24.7.2010 | 11:08
Dómurinn ein af stærstu mistökum réttarkerfisins
Svokallaður "vaxtadómur", sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 23. júlí 2010, var á margan hátt mjög gallaður.
Í fyrsta lagi ber að líta til þess að eiginmaður dómarans, mun vera vinur sækjandans og reka þeir saman lögfræðistofu að Lágmúla 7 í Reykjavík. Ótrúlegt verður að teljast að sjónarmið og rök sækjandans hafi ekki náð eyrum dómarans, eftir öðrum leiðum en hefðbundnum málflutningsleiðum. Við slíkar aðstæður má telja útilokað að dómarinn hafi komið að málinu með opna og ólitaða hugsun.
Í öðru lagi er hvergi í dómnum að finna haldbæra framsetningu fyrir því að ákvarðanir samningsins um vaxtakjör, sem lánveitandinn ákvað, hafi orðið fyrir forsendubresti. Hafi svo orðið, er ekkert vikið að því hver beri ábyrgð á þeirri framvindu.
Í þriðja lagi virðist dómarinn ekki gera sér grein fyrir eðlismun verðtryggingar höfuðstólsfjárhæðar annars vegar, og vaxtagreiðslum af höfuðstól hins vegar.
Verðtrygging er eingöngu til að viðhalda raunvirði höfuðstóls, frá lántökudegi til greiðsludags. Verðtrygging er ekki til ávöxtunar höfuðstólsins, til þess eru vextirnir. Vextir eru því bein þóknunargreiðsla lántaka til lánveitanda, fyrir afnot lántaka á fjármagni lánveitanda.
Skilmálar vaxtakjara á samningum eins og hér um ræðir, eru ævinlega ákveðnir af lánveitandanum, án mögulegrar aðkomu lántaka. Þessir tveir þættir eru því algjörlega sjálfstæðir, hver fyrir sig, og eiga ekki að geta hafi yfirfæranleg vægiáhrif þótt önnur hvor forsendan breytist af aðstæðum sem ekki eru af völdum lántaka.
Í fjórða lagi gefur dómarinn sér, í niðurstöðum sínum, ýsmar forsendur sem hvergi eru reifaðar í málinu. Dómarinn virðist telja lántaka bera hlutaábyrgð á þeim óförum sem urðu, þar sem hann hafi valið gengistryggingu, í stað verðtryggingar eða óverðtryggðs láns.
Í forsendum dómsins koma hvergi fram haldbær rök fyrir þessari niðurstöðu dómarans. Hann virðist eingöngu "gefa sér" þessar forsendur, út frá því að fyrirfram prentað form lánasamningsins er hið sama fyrir öll framangreind þrjú lánaformin. Svo virðist sem dómarinn hafi ekkert haldbært í höndum um að lántakinn hafi, að eigin frumkvæði, valið gengistryggingu lánsins, hvað þá að lántakinn hafi sjálfur ákveðið vaxtakjörinn á því láni.
Margt fleira er athugavert við þennan dóm, en hér verður látið staðar numið í bili. Ég hef í huga að gera ítarlega úttekt á þessum dómi og senda dómstólaráði þá greinargerð. Því miður virðast stjórnendur héraðsdómsstigsins hjá okkur enn vera í "gamla Íslandi" og ekki vera tilbúnir að hefja sig upp fyrir spillingu, hugsunarleysi og misnotkun dómsstigsins. Meðan svo er, verður áfram til staðar viðkvæm brotalöm í réttarfari okkar, sem mikil þörf er á að uppræta.
Gengislánin frumskógur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 165521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér.
Furðulegast af öllu er að lánveitandi hafi orðið fyrir forsendubresti vegna þess að hann varð uppvís að því að brjóta lög. Hvað með forsendubrest lántakans að jenið hafi hækkað um 135%?
Marinó G. Njálsson, 24.7.2010 kl. 12:02
Þakka þér fyrir Guðbjörn, þú ert lesin í öfugu hlutfalli við gæði þess sem þú skrifar.
Það sem ég átta mig ekki alveg á er að þú virðist vilja slíta samband á milli vaxta og verðtryggingar. Stenst þetta í ljósi þess að vextir eru mismunandi á verð-og óverðtryggðum lánum? (Ég er að tala um íslenskan rétt)
Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 12:35
Vá!:
"Í fyrsta lagi ber að líta til þess að eiginmaður dómarans, mun vera vinur sækjandans og reka þeir saman lögfræðistofu að Lágmúla 7 í Reykjavík. Ótrúlegt verður að teljast að sjónarmið og rök sækjandans hafi ekki náð eyrum dómarans, eftir öðrum leiðum en hefðbundnum málflutningsleiðum. Við slíkar aðstæður má telja útilokað að dómarinn hafi komið að málinu með opna og ólitaða hugsun."
Bara thetta aetti ad ógilda dóminn.
Takk fyrir góda og naudsynlega pistla.
Sammála (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 14:19
Sæll Marinó! Já og það var meira en að lánveitandinn yrði uppvís að því að brjóta lög. Lögbrot hans varð þess valdandi að lántakinn varð fyrir umtalsverðu tjóni. Sýn þessa dómara á réttlætið er afar sérstök, því hann dæmir tjónþolann til að bæta tjónvaldinum, að mestu leiti, það tjón sem tjónvaldurinn varð sjálfur valdur að, auk þess að bera tjónið sem lánveitandinn olli honum.
Sagt er að sínum augum líti hver silfrið. Á sama hátt má segja að - með sínum augum líti hver réttlætið. Takk fyrir innlitið.
Sæll Kristján og takk fyrir kommentið. Það er kannski engin furða þó fólk almennt, átti sig ekki á þeim hugtakaþáttum sem þarna er um að ræða. Meginregla vaxtaákvarðana, í öllum venjulegu viðskiptaumhverfi, byggist á að inni í vaxtaprósentunni er fólginn verðbótaþáttur, þeirra verðbreytinga gjaldmiðilsins sem það viðskiptaumhverfi geri ráð fyrir að verði, þann tíma sem vaxtaákvörðunin gildir.
Gefum okkur að viðskiptaumhverfi væri með 4% ársverðbólgu og lánastofnunin teldi sig þurfa 6% ávöxtun svo greiða vexti af innlánum, auk rekstrarkostnaða. Þá yrðu óverðtryggðir vextir hjá þessari lánastofnun 10%.
Gefum okkur hins vegar að um væri að ræða verðtryggingu. Ársverðbólgan væri sú sama 4%, sem reiknast mundi til verðbótar höfuðstól lánsins. Lánið sem var veitt var veitt af innlánum sem lánastofnunin hafði tekið til ávöxtunar með 3% vöxtum.
Í slíku tilfelli á ekkert af verðtryggingunni að ganga til uppsöfnunar vaxtatekna lánastofnunar, heldur safnast upp á sér reikning í lánastofnuninni, eingöngu til þess að verðbæta þá innistæðu sem notuð var til útlánsins.
Í 10% óverðtryggðu vöxtunum var innifalin 4% verðbólga, sem nú er orðin sérreiknuð sem verðtrygging. Eftir standa því 6% vextirnir sem lánastofnunin þarf til greiðslu innlánsvaxta auk eigin rekstrarkostnaðar. Vextir af verðtryggðum lánum gætu því, með eðlilegum hætti, verið 6%, þó óverðtryggðir vextir væru 10%.
Við þessa þætti gætu svo bæst áhættuþættir útlána, sem lánastofnanir meta ævinlega einhverja. Óraunhæf útlán lánastofnana okkar hafa stöðugt verið að hækka þetta álagshlutfall innan heildar vaxtatölunnar, sem hér hafa viðgengist.
Af þessu leiðir að verðtrygging hefur aldrei átt heima í vaxta eða ávöxtunarútreikningum fjármuna. Verðtrygging hefur aldrei verið annað en verðbótaþáttur höfuðstóla. Vona að þú færist eitthvað nær skilningi þessara margflæktu reiknikúnsta. Takk fyrir innlitið.
Guðbjörn Jónsson, 24.7.2010 kl. 14:47
Þakka þér fyrir þessa góðu grein sem skýrir margt.
Eitt stendur þó upp úr: Lánveitandinn var að brjóta lög lánþegi verður að bera tjónið að mestu leyti.
Dæmi:
Innbrotsþjófur brýst inn í húseign þína og stelur verðmætum. Þú gómar þjófinn og stendur hann að þjófnaðinum. Svo dæmir dómstóll ( dómarinn = frænka konu þjófsins) að hann fái að halda hluta þýfisins !
Skrýtið réttlæti.
