Athyglisverð frétt

Þarna er nokkuð athyglisverð frétt á ferðinni.  Loksins er komið fram álit framkvæmdastjórnar ESB um ríkisábyrgð innistæðna.  Það vekur þó óneitanlega athygli að þeir skuli enn vera að reyna að bakka upp vitleysuna í Bretum og Hollendingum, með þeim haldlausu rökum sem þarna eru sett fram. Lítum á rök þeirra. Þeir segja:

"Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar."

Ég minnist þess ekki að ESB hafi lagt fram neina athugasemd við innistæðutryggingasjóðinn hér á landi, frá því hann var stofnaður og til þess tíma er bankarnir hrundu. Sé þetta rétt munað hjá mér, eru athugasemdir þeirra nú, eftir hrun fjölda margra banka í Evrópu og víðar, lýsir það fyrst og fremst óheiðarleika þeirra er stýra ESB.  Ekki var hægt að ætlast til að meintir ágallar Íslenska tryggingasjóðsins væru lagfærðir, þegar ekki var bent á slíka ágalla, af hálfu ESB.

Hinn líðurinn í rökum þeirra er eftirfarandi:

"Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni." 

Þetta er ekki rétt.  Allir vita að það voru ekki allar innistæður "tryggðar að fullu", eins og þeir orða það. Margir fjárvörslusjóðir bankanna voru ekki tryggðir og voru ekki bættir umfram það sem innistæður í þeim sjálfum gátu greitt. Var þarna einkum um að ræða sértæka hávaxtasjóði, sem voru vistaðir utan venjulegra innlánsreikninga.  Þar er nákvæmlega samhljómur við Icesave reikningana. Þeir voru ekki venjulegir innlánsreikningar, heldur sértækir hávaxtareikningar, utan reglubundins innlánakerfis.  Vegna þessara samjöfnunar ýmissa sérkjarasjóða hjá bönkunum hér, við sérkjaraþátt Icesave reikninganna, verður ekki betur séð en rök framkvæmdastjórnar ESB eigi sér hvorki lagalegar nér jafnræðislegar forsendur.

Hinu er ekki að neita, að ríkissjóður Íslands lagði fram fjármagn til að bæta innistæðueigendum í innlánsdeildum bankanna hér á landi, þau innlán sem voru í hættu.  Ég hef ekki heyrt þess getið að íslendingum hafi verið bætt innlánatap í öðrum löndum, enda hefur engin heimild til slíks verið samþykkt af Alþingi.

Það er því óravegur milli þess að Íslenska ríki bæti þegnum sínum innistæður á venjulegum innlánsreikningum, eða að farið sé að greiða sérstaka gróðafýknar ásókn þeirra sem tóku áhættu með því að leggja fé sitt inn á illa tryggða hávaxtareikninga, sem vistaðir voru í sérstöðkum ávöxtunarsjóðum.

Framkoma stjórnenda ESB hefur ævinlega verið mér spurning um hvot þar sé á ferðinni einföld heimska, eða yfirgengilegur hroki.


mbl.is Bera ekki ábyrgð á innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sjálfstæðu ríki er fullkomlega heimilt að tryggja innistæður í bönkum á íslandi þar sem þar er um innanríkismál að ræða og því ekki verið að taka eða tala um einstaka útibú banka heldur verndum íslenskra ríkisborgara.

 Nákvæmlega það sem þú kemur inná Guðbjörn :)

Þakka gót og sönn orð :)´

Óskar.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 16:48

2 identicon

Ég er með smá spurningu í sambandi við seinni liðinn.

"Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni."

Er verið að tala um að við íslendingar tókum peningin sem var í tryggingasjóðnum og tryggðum sumar íslenskar innistæður en látum síðan alla aðra erlenda reikninga sitja í kuldanum? eða Tryggðum við okkar eigin peninga með pening úr okkar eigin vösum, semsagt vösum ríkisins?

Þarna er stór munur á, því að ef að við höfum tekið allan peningin úr þessum tryggingasjóði og notað þá bara í tryggja íslenskar innistæður þá skil gremju Breta og Hollendinga, en hinsvegar þá skil ég hana ekki ef við hefðum dreyft þessum peningum jafnt á alla þá sem við komu bankanum og áttu rétt á þessu fé.

Sigurjón F (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 165769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband