Sjá menn bara gruggið og loftbólurnar á yfirborðinu

Það er athyglisvert að lesa viðbrögð manna við þessari frétt. Enginn virðist átta sig á hver ástæðan er fyrir þeim miklu skuldafjötrum sem OR er komið í. Skuldirnar eru ekki vegna virkjana til nota á almennum markaði. Mestu skuldirnar er til komnar vegna stóriðjudraum og stórvirkjana til sölu rafmagns til stóriðju, auk fjárfestingaævintýar og útrásardraum.

Það er afskaplega hættulegt fyrir stjórnendur OR, að ætla að keyra fram hækkanir á almennri rafmagnsnotkun til að greiða þá vitleysu sem fyrri stjórnendur fyrirtækisins settu það í.

Fyrsta skref hlýtur að vera að taka upp alla raforkusölusamninga til stórnotenda, vegna forsendubrests af völdum fjármálahruns í veröldinni. Upphaflegir samningar voru greinilega með of lágt raforkuverð, miðað við þann tilkostnað sem varð við stækkun virkjana.

Stöndum saman. Látum ekki enn einu sinni færa okkur skuldaklafana sem óábyrgir og óvandaðir stjórnendur og stjórnmaálmenn létu elítuna komast upp með að búa til. Gerum eðlilegar kröfur.  Krefjumst fyrst hækkunar á öllum raforkusölu samningum til stóriðju, áður en ljáð verður máls á því að hækka verð til almennra notenda.       


mbl.is Orkuveitan ekki greiðsluhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er ég að bera í bætifláka fyrir Hjörleif Kvaran, en maður sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í einhver ár getur ekki verið svo slæmur að ekki sé hægt að hafa hann áfram þar til "varanlegur" forstjóri hefur verið fundinn???  Það er nýlega búið að segja Reykvíkingum og öðrum viðskiptavinum OR að það þurfi að HÆKKA gjaldskrá OR um 36% en svo rétt á eftir er farið út í þessar aðgerðir sem auka kostnað OR um tugi ef ekki hundruð milljóna.  Ef þetta er hagræðing þá er tunglið úr osti og himininn grænn!!!  Ég ætla ekki að fara að verja rekstur OR en ÉG VEIT að hann hefur verið í molum MÖRG undanfarin ár og það sem er verst í mínum huga er að OR hefur verið notað sem "ruslakista" af pólitíkusum í Reykjavík, þangað hafa verið sendir menn sem hefur þurft að losna við úr borgarapparatinu og þarna eru þeir settir á MJÖG HÁ laun sem þeir vinna engan vegin fyrir, þeir eru meira og minna áskrifendur að laununum sínum og ég veit ekki til þess að nokkuð fyrirtæki standi undir því t.d að hafa um 20 upplýsingafulltrúa, tölvuumsjónarmenn almannatengslafulltrúa og fleira á sínum snærum og hver þeirra á launum frá 500.000 upp í tæpa 1.000.000 ).  Það veitir ekki af að taka til í OR og það verður að sópa undan "teppinu" líka.

Jóhann Elíasson, 22.8.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

OR er búið að vera gjaldþrota mörg ár og er haldið á lífi með fokdýrum lánum. Mönnum er alveg nákvæmlega sama meðan þeir fá kaupið sitt....OR er ruslakista fyrir kunnátulausan aðal sem er búið að ákveða að fái kaup. Þegar fyrirtækið skyndilega þarfnaðist alvöru stjórnunar kom sannleikurinn fram. Bara amatörar við stýrið....

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki best að einkavæða þetta drasl?

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2010 kl. 16:43

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í ljósi atvinnuleysis á að setja orkusölu hér skýrt regluverk og reka alla og endurráða á launum í samræmi nettó þjóðartekjur.  Laun yfirmanna í samkeppnisgrunni eiga alltaf að vera ákveðið hlutfall af meðal raun hagnaði síðustu 30 ár eftir eðlilegar afskriftir.  21.000.000.000 fer í 210.000.000.000 á10 árum. 70.000 á íbúa fer í 700.000 þúsund. Ísland er með dýran þjónugeira sem greinlega stefnir í 7.000.000 á íbúa eftir 10 ár. Þetta er einn af nokkrum tugum áhættufíklageira á Íslandi í með óbeinu eða beinu ríkiseignarhaldi.

Fjármagnsfíkill er verri en margur sprautufíkillinn. Sjúkir einstaklingar eftir langvarandi fjármagnsfíkn þurfa samfélagslega endurhæfingu að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 23.8.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband