27.8.2010 | 11:46
Athyglisverð viðbrögð
Mér finnst athyglisvert að lesa viðbrögð fólks, hér á blogginu, við þeirri einlægni sem birtist í færslu borgarstjóra. Að vísu er fólk óvant svona einlægni, því pólitískt hanaat hefur viðgengist hér svo lengi að einungis elsta fólkið man eftir einlægni og hreinskilni í opinberri umræðu.
Rétt er, sem fram kemur hjá sumum bloggurum, að Hanna Birna sýndi af sér aðra mynd en Sjálfstæðisflokkurinn er vanur að birta. Það fór vafalaust ekki fram hjá fólki hve mikil ró færðist yfir borgarmálefnin eftir að hún tók við. Auk þess virtist hún nokkuð sönn þeim hugsjónum sem hún birti í orðum. Mikilvægt er þó að átta sig á að aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins birtu ekki í orðum sínum sömu einlægni og samvinnuvilja.
Ég býst við að flestir gagnrýnendur Jóns Gnarr yrðu hikandi og jafnvel með óöryggissvip, við þær aðstæður sem Jón er að takast á við. Fólk virðist gleyma því að borgarsamfélagið er rekið eftir fyrirfram gerðri áætlun, sem samþykkt er ári fyrr. Jón og félagar eru því enn að keyra rekstrarplan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem samþykkt var í fyrra haust.
Einn bloggari gat þess að fólk lýsti sjálfu sér í skrifum sínum. Mikill sannleikur virðist fólginn í þessu, því engir bloggara við þessa frétt gátu þeirra góðu verka sem unnin hafa verið í borginni, síðan Jón og félagar tóku við. Þeir sem hafa þekkingu til gagnrýni á svona rekstrarmál, vita hve erfitt er að breyta á miðju rekstrarári. Svo eru aðrir sem gelta, án þess að vita til hvers þeir eru að því, einungis til þess að vera í hópi "mótmælenda", vegna þess að það sé svo mikið INN núna.
Mér sýnist þjóð mín vera verr á vegi stödd en ég vonaði, þegar hún ræðst á heiðarleika og hreinskilni, að því er virðist til að ekkert breytist frá þeirri spilltu framgöngur og orðræðu, sem stjórnmálamenn hafa viðhaft undanfarna áratug, með vaxandi spillingu og óheiðarleika.
Vill fólk að borgarfulltrúar Besta flokksins birti síg í sömu frösum, yfirlæti óheiðarleika, og stjórnmálamenn undanfarinna ára hafa viðhafat????
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
AMEN !
Haukur Viðar, 27.8.2010 kl. 12:43
Hlægilegast við þetta er að þetta er facebook færsla. Allir missa sig yfir facebook, ekki eins og hann hafi gefið viðtal við blaðamenn eða mætt í kastljós með yfirlýsingar.
Fólk ætti frekar að gleðjast yfir því að hann nenni að birta sínar hugsanir og annað eins, ekki bara hafa allt fyrir lokuðum dyrum.
Hann hefur sagt fullt af hlutum þarna á facebookinu sínu, sumt algjöra vitleysu. Svo allt í einu fær þetta þvílik viðbrögð. Fólk er svo miklar dramadrottningar eitthvað.
Tryggvi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.