Undarlegur ertu Ross Beaty

Ekki er mér ljóst hvort um siðblindu er að ræða hjá Ross Beaty, eða hvort þarna er á ferðinni óvenju ósvífinn fjárglæfrastarfsemi.

Ég skal strax taka fram að ég hef ekki lesið samningana sjálfa, heldur byggi álit mitt á fréttum úr fjölmiðlum, af starfsemi Magma Energy hér á landi.

Ég man ekki betur en kaup Magma á hlut í Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið með þeim hætti að verulegur hluti kaupverðsins var greiddur með kúluláni, frá Orkuveitunni sjálfri, sem tryggt var með veði í hlutabréfum Magma. Ekki var bann við endursölu hlutarins í Orkuveitunni til annarra fyrirtækja og engin ákvæði um að trygging Orkuveitunnar, vegna upphaflegu sölunnar, fylgdi með yfir til hins nýja kaupanda.  Staðan gæti því hæglega orðið sú að Magma seldi dótturfyrirtæki sínu hlutinn í Orkuveitunni, gegn staðgreiðslu, eða örðum tryggum greiðslum. Kannski væri hluturinn í Orkuveitunni seldur milli nokkurra aðila, áður en kúlulán Magma, vegna upphaflegu kaupanna, væri komið á gjalddaga.

Þegar kúlulán Orkuveitunnar, á hendur Magma, félli í gjalddaga, væri Magma eignalaust skúffufyrirtæki, vegna þess að löngu væri búið að selja einu verðmætu eign fyrirtækisins (hlutinn í Orkuveitunni) til annarra fyrirtækja.

Niðurstaðan yrði því sú að engin greiðsla fengist upp í kúlulán Orkuveitunnar, en hið eignalausa Magma yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Orkuveitan fengi því ekkert greitt fyrir þann eignarhlut sem þeir seldu Magma.  Önnur dótturfyrirtæki Magma væru hins vegar búin að selja eignarhlutinn fram og til baka, sín á milli, og auka verðmætamat hans, og þar með arðgreiðslur og veðhæfi, um verulegar fjárhæði.

Augljóslega er verið að leika sama leikinn varðandi HS orku, ef rétt er að þar hafi verulegur hluti kaupverðs einnig verið greiddur með kúluláni, tryggðu með veði í hlutabréfum Magma. 

Ég fæ ekki betur séð en við höfum safnað saman umtalsverðum fjölda óvita í fjármálum, til að taka ákvarðanir um þessar mikilvægu sölur á orkuauðlindum þjóðarinnar.

Uppskriftin er nákvæmlega sú sama og útrásarvíkingar notuðu við að sölsa til sín eignir, og forða þeim síðan frá væntanlegum kröfum seljenda (fyrri eigenda) með margföldu söluferli milli skúffufyrirtækja. 

Skildi heimska stjórnmálamanna okkar ekki eiga sér nein takmörk???           


mbl.is Beaty svarar Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sölsa?

Sölvi (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:16

2 identicon

Það komu viðskiptamenn frá Saudi Arabíu hérna strax í byrjun hruns og hafa sést sniglast hér síðan. Frétt í DV segir frá því þeir hafi nýlega komið og skoðað fjöldamörg orkufyrirtæki. Peningar eru vald. Viljum við að landinu sé stjórnað af heimsmeisturunum í mannréttindabrotum sem drepa samkynhneigða, alla sem stunda kynlíf utan hjónabands, höggva hendurnar af þeim sem stela sér brauði til matar og fjármagna hryðjuverkastarfsemi meira en nokkuð annað land, og Islamvæða Evrópu svo fyrir afganginn. NEI TAKK! http://orkuaudlindir.is/

Æ (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:10

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við höfum ekkert lært af hruninu. Landinu er stjórnað af óvitum. Eða hvað? Er þetta sviljandi spilling eða botna ráðamenn ekkert í því hvernig heimurinn virkar?

Villi Asgeirsson, 21.7.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

PS. Setti link á færsluna inn á Fésbókina mína.

Villi Asgeirsson, 21.7.2010 kl. 21:11

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka þér frábæra færslu, ég leyfði mér eins og Villi að setja hlekk á færsluna inn á fésbókina mína. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.7.2010 kl. 00:13

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér þar að upplýsa fræðimenn á Íslandi sér í lagi Banka stjóra og Hagstjórnarfræðinga hvað negative amoritzation gengur út á. Í EU  Frakklandi og Þýskalandi er ennþá mikið strangari bókhaldslög um hvað er höfuðstóls ígildi í viðskiptatengdum geirum og alls ekki búið taka upp alla áhættuna í samt takmörkuðum negam geirum í USA og UK: veðkröfu slökun sem kallast  ný-frjálshyggja.

Hinsvegar í öllum löndum er skýr skil á almennum neytendalánageirum og þeirra sem viðskipta og rekstraðar aðilum og auðmönnum.

Þar gilda ennþá  sömu reglur um langtíma hrein eða fölsk  jafngreiðslu lán til 1.íbúðakaupa. Það er raunvirði heildarskuldar á útgáfudegi vex ekki á lánstímanum harðar en gengi neytendaverðvísis. Upphafleg heildarláns upphæð kallast aðal höfuðstóll og fastar [annutites] jafnháar með samgjarni áhættu dreifingu eru allt sér höfuðstólar.   Ef samið eru um breytilega vexti með til vöxt CPI neytendaverðvísis frá útgáfu degi til gjalddag þá gildir sú leiðrétting um greiðsluna sem búið er að reikna afborgarhlutfallið í.  

100.000. kr jafngreiðslu gjald ef verðbólga er 36% á leiðréttist því um 3.000 kr.  Hún verður verðbólga aldrei meir en 3,5% ári í USA og UK á 30 árum árum þannig að gjaldið gæti mest hækkað um  0,3% eða 300 kr.

Þetta alveg síðan negam ný frjálshyggja óð inn á neytenda lánageira um 1982 þegar ákveðið frá að skilja verðbólgu leiðréttingavexti  frá grunnvöxtum til þess að verðtryggja grunnvextina skilgreinir líka þessa grunnvaxta upphæð sem raunvaxtaupphæð samkvæmt alþjóðamælikvarða.  Þess vegna átti aldrei lífeyrisjóðum að leyfast að hafa nafni vexti [miðað við vaxtavaxta útreikninga] öruggra veðlána 1. veðréttar vegna kaupa 1. íbúðar hæri en  2%. Raunvaxta markmið má ekki vera hærra en 3,5% að lögum. Svokölluð vertrygginga aðferð hér gerir auðvelta að sanna raunveruleg raunvaxtar markmið sjóðanna út frá vöxtun að nafninu til þau eru alltaf hærri ef vaxtavaxta útreikingar  liggja til grundvallar á útgáfu degi sönnunargagnanna.

30 ára jafngreiðslu lán er algengust erlendis og jöfnu greiðslurnar af þeim eru 25/30 eru um 17%  lægri á mánuði en 25 ára jafngreiðslu lán eða 25 ára jafngreiðslurnar 20% hærri en 30 ára lánanna. 

Einu viðurkenndu aðferðir til að létta greiðslu byrði slíka lána miðað við samfélaglega stöðu lántaka er að lækkar grunnvextina [hér  raunvextina] eða fjölga gjalddögum.

Hinsvegar hlýtur það hafa verið gert í einhverjum annarlegum tilgangi að velja 25 ár, og segja svo að negam lána útreikningar myndu tryggja greiðslugetu betur.

Bankar eru ekki fasteigna sölur og öruggu verðtryggðu langtímalánin hafa aldrei verið ávöxtunar uppspretta erlendis heldur lausfjár verðtrygging sjóðsins svo sem til verðtryggja sparnað vegna þessara lána.  Grunnvextir á þessum íbúðalánum eru í London í dag 1,79% 1,99% ári þessu ofangreindu til sönnunar það jafngildir 20% til 30% raunvöxtum á 30 ára jafngreiðslu lán með tilliti til lánstíma lántakans. 

Fasteigna vextir í USA og UK liggja á bilinu 4,99% til 7,5%. Þess vegna þar eð verðbólga er undir 3,5% á 30 árum . Grunnvextir á bilinu 1,79% til 1,99%.  Mismunur þarna á milli myndast við að dýrari eignir eru meiri áhætta minna 4 sinnum minni eftirspurn eftir þeim.

Mig grunar að  sumir sem vita allt um næstu 30 ár eru í raun innherjar í ráðstjórnkerfinu hér.  Hafa ætlað sér að féfletta allan almenning hér og láta svo Brussel um afganginn.  10 árum fyrir EES lág markmið EU fyrir, bak við tjöldin, í baklandi stjórnmálmannanna.   

Án undanteknir miða þroskuð Ríki alltaf sín fram tíðarplön við 30 ára starfsævi vinnuaflans. Alatriðin sem er að gerast í dag voru plönuð 1980  og fyrr í EU.   Lýðræðið hefur alltaf tekið sinni tíma í sögu þroskuðu stofnanna ríkjanna í EU.  Þar hafa þeir áhrif sem virðing er borin fyrir.   Ísland gæti haft 100 fulltrúa og það yrði aldrei hlutað á þá í Brussel að augljósum ástæðum, hér er ekkert síu grunnmentakerfi  síðan 1972, þegar yfirstéttar innræting síðan á frá landnámi þótti of þung almennt. Um 1920 mun þjóðverjar hafa talið 80% yfir meðalgreind miðað við það sem tíðkaðist  í EU. Þar er þetta um 20% . Á heimsvísu  mælast 10% yfir meðalgreind. 20% var hámarkið í tossabekkjunum fram til 1972. Í þýska landi fara bestu nemendurnir á hraðbraut upp í Háskóla með miklu meiri daglegum námskröfum en aðrir jafnaldra þeirra. Þessir einstaklingar útskrifast líka fyrir og fá allar bestu stöðurnar. Bretar tryggja sig með rándýrum einkaskólum. Rússar þótt þeir teldust sósíalistar völdu úr næstum frá fæðingu. 

Allir vita að síu kerfi Frakka að tryggja að 10% þeirra greindustu komist upp.  Þetta má kalla vitsmuna herlið þroskuðu þjóðanna. Þar þekkja allir hefðbundin jafngreiðslu lán og láta ekki pranga inn á sig negamlánsformum.  

Verðtrygging sem miðast við rétt mældan neytendaverðvísi erlendis er lámarks verðtrygging allra lán. USA er með einn fyrir landsbyggðina 13% almennra launamanna [verðlag er alltaf lægra þar erlendis],  og annan fyrir 87% í stórborgunum   þar er mælt eftir úrtaki úr hópi neytenda með fastlauntekjur ekki yfirmanna segjum með laun á bilinu 2.500.000 til 5.000.000 á ári.

Íslenska neyslu vístalan mælir heildarneyslu þannig að þegar elíta bruðlaði í sínu góðæri fékk 70% þjóðar að láta sér nægja lán og drasl.   Negam lánin í Sjávarútveg mun hafa verið liður í að kaup aðila út úr greininni eins og Brussel gerir ráð fyrir að hér sé hagrætt til að ná fiskverðum niður í framtíðinni.   Samfó er á kafi í ólöglegri nýfrjálshyggju hefur ekki greind til að skilja það greinilega frekar en VG.

Lið á mínu aldri var gróf skipt niður í bekki um 6 ára aldur miðað mið áætlað grein og leirétt svo einstöku sinnum með að færa upp og niður bekk.  Þannig ég  með gott minni þekki marga fávita miðað við yfirgreinda þjálfað námsmenn.

Greindast fólkið  er að vinna í verksmiðjum það sem er ekki komið á eftir laun. Greind er skilningur, greind er ekki nauðsynleg til að ljósmynda í skammtíma minni sem er hæfileiki sem má þjálfa.  Við skiljum í sundur og greinum á milli með samburði. Greind er sköpunarmáttur ekki eftiröpun, Copy og paste.

Júlíus Björnsson, 22.7.2010 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband