarfólki. Sorglegast af öllu fannst mér að sjá í þessum hópi starfandi prest í þjóðkirjunni, sem lagði blessun sína yfir ofbeldi þessa fólks og fannst óréttlátt að það væri sótt til saka fyrir árásina.

Ef ég hefði ekki hlustað á það sjálfur, hefði ég sagt það ósatt að Ragnar Aðalsteinsson hefði haft svo rangan skilning á mannréttindum, eins og fram kom í máli hans í viðtali við fréttafólk. Slík rangtúlkun á mikilvægustu réttindum ALLRA, ekki bara sakborninganna níu, er ekki afsakanleg með lögskipan sem verjandi ákærðra. Það vill svo til að það fólk sem þessir ákærðu aðilar réðust gegn, og yfirbuguðu með ofbeldi, eiga líka þennan rétt. 

Meginstoð lýðræðis okkar er Alþingi. Þegar stjórnlaus ofbeldishópur ræðst inn í undirstöðustofnun lýðræðisins, er ekki bara það starfsfólk í hættu sem ráðist er gegn. Það er sjálf undirstaða lýðræðis okkar.  Segjum svo að þetta fólk hefði ekki verið ákært. Síðar hefði komið annar hópur sem hreinlega hefði yfirtekið þingið og varnað því starfsemi. Hvað þá????  Í stjórnarskrá okkar setndur skýrum stöfum að ALLIR SKULI VERA  JAFNIR FYRIR LÖGHUNUM.  Ef þessum hópi hefði verið sleppt við ákæru. Hvaða rétt hefði þá ákæruvaldið til að ákæra aðra hópa sem ráðst mundu á Alþingi????????

Mér finnst óumræðilega sárt að horfa upp á þann fjölda sem virðist með svo brenglaða dómgreind, eins og fram kemur fylgendum þess ofbeldishóps, sem nú sætir ákæru fyrir innrás á meginstoð lýðræðis okkar, sjálft Alþingi.

Ég bið GUÐ að leiða þetta villuráfandi fólk aftur á leið skynseminnar, ekki síst hinn starfandi prest, sem varði ofbeldið. 

 


mbl.is Þinghald verði opið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: Eins og mælt af vörum mínum, hvernig þjóðfélag er þetta fólk að biðja um, er svona mikil hnignun í heilbrygðri skinsemi það sem koma skal, það eru óhugarleg teikn á lofti víða, siðgæðisbrestur þeirra sem fóru með þjóðfélagið á slig virðist vera algengari og útbreiddari en margur hefði haldið, sú röksemd að aðrir gerðu þetta? eða allir voru að?-svindla, falsa= Stela, skelfilegt að lesa um þessa hluti, og skynja afneitunina sem birtist svo í viðtölum við allt þetta fólk, það þarf að verða vakning, og menn þurfa að játa, það að brjóta lög einisinni er nógu slæmt, að þræta svo fyrir þegar upp kemst er sorglegt....

Magnús Jónsson, 13.5.2010 kl. 23:18

2 identicon

Zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz...

Eða nei annars, Guðbjörn og Magnús, voru þið tveir í þinghúsinu þennan umrædda dag? 

Ef ekki, viljið þið þá ekki bara sleppa því að halda fram öllum þessum fullyrðingum um atburðina sem áttu sér stað?  

Magnús Þór (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:20

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús Þór: þú gætir hugsanlega uppfrætt þjóðina á því hvers vegna,þetta friðelskandi og löghlýðna fólk þurfti að mæta.........

Magnús Jónsson, 14.5.2010 kl. 01:44

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús ég átti að sjálfsögðu við að ákðæruatriðinn yrðu upptalin í smáatriðum , þú skilur það er það ekki ?

Magnús Jónsson, 14.5.2010 kl. 01:47

5 identicon

Magnús Jónsson: Hvar hefurðu verið undanfarið, fyrst þú getur ekki svarað þessari spurningu sjálfur?! Jahér! Að við skulum yfirleitt hafa komist úr torfkofunum og séum ekki enn undir stjórn dana, það er mér nú bara hulin ráðgáta! Íslendingar hafa lengi kysst höndin sem slær þá fastast, þrælslundin er slík...

Heiða (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:49

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Magnús Þór!    Ég var ekki í þinghúsinu þennan dag, enda hef ég tamið mér að vera víðs fjarri æsings- og ofbeldishópum, því það eina sem slíkir aðilar afreka er að valda eignaspjöllum og slysum.  Ég sé enga ástæðu til að draga nokkuð úr því sem ég sagði, enda bendir þú ekki á neinar rökvillur; hefur líklega engin rök til að styðja framgöngu ofbeldishópsins.

Sæl Heiða!   Þakka þér fyrir að upplýsa okkur um virðingarleysi þitt fyrir forfeðrum þínum og afrekum genginna kynslóða Íslendinga.  Líklega er þekking þín á þjóðfélagsmálum í réttu hlutfalli við þekkingu þína á liðnum tíma, sem skýrir vel hvers vegna engin rök er færð fram í máli þínu. Órökstuddir sleggjudómar eru ævinlega  einkenni þeirra sem litla eða enga þekkingu hafa á þeim málefnum sem þeir vilja hafa afskipti af. Af því leiðir að slíkir aðilar upplýsa best og mest um eigin fáfræði, með sínum eigin skrifum.

Sæll Magnús Jónsson, og takk fyrir innlitið.

Guðbjörn Jónsson, 14.5.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband