17.8.2010 | 10:06
Jákvæð eða neikvæð áhrif mótmæla
Mikilvægt er að átta sig á hvenær og hverskonar mótmæli hafa áhrif á stöðu þeirra sem fólk vill hjálpa. Mótmæli eru í eðli sínu tvennskonar.
Annars vegar þar sem gagnaðilinn er kúgaður með samtakamætti eða yfirgangi, til að breyta á þann veg sem mótmælendur fara fram á.
Hins vegar, þar sem rökum og skynsemi er beitt til að laða þá sem mótmælin beinast að, til að taka afstöðu með vlija mótmælenda.
Mótmæli sem beint er að dómstólum, til að reyna að knýja fram vilja mótmælenda, verða að vera byggð á rökum og skynsemi. Öllum skynsömum mönnum á að vera ljóst að dómstóll getur ekki látið stjórnast af mótmælum sem haldið er fram með yfirgangi, ofbeldi og skemmdastarfsemi. Slíkt væri í fullkominni andstöðu við eðli réttarfarsins, þar sem dómstóllinn á að vera hlutlaus og úrskurða eftir málsástæðum og rökum, en úrskurðir ekki litast af flótta frá grundvallarþætti laga og reglna.
Af þessari stuttu skilgreiningu er fullkomlega ljóst að sá hópur sem reynir að spilla starfsfriði hérðaðsdóms Reykjavíkur, er fyrst og fremst að valda neikvæðum viðhorfum innan réttarkerfisins. Dómendur eiga enga möguleika á að líta jákvæðum augum á slík mótmæli, því þau eru beinlínis yfirlýsing um að mótmælendur treysti ekki hutlausu réttarfari í landinu.
Ef við lítum af alvöru á framgöngu mótmælenda, sjáum við birtast okkur ofbeldisstjórnun, líkt og ættbálkayfirgangi í vanþróuðum ríkjum, eða samskiptum manna fyrir siðaskipti. Er líklegt að múgurinn muni kveða upp réttlátari dóma í slíku samfélagi, en dómarar okkar gera í því réttarfari sem við þekkjum? Ég held ekki.
Þegar mikið liggur við, er afar mikilvægt að láta ekki bráða- reiðikast yfirskyggja skynsemi og dómgreind, þannig að ADRENALÍNIÐ EITT RÁÐI GERÐUM, en skynsemin sé skliin eftir heima.
Anddyri réttarins rýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Fólkið var nú bara að reyna að komast inn í salinn að hlusta á málið tekið fyrir, til að koma í vega fyrir að málið væri tekið fyrir leynilega. Lögregla hafði engan siðferðislegan rétt til að stöðva fólk í því að vera viðstatt og verður að lifa með afleiðingunum af gjörðum sínum, en þær munu skapa hennar starfsumhverfi til framtíðar. Ofbeldi elur af sér ofbeldi.
Héðinn Björnsson, 17.8.2010 kl. 10:25
Sæll Héðinn. Sé þetta skilningur þinn á þeim réttarfarsreglum sem við búum við, er greinilegt að þú þarft að lesa þér betur til. Ef mótmælin eru byggð á álíka vanþekkingu, er þessi hópur ekki kominn langt frá rándýrseðlinu, þar sem viljinn er knúinn fram með valdi og yfirburðum. Er það þannig réttarfar sem þið viljið innleiða hér á landi?
Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Það er rétt. En værir þú að beita ofbeldi ef þú fengir lögregluna til að fjarlægja fólk úr vistarverum þínum, sem þú hefðir ekki boðið þangað eða að pláss væri fyrir?
Ofbeldi er hægt að sýna á marga vegu. T. d. með því að hlýða ekki lopinberum fyrirmælum lögreglu, svo dæmi sé tekið.
Takk fyrir innlitið.
Guðbjörn Jónsson, 17.8.2010 kl. 10:53
Vistarverunar sem um eru að ræða eru almenningseign og að meina eigendum réttmætan aðgang að eign sinni með vopnavaldi verður aldrei siðferðislega réttmætt hvaða eðli sem þú villt setja á fólkið sem reyndi að fá aðgang að héraðsdómi. Hér var enginn að reyna að þvinga fram neina niðurstöðu í dómsmálinu heldur var fólk að reyna að fá að sína ákærðum stuðning með viðveru.
Héðinn Björnsson, 17.8.2010 kl. 11:20
Ég er svo algerlega ósammála því að það sé ofbeldi fólgið í því að hlýða ekki skipunum lögreglu. Við getum deilt um hvort það sé rétt eða rangt bæði taktískt og siðferðislega, en getum við ekki verið sammála um það að óhlýðni sé ekki ofbeldi. Eða telur þú að menn eins og Marteinn Luther King og Ghandi hafi talað fyrir ofbeldi þegar þeir óhlýðnuðust yfirvöldum og héldu sínar göngur þó þær væru bannaðar?
Héðinn Björnsson, 17.8.2010 kl. 11:32
Sæll aftur Héðinn. Veist þú hvað "lýðræði" er og hvernig það virkar?
Guðbjörn Jónsson, 17.8.2010 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.