Hefur Landsdómur lögsögu gegn almennum borgurum ???

Í 1. gr. laga um Landsdóm segir svo:  "Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra."

Í því tilfelli sem hér er um rætt, fyrirhugar Alþingi að höfða má gegn fyrrverandi ráðherrum, sem nú eru almennir borgarar utan þings.  Eins og 1. gr. laga um Landsdóm hljóðar, er augljóst að lögsaga hans nær einungis til að dæma í málshöfðun Alþingis gegn starfandi ráðherrum. Ef ætlað hefði verið að lögin næðu einnig til fyrrverandi ráðherra, hefði það áreiðanlega verið tekið fram í 1. gr. laganna. 

Ljóst er að Ríkissaksóknari getur ekki höfðað mál gegn starfandi ráherrum, vegna friðhelgi þeirra. Einungis Alþingi getur höfðað slíkt mál, sem þá verði dæmt fyrir Landsdómi.

Allir þeir einstaklingar sem talað er um að Alþingi ákæri, eru nú almennir borgarar og hafa því réttindi sem slíkir.  Meðal þeirra réttinda er að mál gegn þeim verði höfðað fyrir almennum dómstól (héraðsdómi). Þar njóta þeir þeirra réttinda að geta áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar og jafnvel áfrýja þeim dómi til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Öll þessi réttindi væru tekin af þessum núverandi almennu borgurum, þó þeir hafi áður gengt tímabundnu starfi ráðherra og lokið því starfi án ákæru Alþingis.

Eftir að hafa lesið lögin um Landsdóm, get ég ekki séð að Alþingi sé fært að höfða mál gegn þessum almennu borgurum, fyrir þeim Landsdómi. Í 13. gr. laga um Landsdóm segir að: 

"Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau."

Þarna er hvergi minnst á heimild Alþingis til málshöfðunar gegn "fyrrverandi ráðherrum".  Ég get því ekki betur séð en Alþingi sé á hreinum villigötum með allt þetta upphlaup, sem virðist byggt á takmarkaðri dómgreind. 

Þegar litið er til 14. gr. laga um ráðherraábyrgð kemur glögglega í ljós að Landsdómi er einungis ætlað að fjalla um ákærur gegn starfandi ráðherrum. Í 14. greininni segir svo:

Málshöfðun eftir lögum þessum getur eigi átt sér stað, ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina. Sök fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram. 

Þarna stendur það svart á hvítu. Alþingi hefði orðið að birta ákæru gegn þessum fyrrverandi ráðherrum áður en 6 mánuðir voru liðnir frá næstu kosningum eftir að afbrotið var framið.

Segja má að fráfarandi ráðherra beri, í 6 mánuði eftir lok embættistíma, refsiábyrgð á gjörðum sínum gagnvart Alþingi, en eftir það taki hið almenna dómskerfi við, líkt og segir í 2. málsgrein 1. greinar laganna um Ráðherraábyrgð, en þar segir svo:

Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt. 

Er virkilega svona mikill skortur á lagaþekkingu meðal allra lögfræðinganna á Alþingi ??????????  

 


mbl.is „Pólitískt ákæruvald mjög varhugavert"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú ert semsagt að segja að þessir menn kunni ekki að lesa. Ég get ekki annað lesið úr þessu en að menn séu bara að tefja Alþingi. má ég biðja þig um að gefa mér slóðina með lögum landsdóms. Takk fyrir gott innlegg.

Valdimar Samúelsson, 20.9.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Valdimar.  Takk fyrir innlitið.  Slóðin að lögum um Landsdóm er sú að þú velur fyrst "althingi.is" Hægra megin á þeirri skjámynd er rammi sem í stendur "Lagasafn". Þar klikkar þú á "Lagasafn raðað eftir lagaheitum" Þá koma upp lög landsins í stafrófsröð. Þú rúllar bara niður eftir listanum þar til þú kemur að "Lög um landsdóm 1963 nr. 3 19 febrúar".  Lög um ráðherra ábyrgð eru líka neðar í þessum lista.

Guðbjörn Jónsson, 20.9.2010 kl. 21:04

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka þér Guðbjörn. Ég var einmitt að kíkja á síðu alþingis út af skildum Forseta Alþingis en var ekki búinn að finna svo allaveganna þá veit ég hvar er að finna þessi lög og önnur. Kv Valdimar.

Valdimar Samúelsson, 20.9.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband