20.8.2010 | 21:09
Uppskrift útrásarvíkinganna
Ég velti fyrir mér hvort þeir sem ráða för í fjárfestingasjóði lífeyrissjóðanna séu þeir kjánar sem útlit er fyrir, eða hvort þeir treysti á að eigendur lífeyrissjóðanna séu kjánar. Ekki er gott að segja hvort er, en fram til þessa hafa stjórnendur fjárfestingasjóðsins hagað sér af líku ábyrgðarleysi og olli hinu gífurlega tapi lífeyrissjóðanna í bankahruninu.
fjárfestingin í Icelander var álíka vitlaus og þegar Hannes Smárason fjárfesti í Bandaríska flugfélaginu sem rambaði á barmi hruns. Vonlítið er að fjárfesting í Icelander skapi raunverulega arðsemi við þá harðnandi samkeppni sem fyrirsjáanleg er á flugmarkaði. Ég lít svo á að sú fjárfesting sé þegar töpuð.
Vitleysan nú, við kaup á Vestía, er nákvæmlega sama og útrásarvíkingarnir notuðu. Sagt er að fjárfestignasjóðurinn kaupi Vestia af Landsbankanum fyrir 18 - 20 milljarða, en á móti kaupi Landsbankinn hlut í fjárfestignasjóðnum fyrir 18 milljarða. Halda stjórnendur fjárfestingasjóðsins að eigendur lífeyrissjóðanna séu svo mikil fífl að þeir sjái ekki hvaða leikfléttu er verið að gera þarna?
Flest hugsandi fólk sá að Landsbankinn var kominn í blindgötu með þetta mörg yfirskuldsett þjónustufyrirtæki, í rekstrarumhverfi þar sem lítil veltuaukning er í sjónmáli. Bankinn á yfir höfði sér gífurlegt tap vegna gengistryggðu lánanna. Samhliða fyrirsjáanlegum afskriftum vega gengislánanna er bankinn kominn með alltof mikið eignasafn í vonlitlum fyrirtækjum í eignarhaldsfélaginu Vestía. Ef Landsbankinn hefði ekki losnað við Vestía af sínu nafni, hefði hann líklega fljótlega tapað starfsleyfinu.
Eini mögulegi bjargvættur Landsbankans um þessar mundir var fjárfestignasjóðurinn, sem einn hafði getu til að spila leikfléttuna sem sett var upp, vegna þess svigrúms sem fjárfestingasjóðurinn hafði til kaupa á hlutafé. Að nafninu til er sagt að fjárfestignasjóðurinn greiði Landsbankanum 18 milljarða króna fyrir Vestía. Á móti kemur að Landsbankinn kaupir aftur 30% hlut í fjárfestingasjóðnum fyrir 18 milljarða króna.
Fjármunahreyfing þessara viðskipta er jöfn á báða bóga. Stóri díll Landsbankans í þessum viðskiptum er sá, að hann er laus við mikið safn vonlítilla fyrirtækja af sínu nafni, en fær í staðinn 30% eignarhlut í fjárfestingasjóði með góða eiginfjárstöðu og sterkan bakhjarl, þar sem lífeyrissjóðirnir eru. Þar með leiðrétti Landsbankinn eiginfjárstöðu sína svo mikið að hann geti haldið starfsleyfinu.
Verða eigendur lífeyrissjóðanna nógu vitlausir til að láta enn á ný misnota sjóði sína með svona áberandi hætti???
Lífeyrissjóðir rannsakaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Takk fyrir þessi þörfu skrif. Það þarf svo sannarlega að fjalla meira um líferyrissjóðina en verið hefur. Mig langar til að nota tækifærið og benda á þessa undirskriftarsöfnun: http://kjosa.is/
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.8.2010 kl. 23:13
Íslenskir almennir lífeyrissjóðir skera sig úr hvað varðar áhættu fjárfestingar. Þegar þjóð er komin upp úr moldinni þá er 1,81 % fjölgun nóg til að viðhalda nánast skuldlausum þjóðartekjum og þá þarf varla meir en 2% raunávöxtun á ári.
Lífeyrissjóðir eiga alfarið að gera út á minnst 30 ára tímabili og greiðendur eiga að geta treyst því örugglega.
Stjórnunarfrekjan hér í sjóðunum virðist ótakmörkuð.
Júlíus Björnsson, 21.8.2010 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.