27.8.2010 | 14:14
Gagnrýni þarf að vera heiðarleg
Líkt og Jón Gnarr hoppaði ekki inn í starf borgarstjóra með rekstrar- eða pólitíska- reynslu í farteskinu, sýnir Hanna Birna að, þrátt fyrir góðan vilja hennar, hoppar hún ekki út úr pólitísku þrasumhverfi, án þjálfunar.
Engin leið er að ásaka Hönnu Birnu fyrir þessi viðbrögð, því hún er það ung að hún þekkir ekki öðruvísi stjórnmálaumræður. Slíkar umræður hafa fyrst og fremst snúist um að hamra á andstæðingnum, jafnvel þó þeir erfiðleikar sem hann er að fást við, séu afleiðingar stjórnunar þess sem nú er að gagnrýna.
Þetta einkenni sést afar vel í ummælum Hönnu Birnu, í þeirri frétt sem hér er til umfjöllunar. Hún er ósammála og hafnar þeirri leið að hækka gjaldskrár og skatta, sem nauðsynlegt er að gera þar sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leiðréttu ekki rekstrarstöðuna áður en þeir yfirgáfu stjórnunarstöðuna.
Þannig upplýsir hún þarna, að þau séu að berja á Besta flokknum með þeim vanefndum á rekstrarjafnvægi, sem þau sjálf skildu eftir sig. Er það svona stjórnmála-umræður og viðhorf sem við viljum sjá í heiðarelgri stjórnun borgarinnar?
Ef Sjálfstæðismenn hefðu komið heiðarlega fram og viðurkennt yfirsjón sýna varðandi viðskilnað á rekstri borgarinnar, og bent á aðrar leiðir til tekjuaukningar, svo ekki þyrfti að hækka gjaldskrár og skatta, hefði fréttin litið betur út. Þá hefði verið hægt að tala um ný pólitísk viðhorf hjá Sjálfstæðismönnum.
Við þekkjum það öll, að allir stjórnmálaflokkar beita þeirri aðferðarfræði við gagnrýni sína, að tala um málefnin sem persónuleg mistök viðkomandi andstæðings, en ekki að hagstæðara og betra hefði verið, fyrir heildina, að fara þessa eða hina leiðina, sem útskýrð væri í grófum dráttum.
Ef stjórnmálamenn breyttum vinnubrögðum sínum í slíka átt, yrði umræðan opnari, heiðarlegri og málefnalegri en við eigum að venjast í dag.
Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Hanna skildi rekstur borgarsjóðs eftir á núllinu - hækkaði hvorki skuldir hans né álögur á borgarbúa.
Geir Ágústsson, 27.8.2010 kl. 14:24
Sæll Geir. Það er nú greinilega komið í ljós að Hanna Birna og félagar gerðu ekki ráð fyrir þeimsamdrætti tekna sem raunin varð á. Líka er ljóst að í rekstrarjafnvægið vantaði líka að gera ráð fyrir gjaldfalli lána borgarfyrirtækja, umfram mögulega greiðslugetu frá tekjum ársins.
Var þessi vanreikningur H B og félaga Besta flokknum að kenna?
Guðbjörn Jónsson, 27.8.2010 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.