Árni Þór Björnsson, 25.7.2010 kl. 00:09
Trygging er vaxtaleiðrétting samkvæmt gömlum allmenum skilning og erlendum í þroskuðu ríkjum. Sem leiðréttir umsamda skuld á gjalddaga þannig að fylgi vexti vísisins sem tiltekin er í lánssamning þessi vísir heitir á öðrum málum neytendaverðvísir Consumer Prize index. Cosumption index numer er talan sem vísir bendir á hverju sinni. Sem skýrir vel hugmyndafræðina sem hefur ríkt á Íslandi frá tímum vistarbanda. Í USA er tveir megin neytendavísar sem mæla verð á neyslu launþega sem eru í vinnu og teljast ekki til atvinnurekenda eða yfirmanna það takmarkast við tekjur á milli 10%-90% af heildartekjum allra í USA. Labor merkir launþega og eru skrisstofulið meðtalið. Annar vísirinn mælir tekjur 87% launþeganna sem búa í stórborgum og hinn 13% sem búa á landbyggðinni þar sem neyslukostnaður er allstaðar miklu lægri en í stórborgu utan Íslands. Bandríska ríkið ákveður til dæmis kostnað við útgjöld vegna skólamáltíða við sína CPI. Barnanna vegna.
Ég vil líka benda á meiri heimsku og lélegan málskilning mannauðsins á Íslandi. Seðlabankin 2007 birtir útlendingum eftirfarandi texta 80% of Icelandic home loans are mortgage CPI indexed. Það skilur útlendingur svo í mörg hundruð ár: jafnra afborganna [Heildar lánsupphæð að viðbættri heilda vaxtaleigu áæutgáfu degi er deilt niður á tiltekinn fjölda gjaldaga sem eru hverum sig að sömu upphæð til leiðréttingar]. Jafnafborganna veðlán Íslenskra heimila fylgja verðbólgu á lánstímanum.
Mortgage jafngildir líka Hypotek og Annuitets á öðrum málum. 80% heimilslán eru fastaverðtryggðarvaxta á útgáfu degi og lánstími 30 ár [360 gjaldagar] þetta eru hrein jafngreiðslu lán og alltaf hildir að fastavertryggða gjalið er það sama á hverjum gjaldaga allan lánstíma.
Hvernig má það vera jú umsamin heildarskuld er : Lánsfjárhæð + heildavextir:
Heildar vextir eru: grunnvextir + föst verðbólgu hámarks leiðrétting með tillit til næst 30 ára. Almennt mega banka ekki sem semja um hærri leiðréttingu vegna verðbólgu á 30 árum en 105%. Menn þurfa að vera svolítið glóru lausir ef bönkum væri leyft að semja um hærri verðbólu almennt. Þetta er nú öruuggust verðtryggingar lánin erlendis og hið raunverulega Capital sem er sjálfbært með stöðugum verðtryggðum innborgunum og afskriftum. Skrautfjöður í Möppu heildar safns veðlána eða mælkvarði á langtíma greiðslu getu stofnunnarinnar og hin raunverulegi þrautavarasjóður , hjól innrivirðisauka og hornsteinar borgarsamfélaga með heimilinn standa stendur ríkið. Þetta hefur ekki fylgt með í Íslenskri mótun síðan 1972 að mínu mati. 1. veðréttar lán veg kaupa fyrsti í búðar mið að 80% [áður 66%] af raunvirði eignar á lánstimánum 30 ár er lagt til grundavallar öruugustu lánunum, eiga vera það ef stöðuleiki á ríkja í grunni þar sem frelsi ríkir.
Þetta er svo sjálfsagt og einfalt í þroskuðum ríkjum erlendis að það þarf enga sérfræði menntun til að skilja grunn allra alvöru bankastofnanna. Sviss vill ekki sjá ofmenntað sérfræðinga heldur barða biskupa sem fara eftir einföldum reglum.
20% sem velja breytilega vexti fá veðlán til 30 ára þar hver jöfn afborgun er uppfærð miðað við verðlag og með tilliti til stöðu 80% lánanna.
Skekkja á afborgum af 10.000.000 er minni en 200 kr á mánuði hinsvegar finnst 80% borgaranna mikið betra að þurfa ekki að tékka á greiðslu seðlum í hverjum mánuði. Ef upphæðin er sú sama sparar það tíma og óþarfa áhyggjur.
Heildar umsömdu vextir jafngreiðslu lánsins eru líká heildar umsamdir vextir að nafninu til í hausi veðbréfsins í % sem fer eftir því hvað reikingsformúla er notuð til meta heildarupphæðina miðað við að það er greitt fyrir fram allan tíman miðað við ef um einn gjaldaga væri að ræða.
Heildaraunvextir reiknast svo eftir á í lok síðustu greiðslu: Heildarvextir - nákvæmar verðleiðréttingar á lánstímanu.
Í Íslenska dæmu þegarÍslendingar sönnuð með lögum 1982 að þeir skldu ekki ástæður verðbólgu og kynnu ekki að verðtryggja langtíma örugg veðlán miðað við innlent verðlag eða vísi. Þá einfölduð þeir í raun alla raunvaxtaútreikinga mið að við um lán jafnra afborganna væri að ræða. Þeir eru einfaldlega heildar umsamda vaxtaupphæðin til verðtryggingar á útgáfudegi eftir á hjá öruggum sjóðum banka og lífeyrisasjóða.
Þar sem nafnvaxtaprósentan er allta lægri þegar vaxtavaxta formúla er notuð [t.d. þegar þarf að ákveða skiftingu vaxta og afborganna lánfjárhæðar i greiðslu upphæðum á gjalddögum í tilfellum efsemsemda um greiðslu getu ef fasteignveð eru öruug, í UK er oft dreift þannig að samhverfa minndastum miðju lánstímas og afborgun höfstóls í toppi í miðjunni, þetta telja ég frekar merki um sálfræði en vegna áhættu um greiðslu erfileika fyrst og síðast] , þá eru raunvxtirnir hér alltaf hærri em ef flatt væri reiknað.
Grunnvextir í UK er í dag um 1,79% til 1,99% eða 20% til 30% miðað við 30 ára og verðbólguleiðréttinin 60% til 90%. Því eru fastir nafnvextir frá 4,99% til 7,5%.
AGS hefur eftir Íbúðlánsjóði að hann meti sína raunvexti 5,1% þá má álykta að lífeyrisjóðir hafi ekki haft lægri markmið sem er kolólöglegt hjá þeim er hámarkið 3,5%.
Útlendingu metur það sem er umfram 3% sem verðbólguvæntingar eða áhættu um greiðsluhæfi lántaka í þessum örugga veðlánaflokki. Enda kemur fram í sömu skýrslu að margir af verið að legja 25 ára lánin frá um1982 og greiðslu erfiðleikar í sögulegu hámerki hjá neytendum frá 1998 til 2002, innlenda skýring var m.a. að lögmenn stæðu sig betur í heimtu. IMF bendir samt sem á að 60% neytenda yngri kynslóðin sé til æviloka ekki sambærileg með Norðurlöndum, Þýskalands og Frakklandi, vegna húsnæðis vaxta, líeyrissjóðs bindinga og skattmanns samanber vöxt á eigninfé það er vegna greiðsluþjónust við þessa aðila. AGSn mælti með því að horft sé fram í tímann á alþjóðamælikvarða hvað varðar ávöxtunarkröfu lífeyrisjóða hér. Ég tel að erlendir lífeyrisjóðir séu ekki velkomnir á annarra ríkja neytendamörkuðu, hagvöxtur sé að jafnast niður á alheimsvísu.
Hvað segir Mr. Flannagan um Íslensku lánin, hann segir þau ekki indexed fylgaja CPI eða vera verðtryggð, enda er hann með eðlilega stórt nef. Hann segir þau linked eða tengd enda er hann að tala um negative amortization þar sem sem nafnvextir geta tengst meiri en einum vísi m.ö.o lánforminu eftir útgáfu samingins þar sem lántaki var þvingað í skjóli einonkuna og fáfræði til að byrja að lána til baka 200 kr í byrjum og síðan vaxta vaxtaða upp sífelt hærri sem stærðfræðlega hækkar umfram heildar umsamda raunskuld innan 5 ára ef verðbólga á Íslandi fylgir þeirri Dönsku eða Bresku næstu 30 ár. Þetta kallast veðfölsun og rangar nafgitir á útlensku. Jafngreiðslu lán hækka aldrei á lánstímanum og eru alltaf bundinn að upprunalega 80% eða 66% veðbandinu.
Negma falsara veðlánar komu upp á neytenada marakði í USA um 1980 og skutu aftur upp kollinum í Kaliforníu um aldamótinn. 2009 kom ekki fram í fréttum hér sett Arnold fylkstjóri lög sem bannar veðlánurum að bjóða slíka lán neytendu til lengri tíma en fimm ár eða bannað þeim allfarið að bjóða þeim Negam lá, enda er þau hugsuð til að lána út á eignir í byggingu, þess vegna eru veðafborganir þannig að þeir eru mesta síðast á lánstímanum.
Hér voru valin 25 ár vegna þessa að fasta jafngreiðslu eða afborgar gjaldið af þeim er 20% hærra en 30 ára lánum. Þau síðan skekkt til að náfram línulegri jöfnum. Svona bull gengur upp í landi fávita á sviði fjármála. Þegar greiðslu fóru að þyngjast um fram greiðslu getu þá brguðst aparnir þannig við dýrstu eignirnar er hjá þeim sem kjardómur ákveður laun, 30% hækkun nægi, svo endur geiðum við að meðlatali um 4.000.000 inn á öll lán á lástímanum vitandi að stór hluti mun framlengja og endurnýja vegna greiðsluerfiðleika og taka hliðarlán, þetta hætta að drag verulega úr atvinnuleysi.
IMF vitanar í Seðlabanka við þurfu að fjölga um 800 labor til að mæta [ávoxtunarkröfunninn] vext bankageirans. IMF vitnaði í Íbúðlánsjóð búið er bylta hugarfari almenning hvað varðar birkilega fasteeigna verð þá höfu þau í einum hvelli risið um 30% uppfyrir nýbyggingar kostnað svar við vaxndi veð skorti. Útlendingar skilja ekki bylting hefur orðið á hugarfari almennings á sama hátt og hér.
Til að bjargar faktorum í þýskalandi, Hollandi, og Bretalandi á arunum 2005 til 2007 var opnað fyrir Íslensku drengjun að plokka smá fé inn á þeirra eigin neytendum sem voru allir örryggi vegna tilskipunarinnar 1994. Fakorar er ríkir [fínir auðmenn] sem lán Bönkun stundum fé í greiðlu erfiðleikum.
Icesave var frá upphafi með í myndinni sem mótkrafa gegn þagnmælsku. Málið er að heiðarleg fjármál eru þau einföldust og öruggust og arðbærustu frá upphafi lánsviðskipta, þeir sem skilja þær reglur og hefðir gleyma ekki höfuðstólnum sumir hafa hinsvegar alrdei fengið neitt að vita um hann. Sigurjón Landsbakastjóri sagði það var ekkert upp þessu fasteigna viðskiptum að hafa.
Þórhallur í Búnaðabanka sagði um 1982 þegar 8%ranvaxta lágmarks verðtryggðu örrugu 1 veðréttarbréfin komu á markað. Nú er allri hefðbundinni lána starfsemi lokið hér á Íslandi nú þurfa bankarnir bara að safna húsbréfum og hætta öllum áhættu útlánum. Svo óðu negam sprengilánin inn í samkeppnigeiranna þau þurfti bara að endurnýja á fimm ár fresti og kaup nokkur ný veð í viðskiptalegum eignum meðan fákeppni var að festast í sessi.
Baaloon er loftbelgur með eldfimu gasi og útlendinga nefa negakúlulán svo vega þess að nánst er um eina loka greiðslu að leiða oft með ansi flókunum nafnvaxta tengingum.
Upplagt siðspillt stjórnsýslulánsform þar sem vextir að nafni til skipta engu máli það er upphæð lokagreiðslunar sem ætti að vekja spurningar hjá professional.
Ég tel að verið sé spila með skammtíma skuldir og langtíma skuldir í bókhaldi. 5 ár er hámarks tími sprengi lána. Nýtt hagstjórnar tól sem skapar alltaf hagvöxt hjá nýrri ríkistjórn sem spilar með. Almennir launþegar 80% þjóðarnir er komir lagnt niður í samburði við þær þjóðir sem viljum helst bera okkur saman við [ekki Letta eða Möltu] það þarf meirháttar hagvöxt til að komast upp aftur. Ef verðlahækka almennt um 3 % árlega í UK á næstu árum havað þarf það þá að hækka mið hér til við náum s0mu stöðu í samanburði? 3 % heldur í horfinu. 0% Verðbólga erengin hækkun á mörkuðum, eikennir ráðstjórnir og Múslima ríki.
Júlíus Björnsson, 25.7.2010 kl. 21:54
Með Bankarnir þurftu að skilja reglur lög og sama hátt og í EU og USA þá var hér faktor sem hét Herluf og nokkrir aðrir. Negam-lánin leystu hann af hólmi eins marga sem leigðu út íbúðir í gamla miðbænum.
Baaloon er loftbelgur með eldfimu gasi og útlendingar nefna Negam Baaloon loan [kúlulán] svo vegna þess að nánst er um eina loka greiðslu að ræða oft með ansi flókunum nafnvaxta tengingum.
Júlíus Björnsson, 26.7.2010 kl. 03:37
Trygging er vaxtaleiðrétting samkvæmt gömlum almenum skilning og erlendum í þroskuðu ríkjum. Sem leiðréttir umsamda skuld á gjalddaga þannig að fylgi vexti vísisins sem tiltekin er í lánssamning þessi vísir heitir á öðrum málum neytendaverðvísir Consumer Prize index. tryggir að neytandi borgi umsamda greiðslu á sínu neysluverðlagi. Cosumption index numer er talan sem vísir bendir á hverju sinni. Sem skýrir vel hugmyndafræðina sem hefur ríkt á Íslandi frá tímum vistarbanda. Í USA er tveir megin neytendavísar sem mæla verð á neyslu launþega sem eru í vinnu og teljast ekki til atvinnurekenda eða yfirmanna það takmarkast við tekjur á milli 10%-90% af heildartekjum allra í USA. Labor merkir launþega og eru skrifsstofulið meðtalið. Annar vísirinn mælir tekjur 87% launþeganna sem búa í stórborgum og hinn 13% sem búa á landbyggðinni þar sem neyslukostnaður er allstaðar miklu lægri en í stórborgum utan Íslands. Bandaríska ríkið ákveður til dæmis kostnað við útgjöld vegna skólamáltíða við sína CPI. Barnanna vegna.
Ég vil líka benda á meiri heimsku og lélegan málskilning mannauðsins á Íslandi. Seðlabankinn 2007 birtir útlendingum eftirfarandi texta 80% of Icelandic home loans are mortgage CPI indexed. Það skilur útlendingur svo í mörg hundruð ár: jafnra afborganna [Heildar lánsupphæð að viðbættri heildar vaxtaleigu á útgáfu degi er deilt niður á tiltekinn fjölda gjaldaga sem eru hverum sig að sömu upphæð til leiðréttingar]. Jafnafborganna veðlán Íslenskra heimila fylgja verðbólgu á lánstímanum það er verðbólguleiðréttingar koma ofan á sérhverja afborgun á gjalddaga hans.
Mortgage jafngildir líka Hypotek og Annuitets á öðrum málum. 80% heimilislána erlendis eru fastra verðtryggðra vaxta á útgáfu degi og lánstími 30 ár [360 gjalddagar] þetta eru hrein jafngreiðslu lán og alltaf gildir að fastavertryggða gjaldið er það sama á hverjum gjalddaga allan lánstíma. Hvernig má það vera? jú umsamin heildarskuld er : Lánsfjárhæð + heildavextir:Heildar vextir eru: grunnvextir + föst verðbólgu hámarks leiðrétting með tillit til næst 30 ára. Almennt mega bankar ekki sem semja um hærri leiðréttingu vegna verðbólgu á 30 árum en 105%. Menn þurfa að vera svolítið glóru lausir, ef bönkum væri leyft að semja um hærri verðbólgu almennt.
Þetta er nú öruggustu verðtryggingar lánin erlendis og hið raunverulega Capital sem er sjálfbært með stöðugum verðtryggðum innborgunum og afskriftum. Skrautfjöður í Möppu heildar safns veðlána eða mælikvarði á langtíma greiðslu getu stofnunarinnar og hin raunverulegi þrautavarasjóður , hjól innrivirðisauka og hornsteinar borgarsamfélaga, meðan heimilin standa stendur ríkið.
Heildaraunvextir reiknast svo eftir á í lok síðustu greiðslu: Heildarvextir - nákvæmar verðleiðréttingar á lánstímanum.
Í Íslenska dæminu þegar Íslendingar sönnuðu með lögum 1982 að þeir skildu ekki ástæður verðbólgu og kynnu ekki að verðtryggja langtíma örugg veðlán miðað við innlent verðlag eða vísi. Þá einfölduð þeir í raun alla raunvaxtaútreikninga miðað að við að um lán jafnra afborganna væri að ræða. Þeir eru einfaldlega heildar umsamda vaxtaupphæðin til verðtryggingar á útgáfudegi eftir á hjá öruggum veðbréfasjóðum banka og lífeyrissjóða.
Þar sem nafnvaxtaprósentan er alltaf lægri þegar vaxtavaxta formúla er notuð [t.d. þegar þarf að ákveða skiptingu vaxta og afborganna lánfjárhæðar i greiðslu upphæðum á gjalddögum í tilfellum efasemda um greiðslu getu ef fasteignveð eru örugg, í UK er oft dreift þannig að samhverfa myndast um miðju lánstímans og afborgun höfuðstóls í toppi í miðjunni, þetta telja ég frekar merki um sálfræði en vegna áhættu um greiðslu erfileika fyrst og síðast] , þá eru raunvextirnir hér alltaf hærri en ef flatt væri reiknað.
Grunnvextir í UK er í dag um 1,79% til 1,99% eða 20% til 30% miðað við 30 ár og verðbólguleiðréttingu 60% til 90%. Því eru fastir nafnvextir frá 4,99% til 7,5%.
Útlendingur metur það sem er umfram 2% sem verðbólguvæntingar eða áhættu um greiðsluhæfi lántaka í þessum örugga veðlánaflokki. Enda kemur fram í sömu skýrslu að margir hafa verið að lengja 25 ára lánin frá um1982 og greiðslu erfiðleikar í sögulegu hámarki hjá neytendum frá 1998 til 2002, innlenda skýring var m.a. að lögmenn stæðu sig betur í innheimtu. IMF bendir samt sem á að 60% neytenda, yngri kynslóðin sé til æviloka ekki sambærileg með Norðurlöndum, Þýskalands og Frakklandi, vegna húsnæðis vaxta, lífeyrissjóðs bindinga og skattmanns samanber vöxt á eiginfé stjórnsýslunnar, það er vegna greiðsluþjónustu við þessa aðila. AGS mælti með því að horft sé fram í tímann á alþjóðamælikvarða hvað varðar ávöxtunarkröfu lífeyrisjóða hér. Ég tel að erlendir lífeyrisjóðir séu ekki velkomnir á annarra ríkja neytendamörkuðum, hagvöxtur sé að jafnast niður á alheimsvísu, það á snæða barnabörnin.
Hvað segir Mr. Flannagan um Íslensku lánin, hann segir þau ekki indexed ,ekki fylgja CPI eða vera verðtryggð, enda er hann með eðlilega stórt nef. Hann segir þau linked eða tengd enda er hann að tala um negative amortization þar sem nafnvextir geta tengst meiri en einum vísi m.ö.o. lánforminu eftir útgáfu samningsins þar sem lántaki var þvingaður í skjóli einokunar og fáfræði til að byrja að lána til baka 200 kr [10.000.000 3% bólga] í byrjum og þær síðan vaxtavaxtaðar upp og búinn til nýr aðlahöfuðstóll sem stærðfræðilega hækkar umfram heildar umsamda raunskuld innan 5 ára ef verðbólga á Íslandi fylgir þeirri Dönsku eða Bresku næstu 30 ár. Þetta kallast veðfölsun og rangar nafngiftir á útlensku.
Jafngreiðslu lán hækka aldrei á lánstímanum og eru alltaf bundinn að upprunalega 80% eða 66% veðbandinu. Afborganirnar aftur á móti ef verðbólga er í samræmi við væntingar 3% raunhagvöxtur brenna upp í verðbólgu: leiðréttingar voru mestar miðað við verðlag til að byrja með á móti. Afskrifa er að brenna upp verðbólgu.
Negma falsara veðlánarar komu upp á neytenda markaði í USA um 1980 og skutu aftur upp kollinum í Kaliforníu um aldamótin. 2009 kom ekki fram í fréttum hér sett Arnold fylkistjóri lög sem bannar veðlánurum að bjóða slík lán neytendum til lengri tíma en fimm ár eða bannar þeim allfarið að bjóða þeim Negam lán, enda er þau hugsuð til að lána út á eignir í byggingu, þess vegna eru veðafborganir þannig að þær eru mestar síðast á lánstímanum þegar byggingar fara að seljast.
Hér voru valin 25 ár vegna þessa að fasta jafngreiðslu eða afborgar gjaldið af þeim er 20% hærra en á 30 ára lánum [20.000 miðað við 10.000.000]. Þau síðan skekkt til að ná fram línulegri jöfnum. Svona bull gengur upp í landi fávita á sviði fjármála.
Þegar greiðslur fóru að þyngjast umfram greiðslugetu þá brugðst aparnir þannig við: dýrustu eignirnar er hjá þeim sem kjaradómur ákveður laun, 30% launahækkun nægir, svo endurgreiðum við að meðalatali um 4.000.000 inn á öll lán á lánstímanum vitandi að stór hluti mun framlengja og endurnýja vegna greiðsluerfiðleika og taka hliðarlán, þetta ætta að drag verulega úr atvinnuleysi.
IMF vitnar í Seðlabanka við þurfum að fjölga um 800 labor til að mæta [ávöxtunarkröfunni] vexti bankageirans.
IMF vitnaði í Íbúðalánsjóð: búið er bylta hugarfari almennings hvað varðar virkileg fasteignaverð, þá höfðu þau í einum hvelli risið um 30% upp fyrir nýbyggingar kostnað svar við vaxandi veð skorti.
Útlendingar skilja ekki að bylting hefur orðið á hugarfari almennings á sama hátt og hér.
Til að bjarga faktorum í þýskalandi, Hollandi, og Bretalandi á árunum 2005 til 2007 var opnað fyrir Íslensku drengjunum að plokka smá fé inn á þeirra eigin neytendamörkuðum sem voru allir öryggir vegna tilskipunarinnar 1994. Faktorar er ríkir [fínir auðmenn] sem lána Bönkum stundum fé í greiðslu erfiðleikum.
Með Bankarnir þurftu að skilja reglur lög og sama hátt og í EU og USA þá var hér faktor sem hét Herluf og nokkrir aðrir. Negam-lánin leystu hann af hólmi eins marga sem leigðu út íbúðir í gamla miðbænum.Icesave var frá upphafi með í myndinni sem mótkrafa gegn þagmælsku. Málið er að heiðarleg fjármál eru þau einföldust og öruggustu og arðbærustu frá upphafi lánsviðskipta, þeir sem skilja þær reglur og hefðir gleyma ekki höfuðstólnum sumir hafa hinsvegar aldrei fengið neitt að vita um hann.
Sigurjón Landsbankastjóri sagði það var ekkert upp þessu fasteigna viðskiptum að hafa.
Þórhallur í Búnaðabanka sagði um 1982 þegar 8%raunvaxta lágmarks verðtryggðu öruggu 1 veðréttar bréfin komu á markað. Nú er allri hefðbundinni lána starfsemi lokið hér á Íslandi nú þurfa bankarnir bara að safna húsbréfum og hætta öllum áhættu útlánum.
Svo óðu negam sprengilánin inn í samkeppnigeiranna þau þurfti bara að endurnýja á fimm ár fresti með en hærra láni og kaupa nokkur ný veð í viðskiptalegum eignum meðan fákeppni var að festast í sessi.
Baaloon er loftbelgur með eldfimu gasi og útlendingar nefna Negam Baaloon loan [kúlulán] svo vegna þess að nánast er um eina loka greiðslu að ræða oft með ansi flókunum nafnvaxta tengingum.
Upplagt siðspillt stjórnsýslulánsform þar sem vextir að nafni til skipta engu máli, það er upphæð lokagreiðslunnar sem ætti að vekja spurningar hjá professional.
Ég tel að verið sé spila með skammtíma skuldir og langtíma skuldir í bókhaldi. 5 ár er hámarks tími sprengi lána. Nýtt hagstjórnar tól sem skapar alltaf hagvöxt hjá nýrri ríkistjórn sem spilar með.
Almennir launþegar 80% þjóðarinnar er komir langt niður í samburði við þær þjóðir sem viljum helst bera okkur saman við [ekki Letta eða Möltu] það þarf meiriháttar hagvöxt til að komast upp aftur. Ef verðlag hækkar almennt um 3 % árlega í UK á næstu árum hvað þarf það þá að hækka hér til við náum sömu stöðu í samanburði? 3 % heldur í horfinu. 0% verðbólga er engin hækkun á mörkuðum, einkennir ráðstjórnir og Múslima ríki
Júlíus Björnsson, 26.7.2010 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.