28.8.2010 | 13:37
Siðferði stjórnmála hnignar hratt
Fyrir rúmum tveimur áratugum, í forsætiráðherratíð Þorsteins Pálssonar, varð Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, að segja af sér sem ráðherra, vegna þess að endurskoðandi hans gerði mistök við ársuppgjör og framtal fyrir heildsölu Alberts.
Nokkru síðar, var gerð aðför að Guðmundi Árna Stefánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, vegna meintra einna mistaka hans í starfi.
Þegar Jóhanna myndaði núverandi stjórn, voru það fyriheit hennar að bæta siðferði í stjórnarháttum og gera framkvæmdina opnari og lýðræðislegri. Eitthvað virðast þessi áform hennar hafa farið fram hjá Flokksráði og ráðherraliði Samfylkingarinnar, því ég held að hægt sé að fullyrða að aldrei í lýðveldissögunni hafi ráðherrar ríkisstjórnar sýnt lögum og lýðræðislegum stjórnarháttum meiri óvirðingu en í núverandi stjórn. Mistökin eru þegar orðin það mörg að þau verða ekki talin á fingrum annarrar handar. Bæta þarf hinni hendinni við, og jafnvel tánum líka, ef fram heldur sem horfir.
Meistari mistakanna, og óvirðingar við lög og stjórnarskrá landsins, er tvímælalaust lögfræðingurinn Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Axarsköft hans eru þegar orðin fleiri en fingur annarrar handar. Samt leggur Samfylkingin blessun sína yfir mistök hans og þykist ekki sjá þau. Það er mikil siðferðisleg hnignun frá þeim tíma er þessari sömu stjórnmálahreyfingu (reyndar undir öðru nafni) fannst ótækt annað en Guðmundur Árni segði af sér, vegna einna lítilsháttar mistaka í starfi.
Felist siðbót stjórnmála í landinu, að mati núverandi forsætisráðherra, í því að þykjast ekki sjá né skilja þá óvirðingu sem ráðherrar í stjórn hennar sýna þjóðinni, Alþingi, lögum og stjórnarskrá landsins, er það líklegast kröftugasta öfugmælavísa sem kveðin hefur verið í landi sem telur sig siðað.
Hvað skildi svona ósvífni þurfa að ganga lengi, til að þjóðin rísi upp og hreinsi út úr stjórnarráði og Alþingi, svo heilbrigð hugsun og framkvæmd komist að við stjórnun landsins????
Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll Guðbjörn; æfinlega !
Þakka þér fyrir; skorinyrta greinina. Þarna lýsir þú; í fáum orðum - þeirri sjálfumhverfu, sem þetta fólk, hefir komið hér á.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 13:56
Svo ekki sé talað um að aðstoðarmaður Heilagrar Jóhönnu, Hrannar B. Arnarson, er dæmdur skattsvikari.
Jóhann Elíasson, 28.8.2010 kl. 21:42
Ég er líka dæmdur skattsvikari. 10.000 íslenskar flotkrónur þurfti ég að borga í sekt fyrir einhverja rollu á Vestfjörðum sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti....er einhver íslendingur sem ekki hefur svikið undan skatti á Íslandi? Ég þekki ekki einn einasta mann sem ekki hefur svikið smávegis...eftir þetta rolluævintýri ætla ég að nota öll tækifæri til að snuða skattinn...
Við verðum að vera þakklát Alberti Guðmundsyni. Hefði "heildsalan" hans ekki verið til og "liðkað" fyrir skreiðarsamningum í Nigeríu, þá hefði engin skreið farið til Nigeriu. Það var alveg sjálfsagt mál að kallin fengi eitthvað fyrir greiðan. Hann var jú ráðherra og þeir eiga að vinna við að "liðka" fyrir málum. Og þetta kostaði fullt af peningum. Lögfræðideildinn í Frakklandi, heilt stóð af embættismönnum í Nígeriu og ráðherra í Nigeriu og allir sem komu eitthvað nálægt þessu vildu fá aur.
Svo fengu Íslenskir skreiðarfisksalar fullt af peningum... og sjómenn afganginn, og minnst að sjálfsögðu.
Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 00:49
Af frásögn þinni að dæma Óskar, ertu EKKI dæmdur skattsvikari, því mál þitt hefur ekki farið fyrir dóm (ég er að gefa mér að málið hafi ekki farið fyrir dóm og styðst í því efni bara við frásögnina) en mál Hrannars fór fyrir dóm og á þessu tvennu tel ég vera grundvallarmun. Yfirleitt "snuða" menn ekki skattinn heldur nota menn allar þær "glufur" sem hægt er án þess að brjóta lög.
Jóhann Elíasson, 29.8.2010 kl. 11:09
Kanski. Nej ég fékk bara sekt. Þessar "glufur" eru kanski í lagi þegar um er að ræða smáaura. Enn þegar milljarðar "leka" í gegnum glufurnar er það allt annað mál...og það eru sömu reglur og "glufur" sama hver upphæðin er.
Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 13:07
Ég hef aldrei svikið undan skatti, a.m.k. ekki með vilja. Það á ekki að svíkja undan skatti bara út af því að einhver annar gerir það. Sú eigingjarna hugsun er enginn lausn, og á enga samúð skilið.
Bjarni (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 18:51
Þetta var akkúrat minn punktur með "glufurnar" Óskar, ég sé að við erum alveg sammála við segjum hlutana bara á sinn hvorn háttinn stundum.
Jóhann Elíasson, 29.8.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.