28.7.2010 | 15:22
Aðalástæða er vitlausar útfærslur verðtryggingar
Ég hef oft bent á að verðtrygging lánsfjár, eins og hún er reiknuð, skapar svikamyllu sem eykur skuldastöðu langt umfram eðlilegar forsendur. Því miður hafa engir viljað veita þessu verðskuldaða athygli og ég hef ekki fjárráð til að kaupa auglýsingar eða halda opna fundi til að kynna þessar niðurstöður.
Ég benti á þessa villu í framkvæmd verðtryggingar strax og farið var að beita henni á almennt lánsfé. Hópur ungs fólks þess tíma, með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar, stökk á þessar forsendur og fengu, alla vega í orði kveðnu, samþykktar á Alþingi bætur vegna rangrar uppsöfnunar verðtryggingar á lánsfé. Síðan hefur ekkert verið gert og ránsvélin heldur áfram að mala gull.
Áður malaði hún mest fyrir ríkið, meðan bankarnir voru ríkisbankar, en undanfarin ár hefur hún mest malað fyrir einkaaðila og erlenda fjármagnseigendur. Þeir sem borga brúsann eru allir þeir sem þurfa á lánsfé að halda. Þeir hafa hins vegar aldrei geta sýnt samstöðu um að losa sig við þessa svikamyllu.
Glærurnar, reiknilíkönin og forsendurökin eru til taks, ef einhverjir vilja fjármagna fundahöld til að kynna þessar forsendur fyrir þjóðinni. Ég er bara ellilífeyrisþegi sem varla nær endum saman, með þeim lífeyri sem mér er skammtaður. Ég get því ekki fjármagnað kynningu á þessari mikilvirku svikamyllu lánastofnana.
Skuldir hækka meira en eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Neikvæð veðlosunar form: Einkennast að lágum nafnvöxtum sem tengjast einum eða fleiri vísum [index] það er heildar umsaminn upphæð liggur ekki fyrir við útgáfu skuldbréfsins.
Í samanburði miðað við alþjóðleg mortgage=hypotek= jafngreiðslu er þau hámörkuð við fimm ár [vegna vísanna] og byrjunargreiðslu lægri en þær síðustu.
Þegar ég tók mitt lán til fyrstu í búðar kaupa var það sagt jafn greiðslu verðtryggt eftir á verðbótum. Greiðslu matið miðast greinleg við það að ég myndi hækka um 30% í tekjum á lánstímanum en ég gerð ráð fyrir í mínu persónulega greiðslu að þurfa að afskrifi og jafnvel búast við þjóðar sátt, og afþakkaði fullt lán. Þess vegna er ég ekki dauður í dag.
Ég trúði að heildar umsamin skuld lánsfjárhæð og raunvextir væri vertryggð og hafði ekki meiri áhyggjur þótt blanda af raunvöxtum, og verðtrygging kallast verðbætur þar sem lánformið var meint til að bæta greiðslu hæfi mitt.
Hinvegar að tengja afskrifta vexti við leiðréttingar vegna heildaneyslu þjóðar: spes fyrir Ísland lánsins til að vaxta og eignfæra síðar var og langsótt til að ég gæti ímynda mér það.
30% raunvaxta hækkun á heildar skuld [Ev verðbóla er 3 á ári gerir náttúruleg kröfu í sjóðssamhengi að allar fasteignir hækki um fram verðbólgu umfram 30 % verðbólgu á hverjum 30 árum.
Vörugæði geta lækkað með því að stytta líftíma þeirra og næringargildi, hinsvegar skilar það sér ekki allt sem lækkun á neyslu hluta launa á öllum lánstímanum því oftar þarf að versla, og takmörk er fyrir því hvað hægt er koma neysluverði langt niður þótt opinber stjórnvöld gerir sitt best.
Þetta lánsform er ekki verðtryggt í venjulegu skilning afborganir fylgja ekki innlendri neysluvísitölu heldur tengjast henni, eins og ólög jafngreiðslu veðlán gera í löndum annar landa þjóða, þar sem lögspekingar eru greinlega betur að sér en hér.
Ég hjó athugasemd á netinum að ekki mætti lána hærri upphæð í USA með veð í fasteign ef heildar skuldinn yxi upp fyrir 80% af raunvirði fasteignaarinnar það er á 30 ára tímabili.
Raunvaxta karfan lá hér fyrir [hjá íbúðlánsjóðunum] að heildar skuld færi upp í 120% af fasteignaverðinu ef verðbólga yrði hér yrði sú sama og í UK. Það þýðir að þegar var að lán 80% miðað við 100% raunverð þá var lánið 50% of hátt miðað við veð kröfur erlendis.
Svo kemur farm í skýrslu starfsmanna IMF að hér hafi stjórvöld bylt hugarfari almennings hvað varðaði [dýrrari] fasteignir um aldamótinn m.a. með að skera niður fé til nýbygginga. Afleiðing um 2002 að verð á notuðu risu 30% uppfyrir vöxt nýbyggingarkostnaðar. Erlendis eru 30 ára [langtíma] lán 1. veðréttar með raunvaxta kröfu í anda lífeyrisjóða lögbundina markmiða um 1,799-1,99% í UK í dag. Alls ekki hvað varðar almenna neytenda talin ávöxtunar áhættu lán heldur langtíma grunnlán til að verðtryggja lausfé og lækka launkostnað ávöxtunar fyrirtækja.
Flannagan segir lánin ekki verðtryggð hann segir láninn tengjast heildarneyslutölu allra stétta á Íslandi. Þessa vegna mun hugmyndir Ráðstjórnarinnar um að endreisa svikamylluna kosta neytendur hér mikið til langframa sagði annar starfmaður á heimasíðu sinni eftir hrun.
Auðvitað áttu í búðlána sjóður, lífeyrirsjóðir að Bankar starx og þetta sannaðist að endgreiða öllu of tekin negam gróða frá upphafi svika negamlánanna. Allir vita að Erlendu bankarnir mátu veðsöfn neytendlána hér alltof há til tryggingar sínum lánum. Það að vitni eru traust um samsærið gegn þjóðinni. Það á ekki að skattleggja verðbólgu leiðréttingar eða greiða út í arð. Verðbólga var um 15 % fyrstu árin eftir að verðtryggingu var skilin frá raunvöxtum í breytilegum vöxtum á Íslandi. Þessi verðtryggðu nafnvextir voru 8% í hausi bréfanna um 1982.
40% til 50% lægri ráðstöfunartekjur Íslands kosta 40% til 50% almennan lægri húsnæðiskotanað og laun kostnað að meðaltali. IM 2005 % voru 60 % hluti yngri þjóðarinnar kominn í svo mikla skuldaþjónustu við lánstofnanir, lífeyrissjóð og skattamann að ekki er hægt að skerða þann hluta meiri ef auka á innri hagvöxt á Íslandi um tugi prósenta á ári til að ná fyrri stöðu. Mér sýnist 10% ellilífeyrisþega og 10% fleiri almennir neytendum ekki þola meir. Við eru að tala um að skera 20% restina frá Íslandi.
Olíusjóðir er þrautavarsjóðir Norðmanna með olía er til staðar. Veðlausar [m..t. þjóðartekna og greiðslugetu] eignir íslenskra lífeyrisjóða eru ekki sambærilegir fyrir mín barnabörn.
Júlíus Björnsson, 29.7.2010 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.