Staðreyndir eru alltaf mikilvægar

Þegar um er að ræða sameiningu við annað fyrirtæki, félag eða ríkjasamband er mikilvægast, fyrir þann sem þarf að verja hagsmuni sína, að fá fullkomið uppgjör um skuldastöðu þess aðila sem á að sameinast. Þannig er nú, t. d. rætt um það hvort Álftanes sé það mikið skuldsett að önnur sveitarfélög treysti sér ekki til að sameinast því og yfirtaka þar með skuldir þess.

Öfugt var það fyrir nokkru, er tilteknir sveitahreppar vildu ekki sameinast stærri einingum, vegna þess að þeir (litlu hrepparnir) vildu ekki yfirtaka skuldir stóru eininganna. Í báðum þessum tilvikum er fyrirhyggja höfð í forgrunni ákvarðanna.

Sama lögmál á í raun einnig við um hugsanlega sameiningu Íslands við ESB. Færi nú svo, sem mestar líkur benda til, að ESB liðist í sundur eða yrði greiðsluþrota, fáum árum eftir að Ísland hefði gerst aðili að ESB, yrði Ísland að taka á sig sinn hluta af skuldum sambandsins. Líklegast er að skiptingin yrði framkvæmd á grundvelli þjóðarframleiðslu aðildarlandanna.  Þar sem Ísland hefur ævinlega verið með háa þjóðarframleiðslu á mann, er fyrirsjáanlegt að Íslandi yrði gert að taka á sig verulegar fjárhæðir af skuldum ESB samsteypunnar.

Skuldir ESB hafa um langan tíma verið svo miklar, óskipulegar og illa tryggðar, að ESB hefur ekki geta lagt fram endurskoðaða ársreikninga í meira en áratug. Nú, þegar liðið er undir lok með útgáfur verðlausra pappíra, sem peningaígildi, mun alvarlega draga saman í peningaflæði um Evrópu.

Allar þjóðir ESB eru að sligast undan eigin skuldum. Þær eru því lítt aflögufær til að veita Seðlabanka Evrópu lán til að endurfjármagna fyrri skammtímalán, hvað þá til að auka frekar lánveitingar.

Þau fáu ríki sambandsins sem framleiða og selja nú meira en flutt er inn, nota greiðsluafgang til að lækka skuldir hjá sjálfum sér og hafa því ekkert fjármagn til útlána næsta áratuginn, eða svo.

Þessar staðreyndir liggja svo greinilega fyrir að maður getur ekki annað en undrast yfir fávísi þeirra stjórnmálamanna sem leggja ofurkapp á, einmitt nú, að henda mörgum milljörðum króna í umsóknarferli, sem afar ólíklegt er að verði nokkurtíman að veruleika; hvað þá að það veðri þjóðinni til hagsbóta.

Og þá spyr maður sig líka: Eru þessir stjórnmálamenn, sem nú leggja ofuráherslu á að komast í ESB, ekki sömu stjórnmálamennirinir og báru ábyrgð á rekstri þjóðarbúsins síðasta eina og hálfa árið fyrir bankahrun; og bera því ábyrgð á að skuldir þjóðarbúsins tvöfölduðust (úr 7.000 í 14.000 milljarða króna) á sama tíma? Má þar t. d. benda á að Icesave varð einmitt til á þessu tímabili, án þess að þessir stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir hvert var verið að stefna þjóðarskútunni.

Spyrja má: Hvaðan fengu þessir stjórnmálamenn , raunhyggna framtíðarsýn, að telja sig hafa skarpari framtíðarsýn en þeir höfðu á árunum 2006 - 2008? Hvað breyttist??? Á þjóðin enn að þurfa að taka á sig mörg þúsund milljarða í aukna skuldaklafa, vegna væntanlegs hruns ESB, vegna blindu sjálfbirginsháttar og valdhroka þeirra sömu stjórnmálamanna er stóðu við stýrið þegar þjóðarskútunni var stýrt inn í brimgarð óðaskuldsetninga og tryggingalausra kúlulána?                


mbl.is Umræðan byggist á staðreyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér þennan fína pstil Guðjörn minn.

Kær kveðja

sandkassi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það fer u.þ.b. 1% af landframleiðslu hvers aðildarríkis árlega í gegnum kerfið hjá ESB. Af því fer nálægt 6% í að reka skrifstofubáknið. 

Atli Hermannsson., 27.7.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Íslendingar mega greinilega ekki fjalla um skelfilega stöðu ESB. Minnir óneitanlega á Norður Kóreu!

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband