Voru gerð mistök við frágang niðurfellingar ????

Álíka tilfelli og þarna er fjallað um, komu upp í upphafi greiðsluaðlögunar og óformlegra nauðasamninga, þegar ég byrjaði þetta ferli fyrir um 20 árum síðan. Mér sýnist að sá sem stýrði greiðsluaðlögum skuuldara, í þessu dæmi, hafi ekki gengið eftir því hjá SPRON að fá staðfestingu þeirra á að skuldabréfið væri að fullu uppgreitt.

Slík staðfesting gerist ekki að sjálfu sér. Það þarf að ganga eftir að kröfueigandi gefi svona yfirlýsingu út. Fyrr hefur hann ekki viðurkennt lögformlega að krafan sé að fullu greidd. Og, einungis með því að geta framvísað slíkum pappír hjá sýslumani, er embættinu heimilt að fella niður veðbandaskráningu.

Ég hef óljósan grun um að þó nokkuð sé af ófrágengnum niðurfellingum; hvað varðar að kröfueigandi gefi út pappír um fullnaðaruppgjör kröfunnar. Hafi slíkur pappír ekki verið gefinn út, er engin trygging fyrir því að krafan verði ekki endurvakin, sjái kröfueigandi sér möguleika á að rukka hana inn.

Vönduð vinnubrögð í skuldauppgjörsmálum eru afar mikilvæg ef málin eiga til frambúðar að vera út úr heiminum.             


mbl.is Ekki í anda laganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já ég er búin að losa mig frá bankakerfinu og þangað fer ég ekki aftur því að skipta við mafíu hugnast mér ekki!

Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 18:30

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Sigurður. Þú hefur fá orð í fullri meiningu. Ég skil þig, enda var ég þarna inni í nokkur ár, en gat ekki hugsað mér að gera sjálfum mér það að gera þetta að framtíaðrstarfi.

Guðbjörn Jónsson, 20.9.2010 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband